Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar 12. nóvember 2025 09:30 Maður hefur svo sem fylgst með þessari útsölu úr hæfilegri fjarlægð. Ríkislögreglustjóri. Ríkisendurskoðun. Þessar meintu „grunnstoðir“ samfélagsins hafa verið á hraðari gengisfellingu en íslenska krónan árið 2008 og það vill mikið til. Virðingin fyrir þessum embættum, sem almenningur á að geta treyst, er orðin að eins konar þjóðsögu sem eldra fólk segir barnabörnunum frá á meðan það hristir hausinn yfir kaffibollanum. Reyndar, í einum stórbrotnum kafla þessa farsa, sáum við dómsmálaráðherra „taka í taumana“ varðandi Ríkislögreglustjóra. Og hver var lausnin sem ráðherrann greip fegins hendi? Jú, hún kom frá sökudólginum sjálfum. Það er eins og að láta refinn hanna nýja öryggisgirðingu fyrir hænsnakofann eftir að hafa étið allar hæsnurnar. Það má vissulega deila um hvort þessi endalok séu „réttlát“, en það er varla hægt að deila um að þau séu bráðfyndin á kolsvartan hátt. En þótt það sé vissulega ágætis dægradvöl að horfa á þessa risa hiksta og riða til falls þá er það í raun bara forréttur. Það er bara upphitun. Aðalrétturinn á þessu hörmungarhlöðuborði er allt annar. Það er önnur ríkisstofnun sem hefur náð þeim stórbrotna áfanga að vera ekki bara „gjaldfelld“ heldur gjörsamlega gjaldþrota á öllum mælikvörðum trúverðugleika. Og það, kæru vinir, er Barna- og fjölskyldustofa (BFS) og sá dýrðlegi klasi „meðferðarheimila“ sem undir hana heyrir. Þar á bæ virðist ráðherrann standa ráðþrota á gólfinu, fullkomlega óviss um hvort hann eigi að stíga í vinstri fótinn fyrst eða þann hægri. Á meðan hirðin sem situr næst fjárveitingavaldinu ræður ekki bara ekki við verkefnið – hún hefur algjörlega brugðist því á svo stórfenglegan hátt að það er næstum aðdáunarvert. Við skulum leika okkur aðeins með samlíkingu. Ef við myndum ímynda okkur að S&P Global Ratings, þessir jakkafataklæddu dómarar alls sem er fjárhagslega heilt, myndu gera lánshæfismat á trausti BOFS og undirstofnana hennar – þá væri „ruslflokkur“ hreinasta fagnaðarefni. Þeir myndu þurfa að búa til nýjan, sérstakan flokk neðan við allt, eitthvað á pari við „Eitruð Afleiðuskuld Barnsins (EAB)“ eða „AAA – Ábyrgðarlaust afskiptaleysiskerfi“, svo vægt sé til orða tekið. Og hvernig vitum við þetta? Jú, þegar kerfið er orðið svo afkáralega ónýtt að örvæntingarfullt fólk kýs frekar að borga flugfargjöld, gjaldeyri og himinháar meðferðir hinum megin á hnettinum... bara til að forðast „ókeypis“ lausnina heima fyrir. Þá ertu ekki lengur þjónustuaðili. Þá ertu orðinn ástæðan fyrir neyðarfluginu. Það er nokkuð skýr vísbending um kerfishrun þegar kúnninn er tilbúinn að borga fyrir millilandaflug til að sleppa við þig. En hefur þetta sínar skýringar? Er þetta bara óheppni? Ó, aldeilis ekki. Skýringin er nefnilega jafn einföld og hún er grótesk. Smiður byggir ekki hús án verkfæra. Það er alkunna. En það sem er óendanlega verra er smiður sem gengur að tómri verkfæratöskunni og finnur þar ekkert nema handhægan spegil. Það er nefnilega nákvæmlega það sem hefur gerst. Á einhverjum tímapunkti breyttist meðferðarstarf úr því að vera viðleitni til að byggja upp varnarlaus börn, yfir í að vera vettvangur fyrir sjálfsskoðun, framapot og egó-nudd starfsfólksins. Þegar meðferðarstarf fer að snúast um „Egó“ einstakra manna – hver stjórnar, hver fær að ráða, hver er mikilvægastur – en ekki um börnin, þá höfum við ekki bara misst sjónar á verkefninu. Fáránleikinn nær svo nýjum hæðum. Það hlýtur að teljast með hreinum ólíkindum að eina meðferðarheimilið á Íslandi sem var sérhannað og byggt til að hýsa þessi börn var skellt í lás. Af hverju? Jú, væntanlega vegna þess að eitthvert diplómaprik, nýkomið af alþjóðlegri ráðstefnu með glænýja hugmyndafræði í farteskinu, vaknaði illa einn morguninn og ákvað að nú skyldi allt tekið í gegn. Þetta eina „geðþótta-memo“ hratt af stað dómínókunnum áhrifum. Af hverju að hafa eitthvað opið þegar við getum lokað öllu? Þetta er þessi málaflokkur í hnotskurn: Stjórnað af hvatvísi og innblæstri frá Powerpoint-kynningum. Mæðurnar sem flúðu til Suður-Afríku töluðu um aga og umgjörð. Viti menn, við höfðum það hérna áður fyrr. Þá voru verkfæri í töskunni. Kerfið var kannski ekki fullkomið, en það virkaði að stórum hluta. Þá var fólk heldur ekki gróðursett fyrir framan tölvuskjái að velta fyrir sér í hvaða leturgerð skýrslan til ráðuneytisins ætti að vera. Þá fór vinnan fram á gólfinu, með ráðgjöfum sem voru ekki bara búnir að lesa einhverjar kenningar í háskólabók, heldur voru búnir að vera „báðum megin við borðið“ og þekktu þennan heim af eigin raun. Meðferð er ekki átaksverkefni sem maður klárar. Það er viðfangsefni. En eitt breytist ekki: það þarf aga. Og til að hafa aga þarf verkfæri. Þá erum við búin að kveikja í húsinu sem við áttum að byggja á meðan við stöndum hjá og dáumst að því hvað við erum klár að halda á slökkvitækinu – sem er í ofanálag tómt. Ég er þeirra skoðunar að það sem ríkislögreglustjóri gerði séu algjörir smámunir, nánast saklaus prakkarastrik, miðað við þann kerfisbundna skaða sem fólkið næst fjárveitingavaldinu í þessum geira hefur valdið. Það fólk á að sæta nákvæmlega sömu ábyrgð og ríkislögreglustjóri. Og ef ráðherrann getur ekki axlað ábyrgð á þessu klúðri, þá á hann að segja af sér. Það á að koma manni eða konu í brúna sem hefur kjark og þor til að taka til í þessum málaflokki af alvöru. Ekki með fleiri ráðstefnum, heldur með alvöru verkfærum. Því þegar smiðurinn horfir bara á sjálfan sig í speglinum, í stað þess að horfa á teikningarnar, þá er ekki von á neinu öðru en brunarústum. Og það eru börnin sem búa í þeim. Höfundur er áhugamaður um betra samfélag og Miðflokksmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Bergmann Mest lesið Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Múslimar Evrópu einangraðir Fastir pennar Tímamót Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Óbótamenn að verki Fastir pennar Lúxusverkir Lára G. Sigurðardóttir Bakþankar Ekki hjálpa Stasí Snærós Sindradóttir Bakþankar Lærum af reynslunni Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Róttæk hugsun Fastir pennar Skoðun Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson skrifar Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Sjá meira
Maður hefur svo sem fylgst með þessari útsölu úr hæfilegri fjarlægð. Ríkislögreglustjóri. Ríkisendurskoðun. Þessar meintu „grunnstoðir“ samfélagsins hafa verið á hraðari gengisfellingu en íslenska krónan árið 2008 og það vill mikið til. Virðingin fyrir þessum embættum, sem almenningur á að geta treyst, er orðin að eins konar þjóðsögu sem eldra fólk segir barnabörnunum frá á meðan það hristir hausinn yfir kaffibollanum. Reyndar, í einum stórbrotnum kafla þessa farsa, sáum við dómsmálaráðherra „taka í taumana“ varðandi Ríkislögreglustjóra. Og hver var lausnin sem ráðherrann greip fegins hendi? Jú, hún kom frá sökudólginum sjálfum. Það er eins og að láta refinn hanna nýja öryggisgirðingu fyrir hænsnakofann eftir að hafa étið allar hæsnurnar. Það má vissulega deila um hvort þessi endalok séu „réttlát“, en það er varla hægt að deila um að þau séu bráðfyndin á kolsvartan hátt. En þótt það sé vissulega ágætis dægradvöl að horfa á þessa risa hiksta og riða til falls þá er það í raun bara forréttur. Það er bara upphitun. Aðalrétturinn á þessu hörmungarhlöðuborði er allt annar. Það er önnur ríkisstofnun sem hefur náð þeim stórbrotna áfanga að vera ekki bara „gjaldfelld“ heldur gjörsamlega gjaldþrota á öllum mælikvörðum trúverðugleika. Og það, kæru vinir, er Barna- og fjölskyldustofa (BFS) og sá dýrðlegi klasi „meðferðarheimila“ sem undir hana heyrir. Þar á bæ virðist ráðherrann standa ráðþrota á gólfinu, fullkomlega óviss um hvort hann eigi að stíga í vinstri fótinn fyrst eða þann hægri. Á meðan hirðin sem situr næst fjárveitingavaldinu ræður ekki bara ekki við verkefnið – hún hefur algjörlega brugðist því á svo stórfenglegan hátt að það er næstum aðdáunarvert. Við skulum leika okkur aðeins með samlíkingu. Ef við myndum ímynda okkur að S&P Global Ratings, þessir jakkafataklæddu dómarar alls sem er fjárhagslega heilt, myndu gera lánshæfismat á trausti BOFS og undirstofnana hennar – þá væri „ruslflokkur“ hreinasta fagnaðarefni. Þeir myndu þurfa að búa til nýjan, sérstakan flokk neðan við allt, eitthvað á pari við „Eitruð Afleiðuskuld Barnsins (EAB)“ eða „AAA – Ábyrgðarlaust afskiptaleysiskerfi“, svo vægt sé til orða tekið. Og hvernig vitum við þetta? Jú, þegar kerfið er orðið svo afkáralega ónýtt að örvæntingarfullt fólk kýs frekar að borga flugfargjöld, gjaldeyri og himinháar meðferðir hinum megin á hnettinum... bara til að forðast „ókeypis“ lausnina heima fyrir. Þá ertu ekki lengur þjónustuaðili. Þá ertu orðinn ástæðan fyrir neyðarfluginu. Það er nokkuð skýr vísbending um kerfishrun þegar kúnninn er tilbúinn að borga fyrir millilandaflug til að sleppa við þig. En hefur þetta sínar skýringar? Er þetta bara óheppni? Ó, aldeilis ekki. Skýringin er nefnilega jafn einföld og hún er grótesk. Smiður byggir ekki hús án verkfæra. Það er alkunna. En það sem er óendanlega verra er smiður sem gengur að tómri verkfæratöskunni og finnur þar ekkert nema handhægan spegil. Það er nefnilega nákvæmlega það sem hefur gerst. Á einhverjum tímapunkti breyttist meðferðarstarf úr því að vera viðleitni til að byggja upp varnarlaus börn, yfir í að vera vettvangur fyrir sjálfsskoðun, framapot og egó-nudd starfsfólksins. Þegar meðferðarstarf fer að snúast um „Egó“ einstakra manna – hver stjórnar, hver fær að ráða, hver er mikilvægastur – en ekki um börnin, þá höfum við ekki bara misst sjónar á verkefninu. Fáránleikinn nær svo nýjum hæðum. Það hlýtur að teljast með hreinum ólíkindum að eina meðferðarheimilið á Íslandi sem var sérhannað og byggt til að hýsa þessi börn var skellt í lás. Af hverju? Jú, væntanlega vegna þess að eitthvert diplómaprik, nýkomið af alþjóðlegri ráðstefnu með glænýja hugmyndafræði í farteskinu, vaknaði illa einn morguninn og ákvað að nú skyldi allt tekið í gegn. Þetta eina „geðþótta-memo“ hratt af stað dómínókunnum áhrifum. Af hverju að hafa eitthvað opið þegar við getum lokað öllu? Þetta er þessi málaflokkur í hnotskurn: Stjórnað af hvatvísi og innblæstri frá Powerpoint-kynningum. Mæðurnar sem flúðu til Suður-Afríku töluðu um aga og umgjörð. Viti menn, við höfðum það hérna áður fyrr. Þá voru verkfæri í töskunni. Kerfið var kannski ekki fullkomið, en það virkaði að stórum hluta. Þá var fólk heldur ekki gróðursett fyrir framan tölvuskjái að velta fyrir sér í hvaða leturgerð skýrslan til ráðuneytisins ætti að vera. Þá fór vinnan fram á gólfinu, með ráðgjöfum sem voru ekki bara búnir að lesa einhverjar kenningar í háskólabók, heldur voru búnir að vera „báðum megin við borðið“ og þekktu þennan heim af eigin raun. Meðferð er ekki átaksverkefni sem maður klárar. Það er viðfangsefni. En eitt breytist ekki: það þarf aga. Og til að hafa aga þarf verkfæri. Þá erum við búin að kveikja í húsinu sem við áttum að byggja á meðan við stöndum hjá og dáumst að því hvað við erum klár að halda á slökkvitækinu – sem er í ofanálag tómt. Ég er þeirra skoðunar að það sem ríkislögreglustjóri gerði séu algjörir smámunir, nánast saklaus prakkarastrik, miðað við þann kerfisbundna skaða sem fólkið næst fjárveitingavaldinu í þessum geira hefur valdið. Það fólk á að sæta nákvæmlega sömu ábyrgð og ríkislögreglustjóri. Og ef ráðherrann getur ekki axlað ábyrgð á þessu klúðri, þá á hann að segja af sér. Það á að koma manni eða konu í brúna sem hefur kjark og þor til að taka til í þessum málaflokki af alvöru. Ekki með fleiri ráðstefnum, heldur með alvöru verkfærum. Því þegar smiðurinn horfir bara á sjálfan sig í speglinum, í stað þess að horfa á teikningarnar, þá er ekki von á neinu öðru en brunarústum. Og það eru börnin sem búa í þeim. Höfundur er áhugamaður um betra samfélag og Miðflokksmaður.
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar