Davíð Bergmann

Fréttamynd

Eignar­halds­félag Ingu og hirðin hennar

Ég er ekki hissa á að stjórnarmyndunarviðræðurnar hafi tekið svona stuttan tíma, eins og raun bar vitni fyrir Ingu og hirðina hennar því hún seldi hugsjónina og stefnuna á útsölu bara til þess eins að komast til valda.

Skoðun
Fréttamynd

Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir út­sendara skipu­lagðra glæpa­sam­taka hér á landi?

Það var frétt á Dv.is sem ég las föstudaginn 29.11.2024 með fyrirsögninni: Mohamed og Sunneva hljóta þunga dóma fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot – bræður undir lögaldri sóttu pakkann. Í dómnum kom fram að Mohamed var í september 2019 dæmdur í áfrýjunarrétti Vestur-Svíþjóðar í átján mánaða fangelsi fyrir eiturlyfjasmygl og jafnframt vísað frá Svíþjóð og bönnuð endurkoma fyrir 7. október 2024.

Skoðun
Fréttamynd

„Ekki í mínum bak­garði, TAKK!“

Tímum við ekki að þjónusta börn í alvarlegum vanda? En við komum ríkisbanka fyrir í Stuðlabergshöll? Ég hlýt að draga þessa ályktun því það hefur ekki vantað upp á íburðinn þegar við komum ríkisbanka fyrir inni í Stuðlabergshöll á dýrasta fasteignareit landsins á sama tíma og tækni- og sjálfvirknivæðing eykst í bankageiranum.

Skoðun
Fréttamynd

Fólk er ekki fífl, Fram­sókn!

Þessi fyrirsögn gæti átt við svo margt og málaflokka og það er nóg fóður af taka eins og hvernig komið er fyrir í öldrunarmálum hér á landi. Ég er ekki alveg ókunnugur þeim málaflokki þar sem ég missti föður minn á árinu og núna er móðir mín, áttatíu og þriggja ára, að fara reglulega vegna heilsubrests á spítala, hún er ein af þessum 100 sem eru fyrir í kerfinu og tekur pláss!

Skoðun
Fréttamynd

Af hverju Mið­flokkurinn?

Loksins varð til vettvangur fyrir fólk eins og mig sem hefur staðið uppi á coke-kassa og gargað upp í tómt hjómið: „Keisarinn er í engum fötum“.

Skoðun
Fréttamynd

Sam­fé­lags­lög­regla á „sterum“

Nú þegar allt er að róast og við erum að ná aftur áttum eftir hryllilega atburði sem hafa verið að herja á okkar litla samfélag finnst mér tímabært að minnast aðferða sem ég tel að myndu koma að gagni í vinnu í tengslum við unga afbrotamenn til betrunar hér á landi.

Skoðun
Fréttamynd

Það er verið að hafa okkur að fíflum.

Íslensk pólitík er eins og leikrit fáránleikans. Vinstri grænir ætla að greiða um það hvort það eigi að fara í stjórnarslit. Dómsmálaráðherra brýtur lög vísvitandi í þeirri von að halda Vinstri grænum góðum og til að halda stjórnarsamstarfinu saman.

Skoðun
Fréttamynd

Risið er flott en kjallarinn molnar

Það verður að segjast eins og er að það var að mörgu leyti grátlegt að hlusta á stjórnmálaflokkana tala eftir stefnuræðu forsætisráðherra og ráðherrann sjálfan við setningu þingsins um ofbeldi ungmenna. Ég vona að fólk misskilji mig ekki, þetta var hryllilegur harmleikur sem gerðist á Menningarnótt, það eru allir sammála um og ég ætla að votta fjölskyldum bæði þolanda og geranda mína samúð.

Skoðun
Fréttamynd

Þjóðar­á­tak, hvað svo?

Það hafa verið nokkur þjóðarátök sem við höfum farið í við Íslendingar í gegnum tíðina eins og að vinna gegn áfengisdrykkju ungmenna og Vímulaust Ísland árið 2000, bara svo ég nefni tvennt af fjölmörgu. Nú ætlum við í enn eitt þjóðarátakið en það er gegn hnífaburði ungmenna. Ég hef í sjálfu sér ekkert á móti þjóðarátökum hins vegar. 

Skoðun
Fréttamynd

Það getur verið dauðans al­vara og hafa lé­legan les­skilning. Ætli þeir séu margir sem hafa verið rændir æskunni út af því?

Kveikjan að þessum skrifum varð til í kringum andlát föður míns. Þá komst ég að þeirri niðurstöðu að ég ætla ekki að draga þetta með mér fram á grafarbakka, eins og pabbi gamli gerði. Hann átti enga sök á þessu en samt sem áðurvar hann með nagandi samviskubit allt sitt líf að hafa ekki getað gert meira.

Skoðun
Fréttamynd

Fyllist mælirinn, þegar það verða tveir stungnir og báðir dauðir, áður en við förum að gera eitt­hvað viti í þessum mála­flokki?

Ég hef í alvörunni verið að velta þessu fyrir mér að undanförnu. Eftir að ég las greinina um ungu mennina í World Class á dögunum sem voru að gera allt vitlaust þar. Þar sem var grunur um hnífaburð og þessir sömu aðilar hafa komið ítrekað við sögu vegna hnífa og skotvopnaburðar hjá lögreglu að undanförnu.

Skoðun
  • «
  • 1
  • 2