Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. nóvember 2025 13:29 Ragnar Þór Ingólfsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, segir samstarfið við hina stjórnarflokkana tvo ganga vel og að traust ríki þeirra á milli. Það sé ekki rétt að Flokkur fólksins hafi borið skarðan hlut frá borði í stjórnarmyndunarviðræðum líkt og oft hefur verið sagt í opinberri umræðu. Vísir/Vilhelm Allar líkur eru á því að Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks verði lögfestur á Alþingi í dag. Aðstoðarmaður barnamálaráðherra og fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar lagði málið fyrst fram árið 2019 en hann segir að dagurinn sé stór í mannréttindasögu Íslands. Allar líkur eru á því að samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks verði lögfestur á Alþingi í dag. Aðstoðarmaður barnamálaráðherra og fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar lagði málið fyrst fram árið 2019 en hann segir að dagurinn sé stór í mannréttindasögu Íslands. Samningurinn felur í sér bann við hvers kyns mismunun á grundvelli fötlunar og að fötluðu fólki sé tryggð jöfn réttarvernd gegn mismunun. Málið á sér þó langan aðdraganda en Ágúst Ólafur Ágústsson, aðstoðamaður barnamálaráðherra, lagði fram þingsályktunartillögu um málið þegar hann var þingmaður Samfylkingarinnar árið 2019 en segir að 12. nóvember verði stór dagur í mannréttindasögu Íslands.„Með lögfestingunni verður hægt að beita þessum samningi og þeim réttindum sem honum fylgja samkvæmt landsrétti en ekki bara samkvæmt þjóðarrétti þannig að nú verður alþjóðasamningurinn jafn rétthár öðrum lögum í landinu. Það má ekki brjóta hann frekar en umferðarlögin í landinu,“ sagði Ágúst Ólafur sem var að vonum ánægður með daginn. Fulltrúar Öryrkjabandalagsins ætla að fjölmenna á þingpallana við þetta tækifæri. Flokkur fólksins er auk þess með mörg önnur stór mál á dagskrá í dag. Ragnar Þór Ingólfsson er þingflokksformaður Flokks fólksins.„Það má segja að þetta sé svolítið dagurinn okkar að afgreiða loksins samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, þetta er náttúrulega risastórt mál og mikið réttlætismál og eitt af stóru málunum hjá Flokki fólksins. Síðan með dýrahaldið þá er verið að auka réttindi þeirra sem eru með gæludýr, þetta er gríðarlega mikilvægt réttlætis- og mannréttindamál.“ Þá er á dagskrá fyrsta umræða um mál Ingu Sæland um sérstaka desembereingreiðslu til handa örorku- og ellilífeyrisþegum. Í opinberri umræðu hefur mikið verið talað um að Flokkur fólksins hafi borið skarðan hlut frá borði í stjórnarsáttmálanum. „Samstarfið við stjórnarflokkana hefur gengið ákaflega vel og það er mikið traust á milli aðila og þessi umræða um að Flokkur fólks hafi borið skarðan hlut frá borði er orðum aukin og jaðrar við áróður gegn okkur vegna þess að við höfum náð fram fjöldanum öllum af góðum málum sem snúa að bæði húsnæðismálunum, mikilvægum áföngum þar, við erum að fara í uppbyggingu í Úlfarsárdal sem var eitt af stóru málunum, við erum að efla hlutdeildarlánakerfið og uppbyggingu hjúkrunarheimila sem er eitt af risastóru málunum.“ Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Tengdar fréttir Setja á fót mannréttindastofnun eftir ítrekuð tilmæli Frumvarp um að koma á fót Mannréttindastofnun Íslands er komið í samráðsgátt stjórnvalda. Ísland hefur ítrekað fengið tilmæli og athugasemdir frá alþjóðlegum eftirlitsaðilum um að koma slíkri stofnun á fót. 12. júní 2023 18:44 Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þingmenn stjórnarandstöðunnar létu í ljós óánægju sína með vinnubrögð stjórnarliða í velferðarnefnd á Alþingi í dag. Frumvarp um lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks var afgreitt út úr velferðarnefnd í morgun, án þess að stjórnarandstöðuflokkarnir gætu komið sínum sjónarmiðum á framfæri. 10. nóvember 2025 20:27 Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Þingmenn stjórnarandstöðunnar kvörtuðu í dag undir dagskrárliðnum fundarstjórn forseta undan því að nefndarstarf gangi illa í sumum nefndum, sérstaklega í velferðarnefnd. Formaður nefndarinnar er Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir sem er þingkona Flokks fólksins. 13. maí 2025 14:37 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Innlent Fleiri fréttir Reiknað með fjölmenni á jólamarkað á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Sjá meira
Allar líkur eru á því að samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks verði lögfestur á Alþingi í dag. Aðstoðarmaður barnamálaráðherra og fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar lagði málið fyrst fram árið 2019 en hann segir að dagurinn sé stór í mannréttindasögu Íslands. Samningurinn felur í sér bann við hvers kyns mismunun á grundvelli fötlunar og að fötluðu fólki sé tryggð jöfn réttarvernd gegn mismunun. Málið á sér þó langan aðdraganda en Ágúst Ólafur Ágústsson, aðstoðamaður barnamálaráðherra, lagði fram þingsályktunartillögu um málið þegar hann var þingmaður Samfylkingarinnar árið 2019 en segir að 12. nóvember verði stór dagur í mannréttindasögu Íslands.„Með lögfestingunni verður hægt að beita þessum samningi og þeim réttindum sem honum fylgja samkvæmt landsrétti en ekki bara samkvæmt þjóðarrétti þannig að nú verður alþjóðasamningurinn jafn rétthár öðrum lögum í landinu. Það má ekki brjóta hann frekar en umferðarlögin í landinu,“ sagði Ágúst Ólafur sem var að vonum ánægður með daginn. Fulltrúar Öryrkjabandalagsins ætla að fjölmenna á þingpallana við þetta tækifæri. Flokkur fólksins er auk þess með mörg önnur stór mál á dagskrá í dag. Ragnar Þór Ingólfsson er þingflokksformaður Flokks fólksins.„Það má segja að þetta sé svolítið dagurinn okkar að afgreiða loksins samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, þetta er náttúrulega risastórt mál og mikið réttlætismál og eitt af stóru málunum hjá Flokki fólksins. Síðan með dýrahaldið þá er verið að auka réttindi þeirra sem eru með gæludýr, þetta er gríðarlega mikilvægt réttlætis- og mannréttindamál.“ Þá er á dagskrá fyrsta umræða um mál Ingu Sæland um sérstaka desembereingreiðslu til handa örorku- og ellilífeyrisþegum. Í opinberri umræðu hefur mikið verið talað um að Flokkur fólksins hafi borið skarðan hlut frá borði í stjórnarsáttmálanum. „Samstarfið við stjórnarflokkana hefur gengið ákaflega vel og það er mikið traust á milli aðila og þessi umræða um að Flokkur fólks hafi borið skarðan hlut frá borði er orðum aukin og jaðrar við áróður gegn okkur vegna þess að við höfum náð fram fjöldanum öllum af góðum málum sem snúa að bæði húsnæðismálunum, mikilvægum áföngum þar, við erum að fara í uppbyggingu í Úlfarsárdal sem var eitt af stóru málunum, við erum að efla hlutdeildarlánakerfið og uppbyggingu hjúkrunarheimila sem er eitt af risastóru málunum.“
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Tengdar fréttir Setja á fót mannréttindastofnun eftir ítrekuð tilmæli Frumvarp um að koma á fót Mannréttindastofnun Íslands er komið í samráðsgátt stjórnvalda. Ísland hefur ítrekað fengið tilmæli og athugasemdir frá alþjóðlegum eftirlitsaðilum um að koma slíkri stofnun á fót. 12. júní 2023 18:44 Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þingmenn stjórnarandstöðunnar létu í ljós óánægju sína með vinnubrögð stjórnarliða í velferðarnefnd á Alþingi í dag. Frumvarp um lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks var afgreitt út úr velferðarnefnd í morgun, án þess að stjórnarandstöðuflokkarnir gætu komið sínum sjónarmiðum á framfæri. 10. nóvember 2025 20:27 Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Þingmenn stjórnarandstöðunnar kvörtuðu í dag undir dagskrárliðnum fundarstjórn forseta undan því að nefndarstarf gangi illa í sumum nefndum, sérstaklega í velferðarnefnd. Formaður nefndarinnar er Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir sem er þingkona Flokks fólksins. 13. maí 2025 14:37 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Innlent Fleiri fréttir Reiknað með fjölmenni á jólamarkað á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Sjá meira
Setja á fót mannréttindastofnun eftir ítrekuð tilmæli Frumvarp um að koma á fót Mannréttindastofnun Íslands er komið í samráðsgátt stjórnvalda. Ísland hefur ítrekað fengið tilmæli og athugasemdir frá alþjóðlegum eftirlitsaðilum um að koma slíkri stofnun á fót. 12. júní 2023 18:44
Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þingmenn stjórnarandstöðunnar létu í ljós óánægju sína með vinnubrögð stjórnarliða í velferðarnefnd á Alþingi í dag. Frumvarp um lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks var afgreitt út úr velferðarnefnd í morgun, án þess að stjórnarandstöðuflokkarnir gætu komið sínum sjónarmiðum á framfæri. 10. nóvember 2025 20:27
Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Þingmenn stjórnarandstöðunnar kvörtuðu í dag undir dagskrárliðnum fundarstjórn forseta undan því að nefndarstarf gangi illa í sumum nefndum, sérstaklega í velferðarnefnd. Formaður nefndarinnar er Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir sem er þingkona Flokks fólksins. 13. maí 2025 14:37