Körfubolti

Elvar með sau­tján stig gegn sínu gamla fé­lagi

Aron Guðmundsson skrifar
Elvar Már í leik með íslenska landsliðinu
Elvar Már í leik með íslenska landsliðinu Vísir/Hulda Margrét

Elvar Már Friðriksson var í eldlínunni með liði sínu Anwil Wloclawek og setti niður sautján stig í tapi gegn sínu gamla liði, PAOK í Evrópubikarnum í körfubolta í kvöld. 

Leiknum lauk með átta stiga sigri PAOK, 104-96 en spilað var á heimavelli liðsins í Grikklandi. 

Elvar Örn, sem var á sínum tíma á mála hjá PAOK, spilaði rúmar tuttugu og sjö mínútu í leiknum fyrir Anwil. 

Á þeim mínútum setti hann niður sautján stig, tók tvö fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. 

Sigurinn sér til þess að PAOK tyllir sér í 2.sæti F-riðils. Þar er liðið með níu stig eftir fimm leiki, tveimur stigum meira en Anwil sem er í þriðja sæti þegar ein umferð er eftir af riðlakeppninni. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×