Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson, Brynja Elísabeth Halldórsdóttir, Jón Ingvar Kjaran og Susan Elizabeth Gollifer skrifa 12. nóvember 2025 22:20 Nýlegar fullyrðingar sem komið hafa fram víða í fréttum um að erlendir nemar misnoti háskólakerfið geta grafið undan trúverðugleika og gæðum íslenskra háskóla. Enn fremur geta slíkar fullyrðingar, sem sérstaklega beinast að nemendum frá tilteknum löndum aukið á fordóma í garð ákveðinna hópa. Hér að neðan viljum við því draga fram nokkrar staðreyndir sem tengjast málinu til að andæfa þeim rangfærslum sem hafa verið settar fram og stuðla að mannúðlegri og málefnalegri umræðu um efnið. Frá árinu 2008 hefur Menntavísindasvið Háskóla Íslands boðið upp á nám í alþjóðlegum menntunarfræðum. Síðan þá hafa brautskráðst yfir 100 BA-nemar og meira en 50 MA-nemar frá meira en 50 löndum. Námsbrautinni var komið á fót til að bæta aðgang nemenda með innflytjendabakgrunn, einkum þeirra sem ekki höfðu enn náð traustum tökum á íslensku, að háskólanámi. Í upphafi voru færri en 20 nemendur, flestir með rætur á Íslandi, í náminu. Síðan þá hefur erlendum umsóknum fjölgað jafnt og þétt, meðal annars vegna alþjóðavæðingar háskólans, sem hefur verið mikilvægur liður í stefnu Háskóla Íslands. Þannig hefur Ísland orðið eftirsóttur áfangastaður fyrir alþjóðlega nemendur. Námið í alþjóðlegum menntunarfræðum er metnaðarfullt og hefur á sér gott orðspor. Áhersla er lögð á á samanburðar- og alþjóðlega menntunarfræði sem hvetur til gagnrýninnar umræðu um félagsleg og vistfræðileg viðfangsefni í samtímanum. Nám af þessu tagi er ekki í boði í heimalöndum marga nemenda og má geta þess að nám í alþjóðlegum menntunafræðum á BA stigi er kennt við örfáa háskóla á heimsvísu. Hér hefur því Háskóli Íslands ákveðna sérstöðu og getur í þeim efnum miðlað af reynslu sinni til annarra. Námið býður jafnframt upp á þvermenningarlegt nám en hæfni í að lesa í og skilja ólíka menningarheima telst til lykilhæfni á 21. öldinni. Þessir þættir hafa því laðað að nemendur hvaðanæva að úr heiminum. Öll námskeiðin eru kennd í staðnámi, og gera kröfu um skyldumætingu og virka þátttöku. Kennsluhættirnir byggja á samvinnu og samfélagslegum verkefnum sem krefjast þess að nemendur vinni saman og taki þátt allan veturinn. Mörg dæmi sýna að erlendir nemar koma til Íslands með mikla reynslu – bæði starfsreynslu auk þess sem margir hafa áður lokið háskólagráðu. Þeir leita náms sem dýpkar skilning þeirra og þekkingu út fyrir eigið samfélag. Sú reynsla sem við höfum af starfi með þessum nemendum gengur þvert á þær röngu fullyrðingar ráðamanna um að þeir komi hingað af öðrum ástæðum en til að stunda nám Til að hefja nám á Íslandi þurfa nemendur utan EES að fara í gegnum strangt inntökuferli sem byggir á einkunnum, fyrri námsreynslu og enskuprófi. Þetta ferli er bæði tímafrekt og kostnaðarsamt. Nemendur sem standast þær kröfur hafa sýnt að þeir hafa þau fræðilegu tök sem þarf til að uppfylla kröfur íslenskra háskóla – alveg á pari við innlenda nemendur. Fjölgun erlendra nema á þessu ári hefur leitt í ljós veikleika bæði í móttöku innflytjenda og í háskólakerfinu, sérstaklega þegar kemur að afgreiðslu umsókna og þjónustu við erlenda nemendur. En slík kerfisvandamál má ekki nota í pólitískum tilgangi þar sem rangar fullyrðingar eru settar fram þess efnis að erlendir nemendur sem hingað koma séu að misnota kerfið. Þvert á móti er ávinningurinn sem erlendir nemar færa íslensku samfélagi og háskólum óumdeildur. Þeir auðga námsumhverfið, stuðla að fjölbreytni og efla tengsl Íslands við umheiminn. Það er þessi þáttur sem ætti að vera í forgrunni en ekki rangar fullyrðingar í pólitískum tilgangi sem skaða orðspor íslensks háskólasamfélags. Höfundar eru prófessor og deildarforseti í deild menntunar og margbreytileika, lektor og formaður námsbrautar í alþjóðlegu námi í menntunarfræði, dósent og formaður námsbrautar í alþjóðlegu námi í menntunarfræði, og prófessor og formaður námsbrautar í alþjóðlegu námi í menntunarfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innflytjendamál Hagsmunir stúdenta Háskólar Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Sjá meira
Nýlegar fullyrðingar sem komið hafa fram víða í fréttum um að erlendir nemar misnoti háskólakerfið geta grafið undan trúverðugleika og gæðum íslenskra háskóla. Enn fremur geta slíkar fullyrðingar, sem sérstaklega beinast að nemendum frá tilteknum löndum aukið á fordóma í garð ákveðinna hópa. Hér að neðan viljum við því draga fram nokkrar staðreyndir sem tengjast málinu til að andæfa þeim rangfærslum sem hafa verið settar fram og stuðla að mannúðlegri og málefnalegri umræðu um efnið. Frá árinu 2008 hefur Menntavísindasvið Háskóla Íslands boðið upp á nám í alþjóðlegum menntunarfræðum. Síðan þá hafa brautskráðst yfir 100 BA-nemar og meira en 50 MA-nemar frá meira en 50 löndum. Námsbrautinni var komið á fót til að bæta aðgang nemenda með innflytjendabakgrunn, einkum þeirra sem ekki höfðu enn náð traustum tökum á íslensku, að háskólanámi. Í upphafi voru færri en 20 nemendur, flestir með rætur á Íslandi, í náminu. Síðan þá hefur erlendum umsóknum fjölgað jafnt og þétt, meðal annars vegna alþjóðavæðingar háskólans, sem hefur verið mikilvægur liður í stefnu Háskóla Íslands. Þannig hefur Ísland orðið eftirsóttur áfangastaður fyrir alþjóðlega nemendur. Námið í alþjóðlegum menntunarfræðum er metnaðarfullt og hefur á sér gott orðspor. Áhersla er lögð á á samanburðar- og alþjóðlega menntunarfræði sem hvetur til gagnrýninnar umræðu um félagsleg og vistfræðileg viðfangsefni í samtímanum. Nám af þessu tagi er ekki í boði í heimalöndum marga nemenda og má geta þess að nám í alþjóðlegum menntunafræðum á BA stigi er kennt við örfáa háskóla á heimsvísu. Hér hefur því Háskóli Íslands ákveðna sérstöðu og getur í þeim efnum miðlað af reynslu sinni til annarra. Námið býður jafnframt upp á þvermenningarlegt nám en hæfni í að lesa í og skilja ólíka menningarheima telst til lykilhæfni á 21. öldinni. Þessir þættir hafa því laðað að nemendur hvaðanæva að úr heiminum. Öll námskeiðin eru kennd í staðnámi, og gera kröfu um skyldumætingu og virka þátttöku. Kennsluhættirnir byggja á samvinnu og samfélagslegum verkefnum sem krefjast þess að nemendur vinni saman og taki þátt allan veturinn. Mörg dæmi sýna að erlendir nemar koma til Íslands með mikla reynslu – bæði starfsreynslu auk þess sem margir hafa áður lokið háskólagráðu. Þeir leita náms sem dýpkar skilning þeirra og þekkingu út fyrir eigið samfélag. Sú reynsla sem við höfum af starfi með þessum nemendum gengur þvert á þær röngu fullyrðingar ráðamanna um að þeir komi hingað af öðrum ástæðum en til að stunda nám Til að hefja nám á Íslandi þurfa nemendur utan EES að fara í gegnum strangt inntökuferli sem byggir á einkunnum, fyrri námsreynslu og enskuprófi. Þetta ferli er bæði tímafrekt og kostnaðarsamt. Nemendur sem standast þær kröfur hafa sýnt að þeir hafa þau fræðilegu tök sem þarf til að uppfylla kröfur íslenskra háskóla – alveg á pari við innlenda nemendur. Fjölgun erlendra nema á þessu ári hefur leitt í ljós veikleika bæði í móttöku innflytjenda og í háskólakerfinu, sérstaklega þegar kemur að afgreiðslu umsókna og þjónustu við erlenda nemendur. En slík kerfisvandamál má ekki nota í pólitískum tilgangi þar sem rangar fullyrðingar eru settar fram þess efnis að erlendir nemendur sem hingað koma séu að misnota kerfið. Þvert á móti er ávinningurinn sem erlendir nemar færa íslensku samfélagi og háskólum óumdeildur. Þeir auðga námsumhverfið, stuðla að fjölbreytni og efla tengsl Íslands við umheiminn. Það er þessi þáttur sem ætti að vera í forgrunni en ekki rangar fullyrðingar í pólitískum tilgangi sem skaða orðspor íslensks háskólasamfélags. Höfundar eru prófessor og deildarforseti í deild menntunar og margbreytileika, lektor og formaður námsbrautar í alþjóðlegu námi í menntunarfræði, dósent og formaður námsbrautar í alþjóðlegu námi í menntunarfræði, og prófessor og formaður námsbrautar í alþjóðlegu námi í menntunarfræði.
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar