Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Aron Guðmundsson skrifar 13. nóvember 2025 09:39 Heimir Hallgrímsson vonar að lærisveinar sínir hjá írska landsliðinu nái að stríða Ronaldo og Portúgal í undankeppni HM í kvöld Vísir/Samsett Portúgalska stórstjarnan Cristiano Ronaldo segir Heimi Hallgrímsson, landsliðsþjálfara Írlands, vera sniðugan sökum ummæla sem Eyjamaðurinn lét falla um Ronaldo eftir fyrri leik Írlands og Portúgals í undankeppni HM. Liðin mætast öðru sinni í kvöld. Leikur kvöldsins gæti ráðið því hvort HM draumur Íra lifi eða ekki. Portúgal situr á toppi riðilsins á meðan að Írar eru í þriðja sæti og í harðri baráttu við Ungverja um umspilssæti. Ungverjar mæta Armennum í sama riðli í dag og munu Írar þá sjá hversu mörg stig þeir þurfa að sækja fyrir sinn leik gegn Portúgal. Portúgal vann fyrri leikinn við Íra í Lissabon 1-0 og eftir þann leik sagði Heimir að Ronaldo hefði ekki aðeins stjórnað dómara leiksins, heldur líka öllu fólkinu í stúkunni sem hafi bara „stutt hans hegðun og dómarinn bara spilað með.“ Ummæli Heimis voru síðan borin undir Ronaldo. „Ég tel að hann sé með þessu bara að reyna að hafa áhrif á dómarann í komandi leik. Án efa. Hann er sniðugur maður,“ sagði Ronaldo sem telur sig þekkja sálfræðihernað þjálfara í aðdraganda leikja. „Ég hef verið lengi í fótbolta og tel mig þekkja það þegar þjálfari telur sig geta búið til pressu eða tekið pressu af leikmönnum sínum. Þetta er skiljanlegt í þeirra stöðu því ef þeir tapa gegn okkur eru þeir úr leik. Svo þeir reyna að hafa áhrif á það sem þeir geta fyrir leik.“ Ronaldo býst við erfiðum leik gegn Írum líkt og var raunin í fyrri leik liðanna í Lissabon þar sem lærisveinar Heimis voru þéttir til baka. „Þeir eiga möguleika. Eru með gott lið. En við erum undir þetta búnir. Ég tel að við munum eiga góðan leik og vinna.“ Leikur Írlands og Portúgals í undankeppni HM verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn Sport Viaplay klukkan korter í átta í kvöld. HM 2026 í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Fleiri fréttir Enn tapa Albert og félagar Nottingham Forest - Manchester City | Mæta City-menn þungir til leiks? Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Sjá meira
Leikur kvöldsins gæti ráðið því hvort HM draumur Íra lifi eða ekki. Portúgal situr á toppi riðilsins á meðan að Írar eru í þriðja sæti og í harðri baráttu við Ungverja um umspilssæti. Ungverjar mæta Armennum í sama riðli í dag og munu Írar þá sjá hversu mörg stig þeir þurfa að sækja fyrir sinn leik gegn Portúgal. Portúgal vann fyrri leikinn við Íra í Lissabon 1-0 og eftir þann leik sagði Heimir að Ronaldo hefði ekki aðeins stjórnað dómara leiksins, heldur líka öllu fólkinu í stúkunni sem hafi bara „stutt hans hegðun og dómarinn bara spilað með.“ Ummæli Heimis voru síðan borin undir Ronaldo. „Ég tel að hann sé með þessu bara að reyna að hafa áhrif á dómarann í komandi leik. Án efa. Hann er sniðugur maður,“ sagði Ronaldo sem telur sig þekkja sálfræðihernað þjálfara í aðdraganda leikja. „Ég hef verið lengi í fótbolta og tel mig þekkja það þegar þjálfari telur sig geta búið til pressu eða tekið pressu af leikmönnum sínum. Þetta er skiljanlegt í þeirra stöðu því ef þeir tapa gegn okkur eru þeir úr leik. Svo þeir reyna að hafa áhrif á það sem þeir geta fyrir leik.“ Ronaldo býst við erfiðum leik gegn Írum líkt og var raunin í fyrri leik liðanna í Lissabon þar sem lærisveinar Heimis voru þéttir til baka. „Þeir eiga möguleika. Eru með gott lið. En við erum undir þetta búnir. Ég tel að við munum eiga góðan leik og vinna.“ Leikur Írlands og Portúgals í undankeppni HM verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn Sport Viaplay klukkan korter í átta í kvöld.
HM 2026 í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Fleiri fréttir Enn tapa Albert og félagar Nottingham Forest - Manchester City | Mæta City-menn þungir til leiks? Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Sjá meira