Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Aron Guðmundsson skrifar 13. nóvember 2025 09:39 Heimir Hallgrímsson vonar að lærisveinar sínir hjá írska landsliðinu nái að stríða Ronaldo og Portúgal í undankeppni HM í kvöld Vísir/Samsett Portúgalska stórstjarnan Cristiano Ronaldo segir Heimi Hallgrímsson, landsliðsþjálfara Írlands, vera sniðugan sökum ummæla sem Eyjamaðurinn lét falla um Ronaldo eftir fyrri leik Írlands og Portúgals í undankeppni HM. Liðin mætast öðru sinni í kvöld. Leikur kvöldsins gæti ráðið því hvort HM draumur Íra lifi eða ekki. Portúgal situr á toppi riðilsins á meðan að Írar eru í þriðja sæti og í harðri baráttu við Ungverja um umspilssæti. Ungverjar mæta Armennum í sama riðli í dag og munu Írar þá sjá hversu mörg stig þeir þurfa að sækja fyrir sinn leik gegn Portúgal. Portúgal vann fyrri leikinn við Íra í Lissabon 1-0 og eftir þann leik sagði Heimir að Ronaldo hefði ekki aðeins stjórnað dómara leiksins, heldur líka öllu fólkinu í stúkunni sem hafi bara „stutt hans hegðun og dómarinn bara spilað með.“ Ummæli Heimis voru síðan borin undir Ronaldo. „Ég tel að hann sé með þessu bara að reyna að hafa áhrif á dómarann í komandi leik. Án efa. Hann er sniðugur maður,“ sagði Ronaldo sem telur sig þekkja sálfræðihernað þjálfara í aðdraganda leikja. „Ég hef verið lengi í fótbolta og tel mig þekkja það þegar þjálfari telur sig geta búið til pressu eða tekið pressu af leikmönnum sínum. Þetta er skiljanlegt í þeirra stöðu því ef þeir tapa gegn okkur eru þeir úr leik. Svo þeir reyna að hafa áhrif á það sem þeir geta fyrir leik.“ Ronaldo býst við erfiðum leik gegn Írum líkt og var raunin í fyrri leik liðanna í Lissabon þar sem lærisveinar Heimis voru þéttir til baka. „Þeir eiga möguleika. Eru með gott lið. En við erum undir þetta búnir. Ég tel að við munum eiga góðan leik og vinna.“ Leikur Írlands og Portúgals í undankeppni HM verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn Sport Viaplay klukkan korter í átta í kvöld. HM 2026 í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Fótbolti Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Handbolti Fleiri fréttir Emilía skoraði en brekkan var of brött Bournemouth - Chelsea | Gestirnir vilja svara fyrir sig Manchester City - Sunderland | Ferskir nýliðar á Etihad Hádramatík í lokin á Villa Park Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Þarf að borga sekt fyrir að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Yngir upp í allt of gamalli deild Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Sjá meira
Leikur kvöldsins gæti ráðið því hvort HM draumur Íra lifi eða ekki. Portúgal situr á toppi riðilsins á meðan að Írar eru í þriðja sæti og í harðri baráttu við Ungverja um umspilssæti. Ungverjar mæta Armennum í sama riðli í dag og munu Írar þá sjá hversu mörg stig þeir þurfa að sækja fyrir sinn leik gegn Portúgal. Portúgal vann fyrri leikinn við Íra í Lissabon 1-0 og eftir þann leik sagði Heimir að Ronaldo hefði ekki aðeins stjórnað dómara leiksins, heldur líka öllu fólkinu í stúkunni sem hafi bara „stutt hans hegðun og dómarinn bara spilað með.“ Ummæli Heimis voru síðan borin undir Ronaldo. „Ég tel að hann sé með þessu bara að reyna að hafa áhrif á dómarann í komandi leik. Án efa. Hann er sniðugur maður,“ sagði Ronaldo sem telur sig þekkja sálfræðihernað þjálfara í aðdraganda leikja. „Ég hef verið lengi í fótbolta og tel mig þekkja það þegar þjálfari telur sig geta búið til pressu eða tekið pressu af leikmönnum sínum. Þetta er skiljanlegt í þeirra stöðu því ef þeir tapa gegn okkur eru þeir úr leik. Svo þeir reyna að hafa áhrif á það sem þeir geta fyrir leik.“ Ronaldo býst við erfiðum leik gegn Írum líkt og var raunin í fyrri leik liðanna í Lissabon þar sem lærisveinar Heimis voru þéttir til baka. „Þeir eiga möguleika. Eru með gott lið. En við erum undir þetta búnir. Ég tel að við munum eiga góðan leik og vinna.“ Leikur Írlands og Portúgals í undankeppni HM verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn Sport Viaplay klukkan korter í átta í kvöld.
HM 2026 í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Fótbolti Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Handbolti Fleiri fréttir Emilía skoraði en brekkan var of brött Bournemouth - Chelsea | Gestirnir vilja svara fyrir sig Manchester City - Sunderland | Ferskir nýliðar á Etihad Hádramatík í lokin á Villa Park Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Þarf að borga sekt fyrir að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Yngir upp í allt of gamalli deild Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Sjá meira