Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar 13. nóvember 2025 13:03 Í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag státar bæjarstjóri Kópavogs sig af því að hafa lækkað skatta á Kópavogsbúa um samtals 3,7 milljarða á þessu kjörtímabili. Í tilkynningu bæjarins með fjárhagsáætlun næsta árs er fullyrt að rík áhersla sé lögð á að halda úti góðri velferðarþjónustu, enda sé Kópavogur barnvænt sveitarfélag og verkefnin taki mið af því. En skoðum aðeins stöðuna. Á þriðja hundrað eru nú á biðlistum eftir lögbundinni velferðarþjónustu í Kópavogi, þar af bíða rúmlega 100 börn og fjölskyldur þeirra eftir að fá stuðnings- og stoðþjónustu sem þegar hefur þó verið staðfest að þau eigi rétt á. Biðtími er allt að tvö ár. Þau sem eru metin í brýnustu þörfinni geta átt von á að þjónusta við þau hefjist á næsta ári en önnur munu bíða áfram um ófyrirséðan tíma. Heildarfjöldi þeirra tíma sem áætlað er að vanti upp á til þess að mæta biðlistum eftir lögbundinni velferðarþjónustu er um 2000, en „ríka áhersla“ meirihlutans á þennan málaflokk kemur fram í viðbótarfjármagni upp á 500 tíma. Það er því ljóst að biðin verður áfram löng fyrir marga. Á bið eftir hverju? Þegar ákvarða þarf hverjum á að veita þjónustu núna og hverjir skulu bíða fer fram forgangsröðun í fjóra flokka, þar sem meðal annars er tekið mið af félagslegum aðstæðum, tengslaneti og öðrum veittum stuðningi, jafnvel þó fyrir liggi að umsækjendur séu með langvarandi stuðningsþarfir. Barnvæna sveitarfélagið Kópavogur ætlar á næsta ári að tryggja þjónustu til allra þeirra sem nú bíða og falla undir mesta forganginn, flokka 1 og 2. Hvað hina varðar má velta fyrir sér hvort þeir geti raunverulega talist á biðlista. Eins og staðan er núna væri kannski réttast að segja að þeir séu á bið eftir að hagur þeirra versni, svo þeir fari upp um flokk í forgangsröðuninni og fái þjónustu. Það leikur enginn vafi á því að þetta andvaraleysi getur haft víðtækar afleiðingar til lengri tíma litið. Í nýlegri umfjöllun RÚV lýsir framkvæmdastjóri Umhyggju, félags langveikra barna, því að álagið á foreldra sé gríðarlegt, fólk sé að bugast yfir því að þurfa að standa í stappi við kerfið til að fá tilhlýðilega þjónustu. Sálfræðingur sem hefur rannsakað örmögnun foreldra langveikra barna segir þá oft enda utan vinnumarkaðar og verða jafnvel öryrkja, þeir séu líka í meiri hættu á að þróa með sér veikindi, allt frá vefjagigt til krabbameins. Það er mikið kostnaðarsamara til lengri tíma að veita ekki viðeigandi stuðning tímanlega. Þörf á viðhorfsbreytingu Við megum ekki setja kerfið þannig upp að aðstandendur þurfi fyrst að brenna út til að þjónusta fáist. Þó það megi vissulega segja að það sé skref í rétta átt að fjármagna hluta þeirra tíma sem þörf er á, og starfsfólk velferðarsviðs vinni af mikilli fagmennsku og útsjónarsemi, þá blasir við að þetta dugar ekki til. Það er þörf á viðhorfsbreytingu. Við myndum aldrei láta eitt einasta barn, hvað þá tugi barna, á skólaskyldualdri bíða heima mánuðum og árum saman eftir því að komast inn í grunnskóla, jafnvel þó þau byggju kannski svo vel að eiga foreldra sem gætu séð um að kenna þeim að einhverju leyti heima. Bæði menntun barna og velferðarþjónusta lögbundin hlutverk sveitarfélaga, en einhverra hluta vegna þykir meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknar réttlætanlegt að láta þessu viðkvæmu hópa bíða árum saman eftir þjónustu. Ég fagna því að Alþingi hafi í gær lögfest samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Ég bind vonir við að það leiði til þess að pólitísk forysta geti ekki lengur komið í veg fyrir að viðkvæmir hópar fái þá þjónustu sem þeir eiga rétt á. Höfundur er bæjarfulltrúi í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Kópavogur Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag státar bæjarstjóri Kópavogs sig af því að hafa lækkað skatta á Kópavogsbúa um samtals 3,7 milljarða á þessu kjörtímabili. Í tilkynningu bæjarins með fjárhagsáætlun næsta árs er fullyrt að rík áhersla sé lögð á að halda úti góðri velferðarþjónustu, enda sé Kópavogur barnvænt sveitarfélag og verkefnin taki mið af því. En skoðum aðeins stöðuna. Á þriðja hundrað eru nú á biðlistum eftir lögbundinni velferðarþjónustu í Kópavogi, þar af bíða rúmlega 100 börn og fjölskyldur þeirra eftir að fá stuðnings- og stoðþjónustu sem þegar hefur þó verið staðfest að þau eigi rétt á. Biðtími er allt að tvö ár. Þau sem eru metin í brýnustu þörfinni geta átt von á að þjónusta við þau hefjist á næsta ári en önnur munu bíða áfram um ófyrirséðan tíma. Heildarfjöldi þeirra tíma sem áætlað er að vanti upp á til þess að mæta biðlistum eftir lögbundinni velferðarþjónustu er um 2000, en „ríka áhersla“ meirihlutans á þennan málaflokk kemur fram í viðbótarfjármagni upp á 500 tíma. Það er því ljóst að biðin verður áfram löng fyrir marga. Á bið eftir hverju? Þegar ákvarða þarf hverjum á að veita þjónustu núna og hverjir skulu bíða fer fram forgangsröðun í fjóra flokka, þar sem meðal annars er tekið mið af félagslegum aðstæðum, tengslaneti og öðrum veittum stuðningi, jafnvel þó fyrir liggi að umsækjendur séu með langvarandi stuðningsþarfir. Barnvæna sveitarfélagið Kópavogur ætlar á næsta ári að tryggja þjónustu til allra þeirra sem nú bíða og falla undir mesta forganginn, flokka 1 og 2. Hvað hina varðar má velta fyrir sér hvort þeir geti raunverulega talist á biðlista. Eins og staðan er núna væri kannski réttast að segja að þeir séu á bið eftir að hagur þeirra versni, svo þeir fari upp um flokk í forgangsröðuninni og fái þjónustu. Það leikur enginn vafi á því að þetta andvaraleysi getur haft víðtækar afleiðingar til lengri tíma litið. Í nýlegri umfjöllun RÚV lýsir framkvæmdastjóri Umhyggju, félags langveikra barna, því að álagið á foreldra sé gríðarlegt, fólk sé að bugast yfir því að þurfa að standa í stappi við kerfið til að fá tilhlýðilega þjónustu. Sálfræðingur sem hefur rannsakað örmögnun foreldra langveikra barna segir þá oft enda utan vinnumarkaðar og verða jafnvel öryrkja, þeir séu líka í meiri hættu á að þróa með sér veikindi, allt frá vefjagigt til krabbameins. Það er mikið kostnaðarsamara til lengri tíma að veita ekki viðeigandi stuðning tímanlega. Þörf á viðhorfsbreytingu Við megum ekki setja kerfið þannig upp að aðstandendur þurfi fyrst að brenna út til að þjónusta fáist. Þó það megi vissulega segja að það sé skref í rétta átt að fjármagna hluta þeirra tíma sem þörf er á, og starfsfólk velferðarsviðs vinni af mikilli fagmennsku og útsjónarsemi, þá blasir við að þetta dugar ekki til. Það er þörf á viðhorfsbreytingu. Við myndum aldrei láta eitt einasta barn, hvað þá tugi barna, á skólaskyldualdri bíða heima mánuðum og árum saman eftir því að komast inn í grunnskóla, jafnvel þó þau byggju kannski svo vel að eiga foreldra sem gætu séð um að kenna þeim að einhverju leyti heima. Bæði menntun barna og velferðarþjónusta lögbundin hlutverk sveitarfélaga, en einhverra hluta vegna þykir meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknar réttlætanlegt að láta þessu viðkvæmu hópa bíða árum saman eftir þjónustu. Ég fagna því að Alþingi hafi í gær lögfest samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Ég bind vonir við að það leiði til þess að pólitísk forysta geti ekki lengur komið í veg fyrir að viðkvæmir hópar fái þá þjónustu sem þeir eiga rétt á. Höfundur er bæjarfulltrúi í Kópavogi.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun