Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar 14. nóvember 2025 07:46 Margir ráku upp stór augu þegar þeir lásu grein Bill Gates í tilefni af loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (COP30), sem nú fer fram í Brasilíu. Í greininni segir hann að dómsdagsspár um loftslagsmál séu rangar og að loftslagsaðgerðir taki of mikið pláss á kostnað brýnni vandamála – eins og fátækt, hungri og sjúkdómum. Gates nefnir dæmi um verkefni í þróunarríkjum á sviðum orkuöflunar og landbúnaðar sem fá ekki fjármögnun vegna loftslagssjónarmiða, með alvarlegum afleiðingum fyrir íbúa. Hann segir að þótt loftslagsbreytingar séu ennþá stórt vandamál þá horfi nú til betri vegar. Þannig hafi framtíðarspár um losun á heimsvísu lækkað um 40% á tíu árum vegna tækniframfara. Þetta eru sinnaskipti hjá Gates, sem hefur til þessa verið meðal þekktustu loftslagsaðgerðarsinna heims. Bók hans frá 2021 ber heitið „Hvernig skal forðast loftslagshamfarir“ og þar skrifaði hann að án nýsköpunar „getum við ekki haldið jörðinni byggilegri.“ Nú kveður við annan og mýkri tón, bæði hjá Gates og einnig meðal þjóða heims. Breyting hjá öllum nema Evrópu Tvö af hverjum þremur ríkjum heims hafa ekki uppfært loftslagsmarkmið sín fyrir COP30, þrátt fyrir að hafa skuldbundið sig til þess í Parísarsamkomulaginu fyrir tíu árum. Bandaríkin hafa sagt sig frá samkomulaginu og senda engan fulltrúa á ráðstefnuna. Hvorki Kína né Indland senda þjóðarleiðtoga sína. Og Kína, sem losar langmest í heiminum, hefur sett sér markmið sem taka helst mið af því að styðja við vöxt kínverska hagkerfisins. Sams konar breyting er að eiga sér stað á Íslandi. Íslenskir þátttakendur á COP30 eru nú 16 talsins, samanborið við 48 í fyrra og 84 árið þar á undan. Og aðgerðaráætlun síðustu ríkisstjórnar í loftslagsmálum, sem innihélt 150 aðgerðir sem hefðu haft mikinn kostnað í för með sér fyrir einstaklinga og atvinnulíf, hefur ekki litið aftur dagsins ljós. Evrópa er hins vegar á öðrum stað. Evrópusambandið (ESB) virðist áfram stefna á að ná markmiðum sínum um 55% samdrátt í losun fyrir 2030 og kolefnishlutleysi fyrir 2050. ESB framfylgir til þess yfirgripsmestu loftslagsaðgerðaáætlun heims, sem leggur margvíslegar byrðar á evrópsk fyrirtæki og einstaklinga. Þessi stefna er farin að standa lífskjörum í Evrópu fyrir þrifum. Í skýrslu Mario Draghi í fyrra var dregin upp mynd af álfu með of lágt fjárfestingarstig, hátt orkuverð og flókið regluverk miðað við Bandaríkin og Asíu. Lífskjör hafa víða staðið í stað, ungt fólk situr fast í foreldrahúsum vegna hás húsnæðisverðs og orkukostnaður í álfunni hækkar. Hallar á Ísland í loftslagsmálum Ísland hefur hingað til fylgt ESB í loftslagsmálum og sett sér sambærileg markmið. Þessi markmið voru sett þrátt fyrir að Ísland sé nú þegar eitt grænasta hagkerfi heims. Leiðandi staða Íslands þýðir að kostnaður við að draga úr útblæstri er meiri en annarra á sama tíma og svigrúm til þess er minna. Þessi stefna er nú byrjuð að hafa neikvæð áhrif á samkeppnishæfni Íslands. Meginorsökin er viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir, sem kallast ETS (e. Emissions Trading System). Í því kerfi þurfa íslensk flug- og skipafélög að greiða meira en erlendir keppinautar þegar kemur að farþega- og vöruflutningum yfir Atlantshafið. Sem dæmi má nefna að ef bandarískt flugfélag flýgur frá New York til Parísar þá greiðir það félag ekkert ETS-gjald. En ef flogið er sömu leið með íslensku flugfélagi í gegnum Keflavík þarf íslenska flugfélagið að greiða ETS-gjald fyrir fluglegginn á milli Íslands og Parísar. Hið sama á við um sjóflutninga. Íslensk skipafélög þurfa að greiða fullt ETS-gjald fyrir ferðir á milli Íslands og ESB-ríkja auk hálfs ETS-gjalds fyrir ferðir á milli Íslands og Bandaríkjanna. Á meðan greiða erlend skipafélög, sem sigla beint á milli ESB og Bandaríkjanna, einungis hálft ETS-gjald af allri siglingaleiðinni. Íslensk flugfélög og skipafélög þurfa því að greiða hærri loftslagstengda skatta en erlendir samkeppnisaðilar vegna þess að ekki er tekið tillit til sérstöðu landsins. Þá er ótalin tvöföld skattlagning vegna séríslensks kolefnisgjalds kemur til viðbótar við ETS-gjaldið. ETS-gjöld félaganna munu síðan tvö- til þrefaldast á næstu tveimur árum, þegar tímabundnir fríkvótar og undanþágur Íslands renna sitt skeið. Ísland á allt undir greiðum flutningum Framangreint þýðir að sífellt dýrara og erfiðara verður að flytja fólk og vörur til og frá landinu. Flugmiðaverð hækkar, áfangastöðum fækkar, tíðni fluga og siglinga minnkar, vöruverð hækkar og vöruúrval minnkar. Þetta eru alvarlegar afleiðingar fyrir fámenna þjóð sem reiðir sig meira en flestar aðrar á greið alþjóðleg viðskipti. Vinda þarf ofan af þeim skaða sem núverandi stefna í loftslagsmálum er þegar farin að valda hérlendis og mun að óbreyttu stóraukast á komandi árum. Það er brýnt verkefni íslenskra stjórnvalda að tryggja að við getum ferðast til og frá landinu og að vörur berist hingað og héðan með hagkvæmum hætti. Þetta er grundvallarmál fyrir bæði íslensk fyrirtæki og íbúa landsins. Bill Gates segir að of miklir fjármunir og orka hafi farið í að draga úr útblæstri til skamms tíma. Hann segir að lausnin við loftslagsvandanum liggi í fjárfestingu, nýsköpun og tækniframförum. Það sama á við á Íslandi. Íslensk flug- og skipafélög hafa þegar fjárfest fyrir háar upphæðir í nýjum vélum og búnaði sem dregur úr útblæstri. Styðjum við starfsemi þeirra með því að tryggja þeim hagfelld rekstrarskilyrði. Við eigum allt undir því. Höfundur er framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Brynjúlfur Björnsson Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Margir ráku upp stór augu þegar þeir lásu grein Bill Gates í tilefni af loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (COP30), sem nú fer fram í Brasilíu. Í greininni segir hann að dómsdagsspár um loftslagsmál séu rangar og að loftslagsaðgerðir taki of mikið pláss á kostnað brýnni vandamála – eins og fátækt, hungri og sjúkdómum. Gates nefnir dæmi um verkefni í þróunarríkjum á sviðum orkuöflunar og landbúnaðar sem fá ekki fjármögnun vegna loftslagssjónarmiða, með alvarlegum afleiðingum fyrir íbúa. Hann segir að þótt loftslagsbreytingar séu ennþá stórt vandamál þá horfi nú til betri vegar. Þannig hafi framtíðarspár um losun á heimsvísu lækkað um 40% á tíu árum vegna tækniframfara. Þetta eru sinnaskipti hjá Gates, sem hefur til þessa verið meðal þekktustu loftslagsaðgerðarsinna heims. Bók hans frá 2021 ber heitið „Hvernig skal forðast loftslagshamfarir“ og þar skrifaði hann að án nýsköpunar „getum við ekki haldið jörðinni byggilegri.“ Nú kveður við annan og mýkri tón, bæði hjá Gates og einnig meðal þjóða heims. Breyting hjá öllum nema Evrópu Tvö af hverjum þremur ríkjum heims hafa ekki uppfært loftslagsmarkmið sín fyrir COP30, þrátt fyrir að hafa skuldbundið sig til þess í Parísarsamkomulaginu fyrir tíu árum. Bandaríkin hafa sagt sig frá samkomulaginu og senda engan fulltrúa á ráðstefnuna. Hvorki Kína né Indland senda þjóðarleiðtoga sína. Og Kína, sem losar langmest í heiminum, hefur sett sér markmið sem taka helst mið af því að styðja við vöxt kínverska hagkerfisins. Sams konar breyting er að eiga sér stað á Íslandi. Íslenskir þátttakendur á COP30 eru nú 16 talsins, samanborið við 48 í fyrra og 84 árið þar á undan. Og aðgerðaráætlun síðustu ríkisstjórnar í loftslagsmálum, sem innihélt 150 aðgerðir sem hefðu haft mikinn kostnað í för með sér fyrir einstaklinga og atvinnulíf, hefur ekki litið aftur dagsins ljós. Evrópa er hins vegar á öðrum stað. Evrópusambandið (ESB) virðist áfram stefna á að ná markmiðum sínum um 55% samdrátt í losun fyrir 2030 og kolefnishlutleysi fyrir 2050. ESB framfylgir til þess yfirgripsmestu loftslagsaðgerðaáætlun heims, sem leggur margvíslegar byrðar á evrópsk fyrirtæki og einstaklinga. Þessi stefna er farin að standa lífskjörum í Evrópu fyrir þrifum. Í skýrslu Mario Draghi í fyrra var dregin upp mynd af álfu með of lágt fjárfestingarstig, hátt orkuverð og flókið regluverk miðað við Bandaríkin og Asíu. Lífskjör hafa víða staðið í stað, ungt fólk situr fast í foreldrahúsum vegna hás húsnæðisverðs og orkukostnaður í álfunni hækkar. Hallar á Ísland í loftslagsmálum Ísland hefur hingað til fylgt ESB í loftslagsmálum og sett sér sambærileg markmið. Þessi markmið voru sett þrátt fyrir að Ísland sé nú þegar eitt grænasta hagkerfi heims. Leiðandi staða Íslands þýðir að kostnaður við að draga úr útblæstri er meiri en annarra á sama tíma og svigrúm til þess er minna. Þessi stefna er nú byrjuð að hafa neikvæð áhrif á samkeppnishæfni Íslands. Meginorsökin er viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir, sem kallast ETS (e. Emissions Trading System). Í því kerfi þurfa íslensk flug- og skipafélög að greiða meira en erlendir keppinautar þegar kemur að farþega- og vöruflutningum yfir Atlantshafið. Sem dæmi má nefna að ef bandarískt flugfélag flýgur frá New York til Parísar þá greiðir það félag ekkert ETS-gjald. En ef flogið er sömu leið með íslensku flugfélagi í gegnum Keflavík þarf íslenska flugfélagið að greiða ETS-gjald fyrir fluglegginn á milli Íslands og Parísar. Hið sama á við um sjóflutninga. Íslensk skipafélög þurfa að greiða fullt ETS-gjald fyrir ferðir á milli Íslands og ESB-ríkja auk hálfs ETS-gjalds fyrir ferðir á milli Íslands og Bandaríkjanna. Á meðan greiða erlend skipafélög, sem sigla beint á milli ESB og Bandaríkjanna, einungis hálft ETS-gjald af allri siglingaleiðinni. Íslensk flugfélög og skipafélög þurfa því að greiða hærri loftslagstengda skatta en erlendir samkeppnisaðilar vegna þess að ekki er tekið tillit til sérstöðu landsins. Þá er ótalin tvöföld skattlagning vegna séríslensks kolefnisgjalds kemur til viðbótar við ETS-gjaldið. ETS-gjöld félaganna munu síðan tvö- til þrefaldast á næstu tveimur árum, þegar tímabundnir fríkvótar og undanþágur Íslands renna sitt skeið. Ísland á allt undir greiðum flutningum Framangreint þýðir að sífellt dýrara og erfiðara verður að flytja fólk og vörur til og frá landinu. Flugmiðaverð hækkar, áfangastöðum fækkar, tíðni fluga og siglinga minnkar, vöruverð hækkar og vöruúrval minnkar. Þetta eru alvarlegar afleiðingar fyrir fámenna þjóð sem reiðir sig meira en flestar aðrar á greið alþjóðleg viðskipti. Vinda þarf ofan af þeim skaða sem núverandi stefna í loftslagsmálum er þegar farin að valda hérlendis og mun að óbreyttu stóraukast á komandi árum. Það er brýnt verkefni íslenskra stjórnvalda að tryggja að við getum ferðast til og frá landinu og að vörur berist hingað og héðan með hagkvæmum hætti. Þetta er grundvallarmál fyrir bæði íslensk fyrirtæki og íbúa landsins. Bill Gates segir að of miklir fjármunir og orka hafi farið í að draga úr útblæstri til skamms tíma. Hann segir að lausnin við loftslagsvandanum liggi í fjárfestingu, nýsköpun og tækniframförum. Það sama á við á Íslandi. Íslensk flug- og skipafélög hafa þegar fjárfest fyrir háar upphæðir í nýjum vélum og búnaði sem dregur úr útblæstri. Styðjum við starfsemi þeirra með því að tryggja þeim hagfelld rekstrarskilyrði. Við eigum allt undir því. Höfundur er framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar