Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. nóvember 2025 10:02 Lærisveinar Heimis Hallgrímssonar náðu heldur betur að pirra Cristiano Ronaldo í gær. Getty/Charles McQuillan Cristiano Ronaldo er í verulegri hættu á að byrja heimsmeistaramótið 2026 í leikbanni eftir að hafa fengið rautt spjald í fyrsta sinn á landsliðsferlinum sínum þegar Portúgal tapaði í gær 2-0 fyrir Heimi Hallgrímssyni og lærisveinum hans í Írlandi. Ronaldo fékk reisupassann fyrir ofbeldisfulla hegðun á 61. mínútu eftir að hafa gefið írska varnarmanninum Dara O'Shea olnbogaskot fjarri boltanum. Eftir að hafa upphaflega gefið gult spjald var dómarinn sendur í skjáinn og breytti þá dómnum í beint rautt spjald. Fyrsta rauða í 226 leikjum Þetta var fyrsta rauða spjald Ronaldos fyrir Portúgal í hans 226. landsleik, sem er met í karlaknattspyrnu. Hann hefur verið rekinn af velli þrettán sinnum á ferli sínum með félagsliðum. Cristiano Ronaldo is at serious risk of being banned for at least the first game of the 2026 World Cup after being shown a red card for the first time in his record-setting international career. FIFA disciplinary rules require its judges to impose a ban of "at least two matches… pic.twitter.com/bpjpZJVSPj— ESPN FC (@ESPNFC) November 14, 2025 Ronaldo mun taka út eins leiks bann sem fylgir öllum rauðum spjöldum og missir því af lokaleiknum í riðlinum þegar Portúgal tekur á móti Armeníu á sunnudag. Sigur tryggir þeim sæti á heimsmeistaramótinu sem haldið verður í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó næsta sumar. Minnsta kosti tveggja leikja bann Aganefnd FIFA krefst þess að dómarar hennar dæmi „að minnsta kosti tveggja leikja bann fyrir alvarlegt brot“. Bannið ætti að vera að minnsta kosti þrír leikir fyrir ofbeldisfulla hegðun eða að minnsta kosti þrír leikir eða hæfilegur tími fyrir líkamsárás, þar með talið olnbogaskot samkvæmt fyrirmælum Alþjóðaknattspyrnusambandsins. Bann frá FIFA myndi gilda um keppnisleiki og væri ekki hægt að taka það út í æfingaleikjum fyrir mót. Varði Ronaldo eftir leik Roberto Martínez þjálfari Portúgals varði Ronaldo eftir leikinn. „Rauða spjaldið er bara fyrir fyrirliða sem hefur aldrei verið rekinn af velli áður í 226 leikjum – ég held að það eigi bara skilið hrós – og í dag fannst mér þetta svolítið harkalegt því honum er annt um liðið,“ sagði Martínez. „Hann var í 60 eða 58 mínútur í teignum, það var haldið í hann, togað í hann, ýtt við honum, og augljóslega þegar hann reyndi að losa sig við varnarmanninn,“ sagði Martínez. „Mér finnst atvikið líta verr út en það er í raun og veru, ég held að þetta sé ekki olnbogaskot, ég held að þetta sé allur líkaminn, en frá sjónarhorni myndavélarinnar lítur það út eins og olnbogaskot. En við sættum okkur við það,“ sagði Martínez sem skaut líka á Heimi okkar Hallgrímsson. Skaut á Heimi Hallgríms „Það eina sem skilur eftir beiskt bragð í munni mínum er að á blaðamannafundinum [á miðvikudag] var þjálfarinn ykkar að tala um að dómarar gætu orðið fyrir áhrifum, og svo fellur stór miðvörður á gólfið á svo dramatískan hátt þegar Cristiano snýr líkamanum,“ sagði Martínez. Ronaldo klappaði höndum saman og lyfti tveimur þumalfingrum upp í augljósri kaldhæðni á meðan írskir stuðningsmenn púuðu á hann og hæddu eftir brottvísunina á fimmtudag. Hann talaði ákveðið við Heimi Hallgrímsson á leið sinni af velli og þegar Heimir var spurður á eftir hvað hann hefði sagt, svaraði hann: „Hann hrósaði mér fyrir að setja pressu á dómarann.“ HM 2026 í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Sjá meira
Ronaldo fékk reisupassann fyrir ofbeldisfulla hegðun á 61. mínútu eftir að hafa gefið írska varnarmanninum Dara O'Shea olnbogaskot fjarri boltanum. Eftir að hafa upphaflega gefið gult spjald var dómarinn sendur í skjáinn og breytti þá dómnum í beint rautt spjald. Fyrsta rauða í 226 leikjum Þetta var fyrsta rauða spjald Ronaldos fyrir Portúgal í hans 226. landsleik, sem er met í karlaknattspyrnu. Hann hefur verið rekinn af velli þrettán sinnum á ferli sínum með félagsliðum. Cristiano Ronaldo is at serious risk of being banned for at least the first game of the 2026 World Cup after being shown a red card for the first time in his record-setting international career. FIFA disciplinary rules require its judges to impose a ban of "at least two matches… pic.twitter.com/bpjpZJVSPj— ESPN FC (@ESPNFC) November 14, 2025 Ronaldo mun taka út eins leiks bann sem fylgir öllum rauðum spjöldum og missir því af lokaleiknum í riðlinum þegar Portúgal tekur á móti Armeníu á sunnudag. Sigur tryggir þeim sæti á heimsmeistaramótinu sem haldið verður í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó næsta sumar. Minnsta kosti tveggja leikja bann Aganefnd FIFA krefst þess að dómarar hennar dæmi „að minnsta kosti tveggja leikja bann fyrir alvarlegt brot“. Bannið ætti að vera að minnsta kosti þrír leikir fyrir ofbeldisfulla hegðun eða að minnsta kosti þrír leikir eða hæfilegur tími fyrir líkamsárás, þar með talið olnbogaskot samkvæmt fyrirmælum Alþjóðaknattspyrnusambandsins. Bann frá FIFA myndi gilda um keppnisleiki og væri ekki hægt að taka það út í æfingaleikjum fyrir mót. Varði Ronaldo eftir leik Roberto Martínez þjálfari Portúgals varði Ronaldo eftir leikinn. „Rauða spjaldið er bara fyrir fyrirliða sem hefur aldrei verið rekinn af velli áður í 226 leikjum – ég held að það eigi bara skilið hrós – og í dag fannst mér þetta svolítið harkalegt því honum er annt um liðið,“ sagði Martínez. „Hann var í 60 eða 58 mínútur í teignum, það var haldið í hann, togað í hann, ýtt við honum, og augljóslega þegar hann reyndi að losa sig við varnarmanninn,“ sagði Martínez. „Mér finnst atvikið líta verr út en það er í raun og veru, ég held að þetta sé ekki olnbogaskot, ég held að þetta sé allur líkaminn, en frá sjónarhorni myndavélarinnar lítur það út eins og olnbogaskot. En við sættum okkur við það,“ sagði Martínez sem skaut líka á Heimi okkar Hallgrímsson. Skaut á Heimi Hallgríms „Það eina sem skilur eftir beiskt bragð í munni mínum er að á blaðamannafundinum [á miðvikudag] var þjálfarinn ykkar að tala um að dómarar gætu orðið fyrir áhrifum, og svo fellur stór miðvörður á gólfið á svo dramatískan hátt þegar Cristiano snýr líkamanum,“ sagði Martínez. Ronaldo klappaði höndum saman og lyfti tveimur þumalfingrum upp í augljósri kaldhæðni á meðan írskir stuðningsmenn púuðu á hann og hæddu eftir brottvísunina á fimmtudag. Hann talaði ákveðið við Heimi Hallgrímsson á leið sinni af velli og þegar Heimir var spurður á eftir hvað hann hefði sagt, svaraði hann: „Hann hrósaði mér fyrir að setja pressu á dómarann.“
HM 2026 í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Sjá meira