Æstur aðdáandi óð í Grande Magnús Jochum Pálsson skrifar 14. nóvember 2025 10:50 Ariana Grande og Cynthia Erivo heilsuðu aðdáendum í Singapúr. Flestir voru almennilegir en einn missti sig alveg. Getty Ástralskur aðdáandi óð upp að söng- og leikkonunni Ariönu Grande og tók utan um hana í Singapore í gær. Cynthia Erivo, mótleikkona Grande, kom henni til varnar og ýtti manninum frá áður en hann var fjarlægður af vettvangi. Maðurinn gerir markvisst út á það að ryðjast upp á svið til tónlistarmanna eða inn á íþróttaviðburði. Sérstök Asíu-Kyrrahafs-frumsýning var haldin fyrir söngleikjamyndinina Wicked: For Good, framhald Wicked (2024), í skemmtigarði Universal í Singapore í gær. Þegar aðalleikarar myndarinnar gengu eftir rauðum dreglinum, heilsuðu aðdáendum og sátu fyrir á ljósmyndum, stökk maður yfir grindverkið, hljóp í átt að Ariönu Grande, tók utan um hana og hoppaði upp og niður við hlið hennar. Grande sjálf fraus algjörlega en samstarfskona hennar, Cynthia Erivo, var fljót að bregðast við og ýtti honum í burtu. Maðurinn sem um ræðir er Ástralinn Johnson Wen sem kallar sig Pyjaman Man og hefur gert það að vana sínum að trufla hina ýmsu viðburði. Hann deildi sjálfur myndbandi af atvikinu í gær á samfélagsmiðlum. „Kæra Ariana Grande, takk fyrir að leyfa mér að hoppa á gula dregilinn með þér,“ skrifaði hann við myndbandið. Í öðrum myndböndum af vettvangi sést þegar öryggisgæsla staðarins handsamaði Wen og henti honum af viðburðinum. Hann sagðist sjálfur vera „frjáls“ úr haldi en ekki liggur fyrir hvort hann verði lögsóttur fyrir gjörninginn. Hvorki Grande né Erivo hafa tjáð sig um málið. View this post on Instagram A post shared by Pyjama Man (@pyjamamann) Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Wen gerir eitthvað svona lagað, hann hefur verið uppvís um sambærileg atvik gegnum tíðina og truflaði hann nýverið tónleika hjá bæði Katy Perry og Weeknd í Ástralíu. Þá hljóp hann inn á hlaupabrautina í úrslitum hundrað metra hlaups á Ólympíuleikunum í París í fyrra og úrlist heimsmeistarakeppninnar í krikketi árið 2023. Wicked: For Good verður frumsýnd hérlendis 20. nóvember næstkomandi. Hún segir seinni hluta sögunnar um Glindu og Elphöbu. Hollywood Bandaríkin Singapúr Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Sérstök Asíu-Kyrrahafs-frumsýning var haldin fyrir söngleikjamyndinina Wicked: For Good, framhald Wicked (2024), í skemmtigarði Universal í Singapore í gær. Þegar aðalleikarar myndarinnar gengu eftir rauðum dreglinum, heilsuðu aðdáendum og sátu fyrir á ljósmyndum, stökk maður yfir grindverkið, hljóp í átt að Ariönu Grande, tók utan um hana og hoppaði upp og niður við hlið hennar. Grande sjálf fraus algjörlega en samstarfskona hennar, Cynthia Erivo, var fljót að bregðast við og ýtti honum í burtu. Maðurinn sem um ræðir er Ástralinn Johnson Wen sem kallar sig Pyjaman Man og hefur gert það að vana sínum að trufla hina ýmsu viðburði. Hann deildi sjálfur myndbandi af atvikinu í gær á samfélagsmiðlum. „Kæra Ariana Grande, takk fyrir að leyfa mér að hoppa á gula dregilinn með þér,“ skrifaði hann við myndbandið. Í öðrum myndböndum af vettvangi sést þegar öryggisgæsla staðarins handsamaði Wen og henti honum af viðburðinum. Hann sagðist sjálfur vera „frjáls“ úr haldi en ekki liggur fyrir hvort hann verði lögsóttur fyrir gjörninginn. Hvorki Grande né Erivo hafa tjáð sig um málið. View this post on Instagram A post shared by Pyjama Man (@pyjamamann) Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Wen gerir eitthvað svona lagað, hann hefur verið uppvís um sambærileg atvik gegnum tíðina og truflaði hann nýverið tónleika hjá bæði Katy Perry og Weeknd í Ástralíu. Þá hljóp hann inn á hlaupabrautina í úrslitum hundrað metra hlaups á Ólympíuleikunum í París í fyrra og úrlist heimsmeistarakeppninnar í krikketi árið 2023. Wicked: For Good verður frumsýnd hérlendis 20. nóvember næstkomandi. Hún segir seinni hluta sögunnar um Glindu og Elphöbu.
Hollywood Bandaríkin Singapúr Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira