Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar 14. nóvember 2025 12:30 Flestir munu á einhverjum tímapunkti kynnast heilsufarsvanda sem hefur áhrif á daglegt líf, sumir tímabundið, aðrir til lengri tíma. Þetta getur verið í kjölfar slyss, veikinda, langvinnra verkja, þunglyndis, kvíða, kulnunar eða af öðrum toga. Hlutir sem áður voru sjálfsagðir verða skyndilega erfiðir: að hreyfa sig, vinna, sofa, einbeita sér eða sinna hlutverkum í fjölskyldu og samfélagi. Þegar heilsa brestur á þennan hátt er endurhæfing ekki lúxus heldur nauðsyn. En hún er líka flókið ferli. Það dugar sjaldan að styrkja aðeins líkamann eða einblína á eitt einkenni í einu. Líf og heilsa eru samofin og fela í sér líkamlega, andlega og félagslega þætti sem hafa gagnkvæm áhrif hver á annan. Endurhæfing þarf að endurspegla þetta. Einmitt þar kemur þverfagleg endurhæfing inn. En hvað er þverfagleg endurhæfing? Í endurhæfingu koma margir faghópar að máli sjúklings: læknar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar, sjúkraþjálfarar, iðjuþjálfar, sálfræðingar, félagsráðgjafar og fleiri eftir þörfum. Þverfaglegt teymi er ekki hópur sérfræðinga sem vinna hvert í sínu horni, heldur samstillt heild sem deilir upplýsingum, skipuleggur meðferð saman og setur sameiginleg markmið. Sjúklingurinn er í miðjunni. Ekki sem áhorfandi heldur sem virkur þátttakandi í teymi þar sem allir fagaðilar leggja sitt af mörkum til sameiginlegs árangurs. Aftur út í lífið Þverfagleg endurhæfing snýst um að ná aftur tökum á eigin lífi, læra að lifa með þeim breytingum sem veikindi eða áföll hafa í för með sér, byggja upp sjálfstraust og getu og finna leiðir til að takast á við langvarandi einkenni. Hún snýst líka um að tengjast á ný daglegu lífi, samfélaginu og þeim hlutverkum sem skipta máli í eigin tilveru. Þess vegna er nauðsynlegt að þeir sem vinna að endurhæfingu vinni saman. Að lausnir séu sameiginlegar, upplýsingar flæði á milli aðila og markmiðin séu skýr. Þá verður endurhæfingin markvissari, öruggari og mannlegri. Hvernig er þetta gert á Reykjalundi? Á Reykjalundi hefur þverfagleg nálgun verið grunnstoð starfseminnar í áratugi. Teymin starfa eftir skýrum meginreglum þar sem allir fagaðilar vinna að sameiginlegum markmiðum með skjólstæðingi. Reglulegir teymisfundir tryggja að allir séu á sömu blaðsíðu og upplýsingar berast með faglegum hætti á milli fagstétta í stað þess að daga uppi og nýtast ekki. Hver og einn ber jafnframt ábyrgð á heildinni sem styrkir teymið og tryggir samræmda og heildræna þjónustu. Athyglisvert í ljósi Heilbrigðisþingsins Nú stendur fyrir dyrum Heilbrigðisþing sem helgað er endurhæfingu og er það fagnaðarefni. Samt er umhugsunarvert að í tengslum við svona stóran viðburð gleymast gjarnan lykilfagstéttir sem bera uppi stóran hluta daglegrar endurhæfingar. Fagfólk sem vinnur með líðan, virkni, þátttöku og samskipti. Allt eru þetta þættir sem skipta sköpum í endurhæfingarferlinu og ráða oft úrslitum um raunverulegan árangur. Með þessum orðum er ekki verið að draga úr mikilvægi þeirra sem halda erindi, heldur undirstrika nauðsyn þess að hugsa endurhæfingu á breiðum og heildrænum vettvangi þar sem öll sérfræðiþekking fær að njóta sín. Höfundur er sálfræðingur á Reykjalundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Flestir munu á einhverjum tímapunkti kynnast heilsufarsvanda sem hefur áhrif á daglegt líf, sumir tímabundið, aðrir til lengri tíma. Þetta getur verið í kjölfar slyss, veikinda, langvinnra verkja, þunglyndis, kvíða, kulnunar eða af öðrum toga. Hlutir sem áður voru sjálfsagðir verða skyndilega erfiðir: að hreyfa sig, vinna, sofa, einbeita sér eða sinna hlutverkum í fjölskyldu og samfélagi. Þegar heilsa brestur á þennan hátt er endurhæfing ekki lúxus heldur nauðsyn. En hún er líka flókið ferli. Það dugar sjaldan að styrkja aðeins líkamann eða einblína á eitt einkenni í einu. Líf og heilsa eru samofin og fela í sér líkamlega, andlega og félagslega þætti sem hafa gagnkvæm áhrif hver á annan. Endurhæfing þarf að endurspegla þetta. Einmitt þar kemur þverfagleg endurhæfing inn. En hvað er þverfagleg endurhæfing? Í endurhæfingu koma margir faghópar að máli sjúklings: læknar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar, sjúkraþjálfarar, iðjuþjálfar, sálfræðingar, félagsráðgjafar og fleiri eftir þörfum. Þverfaglegt teymi er ekki hópur sérfræðinga sem vinna hvert í sínu horni, heldur samstillt heild sem deilir upplýsingum, skipuleggur meðferð saman og setur sameiginleg markmið. Sjúklingurinn er í miðjunni. Ekki sem áhorfandi heldur sem virkur þátttakandi í teymi þar sem allir fagaðilar leggja sitt af mörkum til sameiginlegs árangurs. Aftur út í lífið Þverfagleg endurhæfing snýst um að ná aftur tökum á eigin lífi, læra að lifa með þeim breytingum sem veikindi eða áföll hafa í för með sér, byggja upp sjálfstraust og getu og finna leiðir til að takast á við langvarandi einkenni. Hún snýst líka um að tengjast á ný daglegu lífi, samfélaginu og þeim hlutverkum sem skipta máli í eigin tilveru. Þess vegna er nauðsynlegt að þeir sem vinna að endurhæfingu vinni saman. Að lausnir séu sameiginlegar, upplýsingar flæði á milli aðila og markmiðin séu skýr. Þá verður endurhæfingin markvissari, öruggari og mannlegri. Hvernig er þetta gert á Reykjalundi? Á Reykjalundi hefur þverfagleg nálgun verið grunnstoð starfseminnar í áratugi. Teymin starfa eftir skýrum meginreglum þar sem allir fagaðilar vinna að sameiginlegum markmiðum með skjólstæðingi. Reglulegir teymisfundir tryggja að allir séu á sömu blaðsíðu og upplýsingar berast með faglegum hætti á milli fagstétta í stað þess að daga uppi og nýtast ekki. Hver og einn ber jafnframt ábyrgð á heildinni sem styrkir teymið og tryggir samræmda og heildræna þjónustu. Athyglisvert í ljósi Heilbrigðisþingsins Nú stendur fyrir dyrum Heilbrigðisþing sem helgað er endurhæfingu og er það fagnaðarefni. Samt er umhugsunarvert að í tengslum við svona stóran viðburð gleymast gjarnan lykilfagstéttir sem bera uppi stóran hluta daglegrar endurhæfingar. Fagfólk sem vinnur með líðan, virkni, þátttöku og samskipti. Allt eru þetta þættir sem skipta sköpum í endurhæfingarferlinu og ráða oft úrslitum um raunverulegan árangur. Með þessum orðum er ekki verið að draga úr mikilvægi þeirra sem halda erindi, heldur undirstrika nauðsyn þess að hugsa endurhæfingu á breiðum og heildrænum vettvangi þar sem öll sérfræðiþekking fær að njóta sín. Höfundur er sálfræðingur á Reykjalundi.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun