Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar 14. nóvember 2025 12:30 Flestir munu á einhverjum tímapunkti kynnast heilsufarsvanda sem hefur áhrif á daglegt líf, sumir tímabundið, aðrir til lengri tíma. Þetta getur verið í kjölfar slyss, veikinda, langvinnra verkja, þunglyndis, kvíða, kulnunar eða af öðrum toga. Hlutir sem áður voru sjálfsagðir verða skyndilega erfiðir: að hreyfa sig, vinna, sofa, einbeita sér eða sinna hlutverkum í fjölskyldu og samfélagi. Þegar heilsa brestur á þennan hátt er endurhæfing ekki lúxus heldur nauðsyn. En hún er líka flókið ferli. Það dugar sjaldan að styrkja aðeins líkamann eða einblína á eitt einkenni í einu. Líf og heilsa eru samofin og fela í sér líkamlega, andlega og félagslega þætti sem hafa gagnkvæm áhrif hver á annan. Endurhæfing þarf að endurspegla þetta. Einmitt þar kemur þverfagleg endurhæfing inn. En hvað er þverfagleg endurhæfing? Í endurhæfingu koma margir faghópar að máli sjúklings: læknar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar, sjúkraþjálfarar, iðjuþjálfar, sálfræðingar, félagsráðgjafar og fleiri eftir þörfum. Þverfaglegt teymi er ekki hópur sérfræðinga sem vinna hvert í sínu horni, heldur samstillt heild sem deilir upplýsingum, skipuleggur meðferð saman og setur sameiginleg markmið. Sjúklingurinn er í miðjunni. Ekki sem áhorfandi heldur sem virkur þátttakandi í teymi þar sem allir fagaðilar leggja sitt af mörkum til sameiginlegs árangurs. Aftur út í lífið Þverfagleg endurhæfing snýst um að ná aftur tökum á eigin lífi, læra að lifa með þeim breytingum sem veikindi eða áföll hafa í för með sér, byggja upp sjálfstraust og getu og finna leiðir til að takast á við langvarandi einkenni. Hún snýst líka um að tengjast á ný daglegu lífi, samfélaginu og þeim hlutverkum sem skipta máli í eigin tilveru. Þess vegna er nauðsynlegt að þeir sem vinna að endurhæfingu vinni saman. Að lausnir séu sameiginlegar, upplýsingar flæði á milli aðila og markmiðin séu skýr. Þá verður endurhæfingin markvissari, öruggari og mannlegri. Hvernig er þetta gert á Reykjalundi? Á Reykjalundi hefur þverfagleg nálgun verið grunnstoð starfseminnar í áratugi. Teymin starfa eftir skýrum meginreglum þar sem allir fagaðilar vinna að sameiginlegum markmiðum með skjólstæðingi. Reglulegir teymisfundir tryggja að allir séu á sömu blaðsíðu og upplýsingar berast með faglegum hætti á milli fagstétta í stað þess að daga uppi og nýtast ekki. Hver og einn ber jafnframt ábyrgð á heildinni sem styrkir teymið og tryggir samræmda og heildræna þjónustu. Athyglisvert í ljósi Heilbrigðisþingsins Nú stendur fyrir dyrum Heilbrigðisþing sem helgað er endurhæfingu og er það fagnaðarefni. Samt er umhugsunarvert að í tengslum við svona stóran viðburð gleymast gjarnan lykilfagstéttir sem bera uppi stóran hluta daglegrar endurhæfingar. Fagfólk sem vinnur með líðan, virkni, þátttöku og samskipti. Allt eru þetta þættir sem skipta sköpum í endurhæfingarferlinu og ráða oft úrslitum um raunverulegan árangur. Með þessum orðum er ekki verið að draga úr mikilvægi þeirra sem halda erindi, heldur undirstrika nauðsyn þess að hugsa endurhæfingu á breiðum og heildrænum vettvangi þar sem öll sérfræðiþekking fær að njóta sín. Höfundur er sálfræðingur á Reykjalundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Flestir munu á einhverjum tímapunkti kynnast heilsufarsvanda sem hefur áhrif á daglegt líf, sumir tímabundið, aðrir til lengri tíma. Þetta getur verið í kjölfar slyss, veikinda, langvinnra verkja, þunglyndis, kvíða, kulnunar eða af öðrum toga. Hlutir sem áður voru sjálfsagðir verða skyndilega erfiðir: að hreyfa sig, vinna, sofa, einbeita sér eða sinna hlutverkum í fjölskyldu og samfélagi. Þegar heilsa brestur á þennan hátt er endurhæfing ekki lúxus heldur nauðsyn. En hún er líka flókið ferli. Það dugar sjaldan að styrkja aðeins líkamann eða einblína á eitt einkenni í einu. Líf og heilsa eru samofin og fela í sér líkamlega, andlega og félagslega þætti sem hafa gagnkvæm áhrif hver á annan. Endurhæfing þarf að endurspegla þetta. Einmitt þar kemur þverfagleg endurhæfing inn. En hvað er þverfagleg endurhæfing? Í endurhæfingu koma margir faghópar að máli sjúklings: læknar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar, sjúkraþjálfarar, iðjuþjálfar, sálfræðingar, félagsráðgjafar og fleiri eftir þörfum. Þverfaglegt teymi er ekki hópur sérfræðinga sem vinna hvert í sínu horni, heldur samstillt heild sem deilir upplýsingum, skipuleggur meðferð saman og setur sameiginleg markmið. Sjúklingurinn er í miðjunni. Ekki sem áhorfandi heldur sem virkur þátttakandi í teymi þar sem allir fagaðilar leggja sitt af mörkum til sameiginlegs árangurs. Aftur út í lífið Þverfagleg endurhæfing snýst um að ná aftur tökum á eigin lífi, læra að lifa með þeim breytingum sem veikindi eða áföll hafa í för með sér, byggja upp sjálfstraust og getu og finna leiðir til að takast á við langvarandi einkenni. Hún snýst líka um að tengjast á ný daglegu lífi, samfélaginu og þeim hlutverkum sem skipta máli í eigin tilveru. Þess vegna er nauðsynlegt að þeir sem vinna að endurhæfingu vinni saman. Að lausnir séu sameiginlegar, upplýsingar flæði á milli aðila og markmiðin séu skýr. Þá verður endurhæfingin markvissari, öruggari og mannlegri. Hvernig er þetta gert á Reykjalundi? Á Reykjalundi hefur þverfagleg nálgun verið grunnstoð starfseminnar í áratugi. Teymin starfa eftir skýrum meginreglum þar sem allir fagaðilar vinna að sameiginlegum markmiðum með skjólstæðingi. Reglulegir teymisfundir tryggja að allir séu á sömu blaðsíðu og upplýsingar berast með faglegum hætti á milli fagstétta í stað þess að daga uppi og nýtast ekki. Hver og einn ber jafnframt ábyrgð á heildinni sem styrkir teymið og tryggir samræmda og heildræna þjónustu. Athyglisvert í ljósi Heilbrigðisþingsins Nú stendur fyrir dyrum Heilbrigðisþing sem helgað er endurhæfingu og er það fagnaðarefni. Samt er umhugsunarvert að í tengslum við svona stóran viðburð gleymast gjarnan lykilfagstéttir sem bera uppi stóran hluta daglegrar endurhæfingar. Fagfólk sem vinnur með líðan, virkni, þátttöku og samskipti. Allt eru þetta þættir sem skipta sköpum í endurhæfingarferlinu og ráða oft úrslitum um raunverulegan árangur. Með þessum orðum er ekki verið að draga úr mikilvægi þeirra sem halda erindi, heldur undirstrika nauðsyn þess að hugsa endurhæfingu á breiðum og heildrænum vettvangi þar sem öll sérfræðiþekking fær að njóta sín. Höfundur er sálfræðingur á Reykjalundi.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun