Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Sindri Sverrisson skrifar 15. nóvember 2025 09:34 Heimir Hallgrímsson sýndi snilli sína á fimmtudaginn þegar Írar unnu magnaðan sigur gegn Portúgölum. Getty/Stephen McCarthy Írska knattspyrnusambandið ætti að verðlauna Heimi Hallgrímsson með nýjum samningi því Íslendingurinn hefur staðið sig stórkostlega, segir írski sparkspekingurinn Pat Dolan í pistli í Irish Mirror. Líkt og fleiri hafa gert þá lofar Dolan Heimi í hástert í pistli sínum, eftir magnaða frammistöðu Írlands í 2-0 sigrinum á stjörnum prýddu liði Portúgals á fimmtudaginn. Óhætt er að segja að viðhorfið til Heimis hafi breyst hratt í haust, frá 2-1 tapinu gegn Armeníu í september, og Dolan segir að írska knattspyrnusambandið ætti raunar nú þegar að vera búið að bjóða honum nýjan samning. Nýr samningur hefði fært liðinu orku í Búdapest Núgildandi samningur Heimis, sem samkvæmt Dolan færir honum um það bil 7,3 milljónir króna í mánaðarlaun, rennur út ef Írar ná ekki að vinna Ungverja á morgun í lokaumferð undankeppni HM. Með sigri komast Írar í umspilið í mars sem Íslendingar eru einnig að reyna að komast í, og þá myndi samningur Heimis framlengjast fram yfir umspilið. „Í gær, þegar liðið var á leið upp í flugvél til Búdapest, hefði átt að fagna honum [Heimi] með nýjum samningi – það hefði verið orkusprauta fyrir hópinn. Í staðinn heldur óstjórnin áfram. Ef Írlandi tekst einhvern veginn að komast áfram verður okkur sagt að það hafi aldrei verið vafi um nýjan samning. En það var þannig. Og það er ósanngjarnt,“ skrifaði Dolan. Hann segir Heimi sérstaklega vinsælan hjá leikmönnum írska liðsins. „Talaðu við leikmennina og þeir munu segja þér hversu nákvæmlega hann undirbýr liðið. Sumir landsliðsþjálfarar kvarta yfir takmörkuðum tíma í landsliðsgluggum; Heimir nýtir hverja mínútu og setur saman skýrar, skynsamlegar áætlanir sem byggja á vinnusemi, skipulagi, samheldni og liðsvinnu. Kannski ekki yfirgengilegt, en grunnurinn að hverju farsælu liði,“ skrifaði Dolan og bætti við um leikinn á fimmtudaginn: Fórna sér því þeir elska Heimi „Hver einasti leikmaður Írlands fórnaði lífi og limum, ekki bara vegna þess að þeir elska landið sitt heldur líka stjórann.“ Enginn hafi haft trú á að Írland myndi vinna Portúgal, og hvað þá gera lítið úr Portúgölunum: „Portúgal er í fimmta sæti heimslistans. Heimir skilaði sínu. Hann var snjallari en Roberto Martinez, þjálfari Portúgals, á alla taktíska vegu. Martinez fær 4 milljónir evra á ári fyrir að stýra stórstjörnum. Heimir fær 600.000 evrur fyrir að stýra liði sem var í henglum fyrir 16 mánuðum,“ skrifaði Dolan. Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands HM 2026 í fótbolta Mest lesið Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Fótbolti Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Handbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Fleiri fréttir Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Emilía skoraði en brekkan var of brött Bournemouth - Chelsea | Gestirnir vilja svara fyrir sig Manchester City - Sunderland | Ferskir nýliðar á Etihad Hádramatík í lokin á Villa Park Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Þarf að borga sekt fyrir að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Yngir upp í allt of gamalli deild Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Sjá meira
Líkt og fleiri hafa gert þá lofar Dolan Heimi í hástert í pistli sínum, eftir magnaða frammistöðu Írlands í 2-0 sigrinum á stjörnum prýddu liði Portúgals á fimmtudaginn. Óhætt er að segja að viðhorfið til Heimis hafi breyst hratt í haust, frá 2-1 tapinu gegn Armeníu í september, og Dolan segir að írska knattspyrnusambandið ætti raunar nú þegar að vera búið að bjóða honum nýjan samning. Nýr samningur hefði fært liðinu orku í Búdapest Núgildandi samningur Heimis, sem samkvæmt Dolan færir honum um það bil 7,3 milljónir króna í mánaðarlaun, rennur út ef Írar ná ekki að vinna Ungverja á morgun í lokaumferð undankeppni HM. Með sigri komast Írar í umspilið í mars sem Íslendingar eru einnig að reyna að komast í, og þá myndi samningur Heimis framlengjast fram yfir umspilið. „Í gær, þegar liðið var á leið upp í flugvél til Búdapest, hefði átt að fagna honum [Heimi] með nýjum samningi – það hefði verið orkusprauta fyrir hópinn. Í staðinn heldur óstjórnin áfram. Ef Írlandi tekst einhvern veginn að komast áfram verður okkur sagt að það hafi aldrei verið vafi um nýjan samning. En það var þannig. Og það er ósanngjarnt,“ skrifaði Dolan. Hann segir Heimi sérstaklega vinsælan hjá leikmönnum írska liðsins. „Talaðu við leikmennina og þeir munu segja þér hversu nákvæmlega hann undirbýr liðið. Sumir landsliðsþjálfarar kvarta yfir takmörkuðum tíma í landsliðsgluggum; Heimir nýtir hverja mínútu og setur saman skýrar, skynsamlegar áætlanir sem byggja á vinnusemi, skipulagi, samheldni og liðsvinnu. Kannski ekki yfirgengilegt, en grunnurinn að hverju farsælu liði,“ skrifaði Dolan og bætti við um leikinn á fimmtudaginn: Fórna sér því þeir elska Heimi „Hver einasti leikmaður Írlands fórnaði lífi og limum, ekki bara vegna þess að þeir elska landið sitt heldur líka stjórann.“ Enginn hafi haft trú á að Írland myndi vinna Portúgal, og hvað þá gera lítið úr Portúgölunum: „Portúgal er í fimmta sæti heimslistans. Heimir skilaði sínu. Hann var snjallari en Roberto Martinez, þjálfari Portúgals, á alla taktíska vegu. Martinez fær 4 milljónir evra á ári fyrir að stýra stórstjörnum. Heimir fær 600.000 evrur fyrir að stýra liði sem var í henglum fyrir 16 mánuðum,“ skrifaði Dolan.
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands HM 2026 í fótbolta Mest lesið Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Fótbolti Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Handbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Fleiri fréttir Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Emilía skoraði en brekkan var of brött Bournemouth - Chelsea | Gestirnir vilja svara fyrir sig Manchester City - Sunderland | Ferskir nýliðar á Etihad Hádramatík í lokin á Villa Park Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Þarf að borga sekt fyrir að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Yngir upp í allt of gamalli deild Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Sjá meira