Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Sindri Sverrisson skrifar 16. nóvember 2025 09:33 Heimir Hallgrímsson léttur í bragði á blaðamannafundi fyrir leikinn mikilvæga við Ungverja. EPA/Robert Hegedus Hallgrímur Heimisson, sonur Heimis Hallgrímssonar landsliðsþjálfara Írlands, segir að írska knattspyrnusambandið hafi þegar í haust boðið Heimi nýjan samning. Hann fékk einnig að vita hvað fram fór á milli Heimis og Cristiano Ronaldo á fimmtudagskvöld. Hallgrímur ræddi um þetta í útvarpsþættinum Fótbolta.net á X-inu 977 í hádeginu í gær. Heimir tók við írska landsliðinu sumarið 2024 og gerði samning sem gildir út undankeppni HM. Samningurinn gæti því runnið út í dag ef Írlandi tekst ekki að fylgja eftir sigrinum frækna á Portúgal með því að vinna Ungverjaland í Búdapest. Eftir sigurinn gegn Portúgal hefur verið kallað eftir því að írska knattspyrnusambandið geri nýjan samning við Heimi, sem þá yrði treyst fyrir því stóra hlutverki að leiða Íra á EM á heimavelli 2028, og samkvæmt syni Heimis er klárlega áhugi á því hjá írska sambandinu. „Hann þarf að taka ákvörðun og sambandið líka. Þeir eru búnir að bjóða honum annan samning, og gerðu það fyrir einhverju síðan. En eftir þennan tapleik á móti Armeníu [í september], þegar það varð hiti, þá ákvað pabbi bara að bíða með þetta. Hann vill ekki vera einhvers staðar þar sem stuðningsmenn vilja ekki hafa hann,“ sagði Hallgrímur í útvarpsþættinum. Hann bætti við að það gæti breyst á einu augabragði í þessum bransa hvort menn væru álitnir svín eða kóngar, eins og hafi sýnt sig eftir sigurinn gegn Portúgal. Hallgrímur vonast til þess að Heimir verði áfram með Íra: „Þetta er frábær staður ef vel gengur, með alla stuðningsmennina með sér í liði.“ Fékk kaldhæðnislegt hrós frá Ronaldo Hallgrímur ræddi einnig stuttlega um samskipti Heimis og Ronaldo frá því á fimmtudaginn, eftir að hafa spurt pabba sinn út í þau, en Ronaldo óð beint til Heimis eftir rauða spjaldið sem hann fékk á fimmtudaginn – hans fyrsta á löngum landsliðsferli: „Hann [Ronaldo] var að hrósa honum [Heimi] fyrir ummælin fyrir leik, og sagði hann hefði unnið sálfræðistríðið. Eitthvað þvíumlíkt. Þetta var væntanlega sagt í einhverri kaldhæðni,“ sagði Hallgrímur léttur. Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands HM 2026 í fótbolta Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Fleiri fréttir Enn tapa Albert og félagar Nottingham Forest - Manchester City | Mæta City-menn þungir til leiks? Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Sjá meira
Hallgrímur ræddi um þetta í útvarpsþættinum Fótbolta.net á X-inu 977 í hádeginu í gær. Heimir tók við írska landsliðinu sumarið 2024 og gerði samning sem gildir út undankeppni HM. Samningurinn gæti því runnið út í dag ef Írlandi tekst ekki að fylgja eftir sigrinum frækna á Portúgal með því að vinna Ungverjaland í Búdapest. Eftir sigurinn gegn Portúgal hefur verið kallað eftir því að írska knattspyrnusambandið geri nýjan samning við Heimi, sem þá yrði treyst fyrir því stóra hlutverki að leiða Íra á EM á heimavelli 2028, og samkvæmt syni Heimis er klárlega áhugi á því hjá írska sambandinu. „Hann þarf að taka ákvörðun og sambandið líka. Þeir eru búnir að bjóða honum annan samning, og gerðu það fyrir einhverju síðan. En eftir þennan tapleik á móti Armeníu [í september], þegar það varð hiti, þá ákvað pabbi bara að bíða með þetta. Hann vill ekki vera einhvers staðar þar sem stuðningsmenn vilja ekki hafa hann,“ sagði Hallgrímur í útvarpsþættinum. Hann bætti við að það gæti breyst á einu augabragði í þessum bransa hvort menn væru álitnir svín eða kóngar, eins og hafi sýnt sig eftir sigurinn gegn Portúgal. Hallgrímur vonast til þess að Heimir verði áfram með Íra: „Þetta er frábær staður ef vel gengur, með alla stuðningsmennina með sér í liði.“ Fékk kaldhæðnislegt hrós frá Ronaldo Hallgrímur ræddi einnig stuttlega um samskipti Heimis og Ronaldo frá því á fimmtudaginn, eftir að hafa spurt pabba sinn út í þau, en Ronaldo óð beint til Heimis eftir rauða spjaldið sem hann fékk á fimmtudaginn – hans fyrsta á löngum landsliðsferli: „Hann [Ronaldo] var að hrósa honum [Heimi] fyrir ummælin fyrir leik, og sagði hann hefði unnið sálfræðistríðið. Eitthvað þvíumlíkt. Þetta var væntanlega sagt í einhverri kaldhæðni,“ sagði Hallgrímur léttur.
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands HM 2026 í fótbolta Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Fleiri fréttir Enn tapa Albert og félagar Nottingham Forest - Manchester City | Mæta City-menn þungir til leiks? Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Sjá meira