Fótbolti

Haf­rún Rakel hetja Bröndby

Sindri Sverrisson skrifar
Hafrún Rakel Halldórsdóttir fagnaði markinu vel í dag með liðsfélögum sínum.
Hafrún Rakel Halldórsdóttir fagnaði markinu vel í dag með liðsfélögum sínum. Instagram/@brondbywomen

Landsliðskonan Hafrún Rakel Halldórsdóttir reyndist hetja Bröndby í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag, þegar hún skoraði sigurmarkið gegn Kolding á útivelli.

Mark Hafrúnar var eina mark leiksins en hún skoraði það á 63. mínútu leiksins. Þetta er annað mark hennar í þessum mánuði því hún skoraði einnig í 3-0 útisigri gegn OB á dögunum.

Eftir sigurinn er Bröndby með 23 stig í 3. sæti deildarinnar, eftir 13 leiki, eða þremur stigum á eftir Fortuna sem er í baráttu við Breiðablik í Evrópubikarnum. Köge er á toppnum með 32 stig.

Emelía Óskarsdóttir lék síðustu mínúturnar með Köge í gær í 2-2 jafntefli við Nordsjælland, þar sem Nadia Nadim skoraði bæði mörk Köge.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×