Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar 17. nóvember 2025 11:01 Í flóknum heimi alþjóðaviðskipta geta ríki lent í tolladeilum þegar mismunandi hagsmunir rekast á. Slíkar deilur eru algengar í greinum þar sem mikil samkeppni ríkir, til dæmis í framleiðslu á hráefnum eins og kísilmálmi. Það er ekkert óeðlilegt við að ríki leitist við að vernda eigin efnahagslega hagsmuni. Slík hagsmunavörn er talin eðlilegur hluti af alþjóðlegri samkeppni og samvinnu, óháð stærð ríkja eða pólitískum samböndum þeirra. Það ætti ekki að koma á óvart að ríki sem tilheyra stærri efnahagsbandalögum njóta oft sameiginlegrar hagsmunavarnar en ríki utan slíkra bandalaga verja sína hagsmuni sjálfstætt. Í báðum tilvikum er grunnstefið það sama: ríki leitast við að tryggja stöðug viðskiptaskilyrði og jafnræði á mörkuðum. Mörgum Íslendingum finnst eðlilegt að við verndum okkar eigin innlendu framleiðslu með því að leggja á tolla og gjöld á innflutning sem telst vera í samkeppni við þá framleiðslu. Þetta er þá rökstutt með því að verið sé að tryggja fæðuöryggi og til að vernda innlend störf. Af hverju kemur það okkur þá á óvart að aðrar þjóðir skuli á sömu forsendum vernda sína eigin hagsmuni? Þjóðir eins og Spánverjar sem sumir benda á, eins og andstæðingar Evrópusambandsins, að séu með mun hærra atvinnuleysi en við. Tolladeilur eru yfirleitt leystar samkvæmt reglum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO), sem setur ramma um aðgerðir sem eru heimilar og leiða til úrlausna. Þar er lögð áhersla á gagnsæi, samráð og lausn ágreinings með formlegum ferlum. Við gerum viðskipta- og varnarsamninga við erlend ríki til að vernda okkar hagsmuni en það leysir okkur ekki undan því hlutverki að vera sífellt á vaktinni. Það gerum við auðvitað best með því að vera í reglulegum samskiptum við þessar þjóðir og að eiga sæti við borðið þar sem samtölin fara fram og ákvarðanirnar eru teknar. Það þekkjum við hvað best á vettvangi NATO. Full aðild að Evrópusambandinu myndi einnig styrkja þetta hlutverk. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og starfsfólk utanríkisráðuneytisins hefur staðið sig vel í að verja okkar hagsmuni gagnvart erlendum þjóðum. Ég treysti engum betur í þeirri hagsmunagæslu. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eiríkur Björn Björgvinsson Verndarráðstafanir ESB vegna kísilmálms Mest lesið Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Sjá meira
Í flóknum heimi alþjóðaviðskipta geta ríki lent í tolladeilum þegar mismunandi hagsmunir rekast á. Slíkar deilur eru algengar í greinum þar sem mikil samkeppni ríkir, til dæmis í framleiðslu á hráefnum eins og kísilmálmi. Það er ekkert óeðlilegt við að ríki leitist við að vernda eigin efnahagslega hagsmuni. Slík hagsmunavörn er talin eðlilegur hluti af alþjóðlegri samkeppni og samvinnu, óháð stærð ríkja eða pólitískum samböndum þeirra. Það ætti ekki að koma á óvart að ríki sem tilheyra stærri efnahagsbandalögum njóta oft sameiginlegrar hagsmunavarnar en ríki utan slíkra bandalaga verja sína hagsmuni sjálfstætt. Í báðum tilvikum er grunnstefið það sama: ríki leitast við að tryggja stöðug viðskiptaskilyrði og jafnræði á mörkuðum. Mörgum Íslendingum finnst eðlilegt að við verndum okkar eigin innlendu framleiðslu með því að leggja á tolla og gjöld á innflutning sem telst vera í samkeppni við þá framleiðslu. Þetta er þá rökstutt með því að verið sé að tryggja fæðuöryggi og til að vernda innlend störf. Af hverju kemur það okkur þá á óvart að aðrar þjóðir skuli á sömu forsendum vernda sína eigin hagsmuni? Þjóðir eins og Spánverjar sem sumir benda á, eins og andstæðingar Evrópusambandsins, að séu með mun hærra atvinnuleysi en við. Tolladeilur eru yfirleitt leystar samkvæmt reglum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO), sem setur ramma um aðgerðir sem eru heimilar og leiða til úrlausna. Þar er lögð áhersla á gagnsæi, samráð og lausn ágreinings með formlegum ferlum. Við gerum viðskipta- og varnarsamninga við erlend ríki til að vernda okkar hagsmuni en það leysir okkur ekki undan því hlutverki að vera sífellt á vaktinni. Það gerum við auðvitað best með því að vera í reglulegum samskiptum við þessar þjóðir og að eiga sæti við borðið þar sem samtölin fara fram og ákvarðanirnar eru teknar. Það þekkjum við hvað best á vettvangi NATO. Full aðild að Evrópusambandinu myndi einnig styrkja þetta hlutverk. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og starfsfólk utanríkisráðuneytisins hefur staðið sig vel í að verja okkar hagsmuni gagnvart erlendum þjóðum. Ég treysti engum betur í þeirri hagsmunagæslu. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun