Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 17. nóvember 2025 13:07 Lagt er til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað í þingsályktunartillögu sem Framsóknarmenn ætla að mæla fyrir á Alþingi á næstunni. Reglur miðlanna taka á engan hátt mið af því hversu skaðlegt efnið getur verið börnum, segir varaþingmaður Framsóknar og sviðsstjóri hjá Netvís. Í dag fer fram sérstök umræða á Alþingi um samfélagsmiðla og börn. Skúli Bragi Geirdal, varaþingmaður Framsóknar er málshefjandi en hann er einnig sviðsstjóri hjá Netöryggismiðstöð Íslands eða Netvís, og þekkir málaflokkinn vel. Hann segir umræðuna löngu tímabæra. „Við erum að vernda börn gegn skaðlegu efni á íslenskum veitum, í fjölmiðlum, á myndefnaveitum og í viðskiptaboðum. En síðan þegar kemur að samfélagsmiðlum að þá er frítt spil gefið. Við sjáum að það ríkir ákveðið úrræðaleysi og það er erfitt að framfylgja lögum. Aldursmerkingin er ekki í samræmi við neinar þær merkingar sem við höfum annars staðar, til dæmis í kvikmyndum, þáttum og tölvuleikjum,“ segir Skúli. Þingsályktunartillagan verður lögð fram á næstunni.vísir/vilhelm Þrettán ára aldurstakmark er á flestum stórum samfélagsmiðlum og Skúli bendir á að Norðmenn og Danir séu að ræða um að hækka það upp í fimmtán ár. Þingmenn Framsóknar hyggjast á næstunni mæla fyrir þingsályktunartillögu þar sem lagt er til að það verði einnig gert hér á landi. Skúli segir gildandi aldurstakmark ekki taka mið af því hversu skaðlegt efnið getur reynst börnum. „Þegar við förum að skoða gögnin sem við höfum, að þá erum við að sjá þarna efni eins og leiðir til þess að grenna sig, áætlanir um slagsmál og leiðir til þess að skaða sig líkamlega. Og við það umhverfi bætast síðan auglýsingar um útlitsaðgerðir og megrunarvörur til stúlkna og síðan veðmálaauglýsingar til drengja,“ segir Skúli. „Þegar þú ert að fá þetta efni til þín á mjög viðkvæmum aldri, þar sem þú áttar þig ekki á afleiðingum gjörða þinna, hefur ekki þínar eigin upplifanir af áfengi, fíkniefnum, kynlífi og alls konar viðfangsefnum getur það haft áhrif á hegðun. Það er það sem við erum að sjá brjótast út hjá börnum og ungmennum.“ Eigum að skipta okkur af Hann vonar að þingheimur taki á málinu. „Það er svona markmiðið með þessu öllu saman, að við séum sem samfélag að setja leikreglurnar en ekki láta fyrirtækin sem eru að hagnast á því að halda athyglinni okkar að setja alltaf leikreglurnar. Við eigum að skipta okkur af,“ segir Skúli. Samfélagsmiðlar Alþingi Framsóknarflokkurinn Tækni Börn og uppeldi Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Sjá meira
Í dag fer fram sérstök umræða á Alþingi um samfélagsmiðla og börn. Skúli Bragi Geirdal, varaþingmaður Framsóknar er málshefjandi en hann er einnig sviðsstjóri hjá Netöryggismiðstöð Íslands eða Netvís, og þekkir málaflokkinn vel. Hann segir umræðuna löngu tímabæra. „Við erum að vernda börn gegn skaðlegu efni á íslenskum veitum, í fjölmiðlum, á myndefnaveitum og í viðskiptaboðum. En síðan þegar kemur að samfélagsmiðlum að þá er frítt spil gefið. Við sjáum að það ríkir ákveðið úrræðaleysi og það er erfitt að framfylgja lögum. Aldursmerkingin er ekki í samræmi við neinar þær merkingar sem við höfum annars staðar, til dæmis í kvikmyndum, þáttum og tölvuleikjum,“ segir Skúli. Þingsályktunartillagan verður lögð fram á næstunni.vísir/vilhelm Þrettán ára aldurstakmark er á flestum stórum samfélagsmiðlum og Skúli bendir á að Norðmenn og Danir séu að ræða um að hækka það upp í fimmtán ár. Þingmenn Framsóknar hyggjast á næstunni mæla fyrir þingsályktunartillögu þar sem lagt er til að það verði einnig gert hér á landi. Skúli segir gildandi aldurstakmark ekki taka mið af því hversu skaðlegt efnið getur reynst börnum. „Þegar við förum að skoða gögnin sem við höfum, að þá erum við að sjá þarna efni eins og leiðir til þess að grenna sig, áætlanir um slagsmál og leiðir til þess að skaða sig líkamlega. Og við það umhverfi bætast síðan auglýsingar um útlitsaðgerðir og megrunarvörur til stúlkna og síðan veðmálaauglýsingar til drengja,“ segir Skúli. „Þegar þú ert að fá þetta efni til þín á mjög viðkvæmum aldri, þar sem þú áttar þig ekki á afleiðingum gjörða þinna, hefur ekki þínar eigin upplifanir af áfengi, fíkniefnum, kynlífi og alls konar viðfangsefnum getur það haft áhrif á hegðun. Það er það sem við erum að sjá brjótast út hjá börnum og ungmennum.“ Eigum að skipta okkur af Hann vonar að þingheimur taki á málinu. „Það er svona markmiðið með þessu öllu saman, að við séum sem samfélag að setja leikreglurnar en ekki láta fyrirtækin sem eru að hagnast á því að halda athyglinni okkar að setja alltaf leikreglurnar. Við eigum að skipta okkur af,“ segir Skúli.
Samfélagsmiðlar Alþingi Framsóknarflokkurinn Tækni Börn og uppeldi Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Sjá meira