Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Árni Sæberg skrifar 17. nóvember 2025 13:15 Þórunn Sveinbjarnardóttir er forseti Alþingis. Vísir/Ívar Fannar Forseti Alþingis hefur farið þess á leit við fjárlaganefnd að nefndin veiti embætti ríkislögreglustjóra fjárveitingu í samræmi við kostnaðarmat, 154 milljónir króna á ári, til að annast löggæslu á Alþingi allan sólarhringinn. Núverandi fjárveiting til embættisins nemur fjörutíu milljónum króna. Í erindi Þórunnar Sveinbjarnardóttur, forseta Alþingis, til fjárlaganefndar segir að frá 1. apríl árið 2023 hafi embætti Ríkislögreglustjóra annast löggæslu á Alþingi. Gerður hafi verið þjónustusamningur milli skrifstofu Alþingis og RLS um þjónustuna og framkvæmd hennar, með gildistíma til 30. apríl 2026. Löggæslan sé í tengslum við þingfundi, nefndafundi og önnur tilefni þegar þannig stendur á. Vilja herða í ljósi ógna og áskorana Embætti Ríkislögreglustjóri hafi nú lagt til, í ljósi aukinna ógna og áskorana, að á Alþingi verði öryggisgæsla allan sólarhringinn sem sinnt er af lögreglu. Þannig verði viðbragðstími styttri og betur hægt að takast á við aðsteðjandi ógnir hvenær sem er sólarhringsins. „Fyrir utan mikilvægi þess að tryggja öryggi þingmanna og starfsfólks þá er ekki síður mikilvægt að tryggja öryggi húsnæðis, menningarverðmæta, gagna, tækja og búnaðar.“ Stefna á að byrja 1. mars Það sé mat skrifstofu Alþingis að rétt sé að fylgja ábendingum RLS, sem fari með öryggi æðstu stjórnar ríkisins. Kostnaðarmat RLS á sólarhringsviðveru sé 153,8 milljónir króna á ári, sem samsvari sex stöðum varðstjóra, en núverandi og tímabundin fjárveiting til embættisins sé tæpar 40 milljónir króna. Tryggja þurfi RLS varanlega fjárveitingu vegna kostnaðar sem hlýst af framangreindu. „Hér með er því óskað eftir því að fjárlaganefnd veiti embætti ríkislögreglustjóra fjárveitingu í samræmi við kostnaðarmat, 154 milljónir króna á ári, til að annast löggæslu á Alþingi allan sólarhringinn. Gert er ráð fyrir að nýtt fyrirkomulag verði innleitt frá og með 1. mars 2026 og er því óskað eftir 136,3 milljónum króna á því ári.“ Alþingi Lögreglan Öryggis- og varnarmál Reykjavík Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Fleiri fréttir Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Sjá meira
Í erindi Þórunnar Sveinbjarnardóttur, forseta Alþingis, til fjárlaganefndar segir að frá 1. apríl árið 2023 hafi embætti Ríkislögreglustjóra annast löggæslu á Alþingi. Gerður hafi verið þjónustusamningur milli skrifstofu Alþingis og RLS um þjónustuna og framkvæmd hennar, með gildistíma til 30. apríl 2026. Löggæslan sé í tengslum við þingfundi, nefndafundi og önnur tilefni þegar þannig stendur á. Vilja herða í ljósi ógna og áskorana Embætti Ríkislögreglustjóri hafi nú lagt til, í ljósi aukinna ógna og áskorana, að á Alþingi verði öryggisgæsla allan sólarhringinn sem sinnt er af lögreglu. Þannig verði viðbragðstími styttri og betur hægt að takast á við aðsteðjandi ógnir hvenær sem er sólarhringsins. „Fyrir utan mikilvægi þess að tryggja öryggi þingmanna og starfsfólks þá er ekki síður mikilvægt að tryggja öryggi húsnæðis, menningarverðmæta, gagna, tækja og búnaðar.“ Stefna á að byrja 1. mars Það sé mat skrifstofu Alþingis að rétt sé að fylgja ábendingum RLS, sem fari með öryggi æðstu stjórnar ríkisins. Kostnaðarmat RLS á sólarhringsviðveru sé 153,8 milljónir króna á ári, sem samsvari sex stöðum varðstjóra, en núverandi og tímabundin fjárveiting til embættisins sé tæpar 40 milljónir króna. Tryggja þurfi RLS varanlega fjárveitingu vegna kostnaðar sem hlýst af framangreindu. „Hér með er því óskað eftir því að fjárlaganefnd veiti embætti ríkislögreglustjóra fjárveitingu í samræmi við kostnaðarmat, 154 milljónir króna á ári, til að annast löggæslu á Alþingi allan sólarhringinn. Gert er ráð fyrir að nýtt fyrirkomulag verði innleitt frá og með 1. mars 2026 og er því óskað eftir 136,3 milljónum króna á því ári.“
Alþingi Lögreglan Öryggis- og varnarmál Reykjavík Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Fleiri fréttir Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Sjá meira