Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar 18. nóvember 2025 07:31 NFS minnst Fyrir tuttugu árum var brotið blað í íslenskri fjölmiðlasögu þegar sjónvarpsfréttastöðin NFS fór í loftið. Sjónvarpsstöðin sendi eingöngu út fréttir og fréttatengt efni. Fyrsti fréttatími dagsins fór í loftið klukkan sjö á morgnana og sá síðasti klukkan ellefu á kvöldin. Fréttir voru sagðar í sjónvarpi á heila og hálfa tímanum allan daginn en þess á milli voru fréttatengdir þættir á dagskrá auk ítarlegra hádegisfrétta og kvöldfréttatíma. Þá voru þættir á borð við Ísland í bítið, Fréttavaktin fyrir hádegi, Hrafnaþing, Miklabraut, Fréttavakt eftir hádegi og Ísland í dag með fasta viðveru sem og þættir á borð við Markaðinn, Íþróttir, ítarlegar veðurfréttir, Hádegisviðtalið, Leiðarar dagblaða og Silfur Egils, að ógleymdum fréttaskýringaþættinum Kompás sem þarna leit fyrst dagsins ljós. Þeir sem komu að stofnuninni sóttu fjölmargar stjörnur úr heimi blaðamennskunnar til að gegna störfum á nýju stöðinni. Róbert Marshall var fenginn til að stýra fleyginu og með honum voru blaðamenn með mikla reynslu eins og Sigmundur Ernir Rúnarsson sem var fréttastjóri, Þór Jónsson og Þórir Guðmundsson sem fór fyrir erlendum fréttum. Fréttir fréttastofu Stöðvar 2 færðust undir NFS og hugmyndin var sú að reynsluboltarnir á Stöð 2 fengju meiri tíma til að fara í dýptina í kvöldfréttatímanum en að sérstök fréttaveita sem skipuð var teymi fólks með litla reynslu myndi sinna fréttum líðandi stundar og var Heimir Már Pétursson fenginn til að ritstýra því teymi. Fjaraði hratt undan Mörgum þótti hugmyndin góð til að byrja með en fljótlega fór að bera á því að áhorfendum fannst ekki sem það væru næg umræðuefni til að halda úti svona stöð. Þá kom fljótt í ljós að fréttatímar á heila og hálfa tímanum voru helst til mikið fyrir sjónvarp og stundum rataði í fréttirnar eitthvað sem varla teldist til frétta. Sum viðtölin í fréttatengdu þáttunum þóttu of langdregin enda kom fyrir að umræðuefnið væri þess eðlis að lítið meira var hægt að segja. Eftir því sem leið var hæðst æ meir að dagskrá NFS. Áhorfið náði aldrei flugi enda var erfitt að ná stöðinni, dreifikerfið komst aldrei í samt lag og smám saman fjaraði undan. Svo fór að lokum að síðasta útsending NFS var föstudaginn 22. september 2006. Stöðin lifði því ekki árið af og margoft síðan hefur verið gert grín að þessari stöð og þessari mögnuðu tilraun. Nýjungar sem birtust fyrst á NFS En skilaði NFS einhverju til samfélagsins? Já, því þarna varð til stórkostleg reynsla og þekking. Í fyrsta skipti fór til dæmis í loftið fréttaskýringaþáttur sem byggði á alvöru rannsóknarblaðamennsku, Kompás. Þar var beitt óhefðbundum leiðum við að koma upp um spillingu, barnaníð, undirheima og fíkniefnavanda svo fátt eitt sé nefnt, leiðum eins og að taka upp efni með falinni myndavél eða með því að ganga á eftir viðmælendum sem vildu ekki tala. Á NFS voru líka endalausar beinar útsendingar frá hinum og þessum viðburðum, til dæmis frá Hinsegin dögum og Menningarnótt, sem hafði ekki verið gert áður og langflesta daga voru beinar útsendingar oft á dag sem hafði heldur ekki verið vaninn áður. Þá var í fyrsta skipti í íslenskri sjónvarpssögu farið að taka viðtöl við fréttamenn sem þekktu mál inn og út og fá þá til að fara betur yfir stór fréttamál. Á NFS sást líka í fyrsta skipti skemmtileg veðurkort, ólík þeim sem áður höfðu sést, og krakkaveður sem var alveg nýtt fyrirbrigði. Já, og á NFS fóru fréttamenn út og tóku upp sjónvarpsviðtöl einir og klipptu og kláruðu sjálfir, eitthvað sem margir fréttamenn kunna og gera í dag. Að ógleymdri fréttaveitunni á visir.is sem með NFS fékk heldur betur upplyftingu. Í fyrsta skipti sáum við myndskeið og klippur á visir.is og gátum hlustað og eða horft á fréttir á vef í beinni útsendingu. Þannig að þótt ekki hafi tekist að reka NFS í lengri tíma en þetta þá braut hún blað í íslenskri fréttamiðlun. Hún var full af orku, hugmyndum og fólki sem var óhrætt við að prófa sig áfram og læra af reynslunni. Fólki sem lagði líf sitt og sál í að gera fréttir áhugaverðar og aðgengilegar fólki, almenningi, okkur. Þess vegna segi ég til hamingju með 20 ára afmæli NFS - og þið öll sem komuð að þessari stórkostlegu og mögnuðu stöð. Höfundur er fyrrverandi „tökubarn“ (fréttamaður) á NFS. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
NFS minnst Fyrir tuttugu árum var brotið blað í íslenskri fjölmiðlasögu þegar sjónvarpsfréttastöðin NFS fór í loftið. Sjónvarpsstöðin sendi eingöngu út fréttir og fréttatengt efni. Fyrsti fréttatími dagsins fór í loftið klukkan sjö á morgnana og sá síðasti klukkan ellefu á kvöldin. Fréttir voru sagðar í sjónvarpi á heila og hálfa tímanum allan daginn en þess á milli voru fréttatengdir þættir á dagskrá auk ítarlegra hádegisfrétta og kvöldfréttatíma. Þá voru þættir á borð við Ísland í bítið, Fréttavaktin fyrir hádegi, Hrafnaþing, Miklabraut, Fréttavakt eftir hádegi og Ísland í dag með fasta viðveru sem og þættir á borð við Markaðinn, Íþróttir, ítarlegar veðurfréttir, Hádegisviðtalið, Leiðarar dagblaða og Silfur Egils, að ógleymdum fréttaskýringaþættinum Kompás sem þarna leit fyrst dagsins ljós. Þeir sem komu að stofnuninni sóttu fjölmargar stjörnur úr heimi blaðamennskunnar til að gegna störfum á nýju stöðinni. Róbert Marshall var fenginn til að stýra fleyginu og með honum voru blaðamenn með mikla reynslu eins og Sigmundur Ernir Rúnarsson sem var fréttastjóri, Þór Jónsson og Þórir Guðmundsson sem fór fyrir erlendum fréttum. Fréttir fréttastofu Stöðvar 2 færðust undir NFS og hugmyndin var sú að reynsluboltarnir á Stöð 2 fengju meiri tíma til að fara í dýptina í kvöldfréttatímanum en að sérstök fréttaveita sem skipuð var teymi fólks með litla reynslu myndi sinna fréttum líðandi stundar og var Heimir Már Pétursson fenginn til að ritstýra því teymi. Fjaraði hratt undan Mörgum þótti hugmyndin góð til að byrja með en fljótlega fór að bera á því að áhorfendum fannst ekki sem það væru næg umræðuefni til að halda úti svona stöð. Þá kom fljótt í ljós að fréttatímar á heila og hálfa tímanum voru helst til mikið fyrir sjónvarp og stundum rataði í fréttirnar eitthvað sem varla teldist til frétta. Sum viðtölin í fréttatengdu þáttunum þóttu of langdregin enda kom fyrir að umræðuefnið væri þess eðlis að lítið meira var hægt að segja. Eftir því sem leið var hæðst æ meir að dagskrá NFS. Áhorfið náði aldrei flugi enda var erfitt að ná stöðinni, dreifikerfið komst aldrei í samt lag og smám saman fjaraði undan. Svo fór að lokum að síðasta útsending NFS var föstudaginn 22. september 2006. Stöðin lifði því ekki árið af og margoft síðan hefur verið gert grín að þessari stöð og þessari mögnuðu tilraun. Nýjungar sem birtust fyrst á NFS En skilaði NFS einhverju til samfélagsins? Já, því þarna varð til stórkostleg reynsla og þekking. Í fyrsta skipti fór til dæmis í loftið fréttaskýringaþáttur sem byggði á alvöru rannsóknarblaðamennsku, Kompás. Þar var beitt óhefðbundum leiðum við að koma upp um spillingu, barnaníð, undirheima og fíkniefnavanda svo fátt eitt sé nefnt, leiðum eins og að taka upp efni með falinni myndavél eða með því að ganga á eftir viðmælendum sem vildu ekki tala. Á NFS voru líka endalausar beinar útsendingar frá hinum og þessum viðburðum, til dæmis frá Hinsegin dögum og Menningarnótt, sem hafði ekki verið gert áður og langflesta daga voru beinar útsendingar oft á dag sem hafði heldur ekki verið vaninn áður. Þá var í fyrsta skipti í íslenskri sjónvarpssögu farið að taka viðtöl við fréttamenn sem þekktu mál inn og út og fá þá til að fara betur yfir stór fréttamál. Á NFS sást líka í fyrsta skipti skemmtileg veðurkort, ólík þeim sem áður höfðu sést, og krakkaveður sem var alveg nýtt fyrirbrigði. Já, og á NFS fóru fréttamenn út og tóku upp sjónvarpsviðtöl einir og klipptu og kláruðu sjálfir, eitthvað sem margir fréttamenn kunna og gera í dag. Að ógleymdri fréttaveitunni á visir.is sem með NFS fékk heldur betur upplyftingu. Í fyrsta skipti sáum við myndskeið og klippur á visir.is og gátum hlustað og eða horft á fréttir á vef í beinni útsendingu. Þannig að þótt ekki hafi tekist að reka NFS í lengri tíma en þetta þá braut hún blað í íslenskri fréttamiðlun. Hún var full af orku, hugmyndum og fólki sem var óhrætt við að prófa sig áfram og læra af reynslunni. Fólki sem lagði líf sitt og sál í að gera fréttir áhugaverðar og aðgengilegar fólki, almenningi, okkur. Þess vegna segi ég til hamingju með 20 ára afmæli NFS - og þið öll sem komuð að þessari stórkostlegu og mögnuðu stöð. Höfundur er fyrrverandi „tökubarn“ (fréttamaður) á NFS.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun