Fótbolti

Reynir að lægja öldurnar eftir stór­sjó ævi­sögunnar

Aron Guðmundsson skrifar
Sarina Wiegman, landsliðsþjálfari Englands
Sarina Wiegman, landsliðsþjálfari Englands Vísir/Getty

Sarina Wi­eg­man, lands­liðsþjálfari enska kvenna­lands­liðsins í fótolta, hefur nú svarað full­yrðingum sem Mary Earps, fyrr­verandi mark­vörður lands­liðsins setti fram um ákvörðun sína að hætta spila fyrir land­siðið í nýút­kominni ævisögu sinni.

Í nýút­gefinni ævisögu sinni heldur Mary Earps, sem spilaði á sínum tíma fimmtíu og þrjá A-lands­leiki fyrir Eng­land og varð Evrópu­meistari með liðinu árið 2022, að Wi­eg­man verð­launaði slæma hegðun með því að velja Hönnuh Hampton aftur í lands­liðið.

Hampton var á sínum tíma ekki valin í enska lands­liðið og var því haldið fram þá að ástæðan væri slæm hegðun hennar og lé­legt hugar­far. Það kom því Earps nokkuð á óvart þegar að Wi­eg­man viðraði þá hug­mynd við hana eftir sigur á Evrópumótinu árið 2022 að velja Hampton aftur í lands­liðið.

Hannah Hampton varði mark Englands á Evrópumótinu fyrr á þessu ári þar sem að England varði titil sinn Vísir/Getty

Hin hollenska Wi­eg­man, sem hefur notið mikillar vel­gengni í starfi og stýrt enska lands­liðinu til sigurs bæði á HM og EM, þver­tekur fyrir full­yrðinar Earps þess efnis að hún verð­launi slæma hegðun og svaraði þeim á blaða­manna­fundi fyrr í dag.

„Ég tek ákvarðanir sem hjálpa okkur að vinna,“ sagði Wi­eg­man á blaða­manna­fundi fyrr í dag. „Það sem ég hef sagt áður er að við áttum tvo magnaða mark­verði í mark­varða­t­eyminu og þá erum við með fleiri góða mark­verði. Þegar á hólminn var komið tók ég þessa ákvörðun.“

Upp­lifanir ein­stak­linga geti verið mis­munandi.

Mary Earps, er ekki parsátt með vinnubrögð WiegmanVísir/Getty

„Ég naut þess að vinna með Earps. Núna er hún hætt og við áttum saman frábæra tíma. Ég mun alltaf geyma þær minningar hjá mér.“

Að­spurð hvort hún myndi gera eitt­hvað öðru­vísi varðandi þessa ákvörðun sem hún tók á sínum tíma, svaraði Wi­eg­man því neitandi.

Earps segist þá hafa tjáð Wi­eg­man að henni litist ekki vel á þær fyrir­ætlanir lands­liðsþjálfarans en í mars 2023 sneri Hampton þó aftur í liðið og hefur síðan þá verið hluti af enska lands­liðinu. Earps lagði lands­liðs­skóna á hilluna fyrir Evrópumótið fyrr á þessu ári. Hampton varði mark Eng­lands á mótinu en liðið stóð þar uppi sem Evrópu­meistari eftir sigur á spænska lands­liðinu í úr­slita­leiknum.

Enska lands­liðið er með Ís­landi í riðli í undan­keppni HM 2027 en auk þessara liða eru lands­lið Spánar og Úkraínu einnig í sama riðli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×