Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Kjartan Kjartansson skrifar 18. nóvember 2025 14:19 Bræðurnir Andrew (t.h.) og Tristan Tate (t.v.) eru meðal annars sakaðir um að hafa stýrt mansalshring í Rúmeníu. Þeir eiga hauk í horni í Hvíta húsinu að því er virðist. Vísir/EPA Bandarískur embættismaður á snærum Hvíta hússins reyndi að hafa áhrif á rannsókn á Andrew Tate, sem sakaður er um mansal í þremur löndum, fyrr á þessu ári. Skammaði hann fulltrúa heimavarnarráðuneytis og skipaði þá að skila snjalltækjum Tate sem landamæraverðir lögðu hald á. Tate og bróðir hans Tristan eru samfélagsmiðlaáhrifavaldar en Andrew hefur sjálfur lýst sér sem kvenhatara. Þeir hafa verið sakaðir um kynferðisbrot í Rúmeníu, Bretlandi og Bandaríkjunum, þar á meðal um að hafa stýrt mansalshring í Rúmeníu. Þegar bræðurnir ferðuðust til Flórída í febrúar, fullvissir um að þeir nytu stuðnings Donalds Trump sem var nýtekinn við sem forseti, voru þeir stöðvaðir af landamæravörðum sem lögðu hald á snjalltæki þeirra. Nokkrum dögum síðar hafði tengiliður heimavarnaráðuneytisins í Hvíta húsinu samband við háttsetta embættismenn í ráðuneytinu og las þeim pistilinn fyrir að hafa grípa til aðgerða gegn Tate-bræðrunum, að því er kemur fram í umfjöllun rannsóknarblaðamennskusamtakanna Pro Publica. Ráðuneytið ætti að skila þeim tækjunum þá þegar. Lagði tengiliðurinn áherslu á að þau skilaboð kæmu beint frá Hvíta húsinu. Tengiliðurinn er lögfræðingur sem vann fyrir Tate-bræðurna áður en hann hóf störf í Hvíta húsinu. Fáheyrð afskipti Fulltrúum ráðuneytisins var brugðið við þessi afskipti lögfræðingsins. Löggæslusérfræðingar sem Pro Publica ræddi við segja að bein afskipti Hvíta hússins af handlagningu muna á landamærunum séu fáheyrð. Pro Publica segir ekki ljóst hvort að afskipti tengiliðsins hafi hindrað rannsókn á bræðrunum eða hvers vegna landamæraverðir lögðu hald á fjarskiptatækin. Hvorki Hvíta húsið né ráðuneytið svaraði spurningum miðilsins. Léttu líf vitorðskonu Epstein Tate-bræður eru ekki einu kynferðisbrotamennirnir sem Trump forseti og Hvíta húss hans hafa lagt lykkju á leið sína til þess að aðstoða á undanförnum misserum. Trump hefur legið undir miklum þrýstingi vegna tengsla sinna við Jeffrey Epstein, kynferðisbrotamanninn og auðkýfinginn, sem lést í fangelsi eftir að hann var sakaður um mansal árið 2019. Forsetinn hefur reynt að koma í veg fyrir að gögn úr fórum Epstein og rannsókn á honum líti dagsins ljós. Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna tilkynnti honum fyrr á þessu ári að nafn hans kæmi fyrir í þeim skjölum. Ghislaine Maxwell, samverkakona í brotum Epstein gegn ungum konum, var í lok sumars flutt í þægilegra fangelsi skömmu eftir að Todd Blanche, varadómsmálaráðherra Bandaríkjanna, ræddi við hana í fangelsi í júlí. Fordæmalaust er að varadómsmálaráðherra taki persónulega að sér að stýra slíku viðtalið. Bandaríkin Donald Trump Mál Andrew Tate Erlend sakamál Rúmenía Mál Jeffrey Epstein Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Sjá meira
Tate og bróðir hans Tristan eru samfélagsmiðlaáhrifavaldar en Andrew hefur sjálfur lýst sér sem kvenhatara. Þeir hafa verið sakaðir um kynferðisbrot í Rúmeníu, Bretlandi og Bandaríkjunum, þar á meðal um að hafa stýrt mansalshring í Rúmeníu. Þegar bræðurnir ferðuðust til Flórída í febrúar, fullvissir um að þeir nytu stuðnings Donalds Trump sem var nýtekinn við sem forseti, voru þeir stöðvaðir af landamæravörðum sem lögðu hald á snjalltæki þeirra. Nokkrum dögum síðar hafði tengiliður heimavarnaráðuneytisins í Hvíta húsinu samband við háttsetta embættismenn í ráðuneytinu og las þeim pistilinn fyrir að hafa grípa til aðgerða gegn Tate-bræðrunum, að því er kemur fram í umfjöllun rannsóknarblaðamennskusamtakanna Pro Publica. Ráðuneytið ætti að skila þeim tækjunum þá þegar. Lagði tengiliðurinn áherslu á að þau skilaboð kæmu beint frá Hvíta húsinu. Tengiliðurinn er lögfræðingur sem vann fyrir Tate-bræðurna áður en hann hóf störf í Hvíta húsinu. Fáheyrð afskipti Fulltrúum ráðuneytisins var brugðið við þessi afskipti lögfræðingsins. Löggæslusérfræðingar sem Pro Publica ræddi við segja að bein afskipti Hvíta hússins af handlagningu muna á landamærunum séu fáheyrð. Pro Publica segir ekki ljóst hvort að afskipti tengiliðsins hafi hindrað rannsókn á bræðrunum eða hvers vegna landamæraverðir lögðu hald á fjarskiptatækin. Hvorki Hvíta húsið né ráðuneytið svaraði spurningum miðilsins. Léttu líf vitorðskonu Epstein Tate-bræður eru ekki einu kynferðisbrotamennirnir sem Trump forseti og Hvíta húss hans hafa lagt lykkju á leið sína til þess að aðstoða á undanförnum misserum. Trump hefur legið undir miklum þrýstingi vegna tengsla sinna við Jeffrey Epstein, kynferðisbrotamanninn og auðkýfinginn, sem lést í fangelsi eftir að hann var sakaður um mansal árið 2019. Forsetinn hefur reynt að koma í veg fyrir að gögn úr fórum Epstein og rannsókn á honum líti dagsins ljós. Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna tilkynnti honum fyrr á þessu ári að nafn hans kæmi fyrir í þeim skjölum. Ghislaine Maxwell, samverkakona í brotum Epstein gegn ungum konum, var í lok sumars flutt í þægilegra fangelsi skömmu eftir að Todd Blanche, varadómsmálaráðherra Bandaríkjanna, ræddi við hana í fangelsi í júlí. Fordæmalaust er að varadómsmálaráðherra taki persónulega að sér að stýra slíku viðtalið.
Bandaríkin Donald Trump Mál Andrew Tate Erlend sakamál Rúmenía Mál Jeffrey Epstein Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Sjá meira