Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. nóvember 2025 06:19 Juninho Bacuna og Leandro Bacuna, lansliðsmenn Curacao, fagna sigri í undankeppni HM sem varð söguleg fyrir þessa fámenny þjóð. Getty/GERRIT VAN COLOGNE Curacao varð í nótt fámennasta þjóð sögunnar til að tryggja sér sæti á heimsmeistaramóti karla í knattspyrnu eftir að hafa náð 0-0 jafntefli gegn Jamaíka á lokadegi undankeppni Norður- og Mið-Ameríku, CONCACAF. Panama og Haítí tryggðu sér einnig sæti á HM í spennandi lokaumferð undankeppninnar þaðan sem allar gestgjafaþjóðirnar þrjár, Bandaríkin, Mexíkó og Kanada eiga þegar öruggt sæti. Hin agnarsmáa eyþjóð í Karíbahafi telur aðeins 156.115 íbúa og er einungis 444 ferkílómetrar að stærð. Curacao var eina ósigraða þjóðin í keppninni og endaði á toppi B-riðils með tólf stig. Þeir slógu met Íslands frá árinu 2018 þegar íslenska landsliðið komst á HM í Rússlandi með rúmlega 350.000 íbúa. View this post on Instagram A post shared by Curaçao National Football Team (@thebluewaveffk) Curacao, undir stjórn Dick Advocaat, fyrrverandi stjóra í ensku úrvalsdeildinni, sem missti af leiknum gegn Jamaíka af persónulegum ástæðum, fór taplaust í gegnum alla undankeppnina og vann meðal annars risastóran 7-0 sigur á Bermúda á leið sinni að HM-sætinu. Advocaat stýrði hollenska landsliðinu þrisvar sinnum og þjálfaði einnig Suður-Kóreu, Belgíu og Rússland áður en hann tók við liði Curaçao. Curacao fær að vita hvaða liðum það mætir í riðlakeppninni í sinni fyrstu sögulegu þátttöku á HM næsta sumar þegar dregið verður 5. desember í Kennedy Center í Washington D.C. Panama komst á sitt annað heimsmeistaramót eftir 3-0 sigur á El Salvador með mörkum frá Cesar Blackman og Erick Davis í fyrri hálfleik. Jose Luis Rodriguez bætti við marki fyrir Panama, en eina fyrri þátttaka þeirra á HM var í Rússlandi 2018. Panama endaði sem besta liðið í A-riðli með tólf stig á meðan Súrínam, sem leiddi riðilinn á markamun fyrir lokaumferðina, tapaði 3-1 gegn Gvatemala og endaði í öðru sæti með níu stig. Haítí átti óvænt góða undankeppni og vann C-riðil. Liðið varð á undan sigurstranglegri liðum Hondúras og Kosta Ríka eftir 2-1 sigur á Níkaragva. Úrslitin í C-riðli þýða að hvorki Hondúras né Kosta Ríka taka þátt í mótinu næsta sumar. Loicious Deedson opnaði markareikninginn á níundu mínútu og Ruben Providence bætti við marki á 45. mínútu. Eina fyrri þátttaka Haítí á HM var í Þýskalandi árið 1974. Haítí endaði með ellefu stig á meðan Hondúras hafði níu og Kosta Ríka endaði með sjö. Liðin í öðru sæti, Jamaíka og Súrínam, tryggðu sér síðustu tvö sæti CONCACAF í umspili milli álfusambanda FIFA og munu keppa við Bólivíu, Nýju-Kaledóníu, Lýðstjórnarlýðveldið Kongó og Írak í sex liða móti í mars um tvö laus sæti á HM. View this post on Instagram A post shared by CBS Sports Golazo (@cbssportsgolazo) HM 2026 í fótbolta Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjá meira
Panama og Haítí tryggðu sér einnig sæti á HM í spennandi lokaumferð undankeppninnar þaðan sem allar gestgjafaþjóðirnar þrjár, Bandaríkin, Mexíkó og Kanada eiga þegar öruggt sæti. Hin agnarsmáa eyþjóð í Karíbahafi telur aðeins 156.115 íbúa og er einungis 444 ferkílómetrar að stærð. Curacao var eina ósigraða þjóðin í keppninni og endaði á toppi B-riðils með tólf stig. Þeir slógu met Íslands frá árinu 2018 þegar íslenska landsliðið komst á HM í Rússlandi með rúmlega 350.000 íbúa. View this post on Instagram A post shared by Curaçao National Football Team (@thebluewaveffk) Curacao, undir stjórn Dick Advocaat, fyrrverandi stjóra í ensku úrvalsdeildinni, sem missti af leiknum gegn Jamaíka af persónulegum ástæðum, fór taplaust í gegnum alla undankeppnina og vann meðal annars risastóran 7-0 sigur á Bermúda á leið sinni að HM-sætinu. Advocaat stýrði hollenska landsliðinu þrisvar sinnum og þjálfaði einnig Suður-Kóreu, Belgíu og Rússland áður en hann tók við liði Curaçao. Curacao fær að vita hvaða liðum það mætir í riðlakeppninni í sinni fyrstu sögulegu þátttöku á HM næsta sumar þegar dregið verður 5. desember í Kennedy Center í Washington D.C. Panama komst á sitt annað heimsmeistaramót eftir 3-0 sigur á El Salvador með mörkum frá Cesar Blackman og Erick Davis í fyrri hálfleik. Jose Luis Rodriguez bætti við marki fyrir Panama, en eina fyrri þátttaka þeirra á HM var í Rússlandi 2018. Panama endaði sem besta liðið í A-riðli með tólf stig á meðan Súrínam, sem leiddi riðilinn á markamun fyrir lokaumferðina, tapaði 3-1 gegn Gvatemala og endaði í öðru sæti með níu stig. Haítí átti óvænt góða undankeppni og vann C-riðil. Liðið varð á undan sigurstranglegri liðum Hondúras og Kosta Ríka eftir 2-1 sigur á Níkaragva. Úrslitin í C-riðli þýða að hvorki Hondúras né Kosta Ríka taka þátt í mótinu næsta sumar. Loicious Deedson opnaði markareikninginn á níundu mínútu og Ruben Providence bætti við marki á 45. mínútu. Eina fyrri þátttaka Haítí á HM var í Þýskalandi árið 1974. Haítí endaði með ellefu stig á meðan Hondúras hafði níu og Kosta Ríka endaði með sjö. Liðin í öðru sæti, Jamaíka og Súrínam, tryggðu sér síðustu tvö sæti CONCACAF í umspili milli álfusambanda FIFA og munu keppa við Bólivíu, Nýju-Kaledóníu, Lýðstjórnarlýðveldið Kongó og Írak í sex liða móti í mars um tvö laus sæti á HM. View this post on Instagram A post shared by CBS Sports Golazo (@cbssportsgolazo)
HM 2026 í fótbolta Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjá meira