Rændur á meðan hann var að spila fyrsta leikinn sinn í NFL Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. nóvember 2025 12:34 Shedeur Sanders fékk loksins að spila í NFL-deildinni eftir að hafa beðið eftir tækifærinu alla leiktíðina en þá gerðust slæmir hluti heima hjá honum. Getty/Andrew Wevers Nýliðinn Shedeur Sanders lék sinn fyrsta leik í NFL-deildinni um helgina en á sama tíma létu þjófar greipar sópa um heimili hans. Eignum að verðmæti um tvö hundruð þúsund Bandaríkjadala var stolið af heimili Sanders, leikstjórnanda Cleveland Browns, í innbroti á sunnudag, að sögn lögreglu, en það gerir rúmar 25 milljónir króna. Þrír menn fóru inn á heimili Sanders um klukkan 18:46 að staðartíma, samkvæmt fréttatilkynningu frá skrifstofu sýslumannsins en eftirlitsmyndavélar á heimilinu náðu myndskeiði af hinum grunuðu þar sem þeir fóru inn og út úr mismunandi hlutum heimilisins. Hinir grunuðu voru með grímur og hanska og sáust yfirgefa heimili Sanders um klukkan 18:58 að staðartíma með eigur Sanders. Innbrotið átti sér stað á meðan Sanders lék sinn fyrsta leik í NFL-deildinni á sunnudag gegn Baltimore Ravens á Huntington Bank Field í Cleveland. Sanders, sem var valinn 144. í nýliðavali NFL-deildarinnar 2025, kom inn á í seinni hálfleik í stað byrjunarliðsmannsins Dillon Gabriel, sem fékk heilahristing og varð að yfirgefa völlinn. Á síðasta ári eða svo hafa innbrot átt sér stað á heimilum margra þekktra íþróttamanna, þar á meðal Luka Dončić hjá Los Angeles Lakers (þegar hann var hjá Dallas Mavericks), Joe Burrow hjá Cincinnati Bengals og hjá þeim Patrick Mahomes og Travis Kelce hjá Kansas City Chiefs. Í 23-16 tapi á sunnudaginn átti Sanders einnig hræðilegan leik, aðeins fjórar heppnaðar sendingar í sextán tilraunum fyrir 47 jarda og svo kastaði hann einum bolta frá sér. Hann var einnig felldur tvisvar. Slæmur dagur varð síðan enn verri þegar hann kom heim til sín. Kevin Stefanski, þjálfari Browns, sagði eftir leikinn að Sanders myndi byrja leikinn næsta sunnudag gegn Raiders í Las Vegas ef Gabriel kemst ekki í gegnum heilahristingsferlið. View this post on Instagram A post shared by Yahoo Sports (@yahoosports) NFL Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Dagskráin í dag: Sá elsti á HM í pílu og enski boltinn Sport Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í bann fyrir að kasta flösku í barn Dagskráin í dag: Sá elsti á HM í pílu og enski boltinn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sjá meira
Eignum að verðmæti um tvö hundruð þúsund Bandaríkjadala var stolið af heimili Sanders, leikstjórnanda Cleveland Browns, í innbroti á sunnudag, að sögn lögreglu, en það gerir rúmar 25 milljónir króna. Þrír menn fóru inn á heimili Sanders um klukkan 18:46 að staðartíma, samkvæmt fréttatilkynningu frá skrifstofu sýslumannsins en eftirlitsmyndavélar á heimilinu náðu myndskeiði af hinum grunuðu þar sem þeir fóru inn og út úr mismunandi hlutum heimilisins. Hinir grunuðu voru með grímur og hanska og sáust yfirgefa heimili Sanders um klukkan 18:58 að staðartíma með eigur Sanders. Innbrotið átti sér stað á meðan Sanders lék sinn fyrsta leik í NFL-deildinni á sunnudag gegn Baltimore Ravens á Huntington Bank Field í Cleveland. Sanders, sem var valinn 144. í nýliðavali NFL-deildarinnar 2025, kom inn á í seinni hálfleik í stað byrjunarliðsmannsins Dillon Gabriel, sem fékk heilahristing og varð að yfirgefa völlinn. Á síðasta ári eða svo hafa innbrot átt sér stað á heimilum margra þekktra íþróttamanna, þar á meðal Luka Dončić hjá Los Angeles Lakers (þegar hann var hjá Dallas Mavericks), Joe Burrow hjá Cincinnati Bengals og hjá þeim Patrick Mahomes og Travis Kelce hjá Kansas City Chiefs. Í 23-16 tapi á sunnudaginn átti Sanders einnig hræðilegan leik, aðeins fjórar heppnaðar sendingar í sextán tilraunum fyrir 47 jarda og svo kastaði hann einum bolta frá sér. Hann var einnig felldur tvisvar. Slæmur dagur varð síðan enn verri þegar hann kom heim til sín. Kevin Stefanski, þjálfari Browns, sagði eftir leikinn að Sanders myndi byrja leikinn næsta sunnudag gegn Raiders í Las Vegas ef Gabriel kemst ekki í gegnum heilahristingsferlið. View this post on Instagram A post shared by Yahoo Sports (@yahoosports)
NFL Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Dagskráin í dag: Sá elsti á HM í pílu og enski boltinn Sport Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í bann fyrir að kasta flösku í barn Dagskráin í dag: Sá elsti á HM í pílu og enski boltinn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sjá meira