Rændur á meðan hann var að spila fyrsta leikinn sinn í NFL Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. nóvember 2025 12:34 Shedeur Sanders fékk loksins að spila í NFL-deildinni eftir að hafa beðið eftir tækifærinu alla leiktíðina en þá gerðust slæmir hluti heima hjá honum. Getty/Andrew Wevers Nýliðinn Shedeur Sanders lék sinn fyrsta leik í NFL-deildinni um helgina en á sama tíma létu þjófar greipar sópa um heimili hans. Eignum að verðmæti um tvö hundruð þúsund Bandaríkjadala var stolið af heimili Sanders, leikstjórnanda Cleveland Browns, í innbroti á sunnudag, að sögn lögreglu, en það gerir rúmar 25 milljónir króna. Þrír menn fóru inn á heimili Sanders um klukkan 18:46 að staðartíma, samkvæmt fréttatilkynningu frá skrifstofu sýslumannsins en eftirlitsmyndavélar á heimilinu náðu myndskeiði af hinum grunuðu þar sem þeir fóru inn og út úr mismunandi hlutum heimilisins. Hinir grunuðu voru með grímur og hanska og sáust yfirgefa heimili Sanders um klukkan 18:58 að staðartíma með eigur Sanders. Innbrotið átti sér stað á meðan Sanders lék sinn fyrsta leik í NFL-deildinni á sunnudag gegn Baltimore Ravens á Huntington Bank Field í Cleveland. Sanders, sem var valinn 144. í nýliðavali NFL-deildarinnar 2025, kom inn á í seinni hálfleik í stað byrjunarliðsmannsins Dillon Gabriel, sem fékk heilahristing og varð að yfirgefa völlinn. Á síðasta ári eða svo hafa innbrot átt sér stað á heimilum margra þekktra íþróttamanna, þar á meðal Luka Dončić hjá Los Angeles Lakers (þegar hann var hjá Dallas Mavericks), Joe Burrow hjá Cincinnati Bengals og hjá þeim Patrick Mahomes og Travis Kelce hjá Kansas City Chiefs. Í 23-16 tapi á sunnudaginn átti Sanders einnig hræðilegan leik, aðeins fjórar heppnaðar sendingar í sextán tilraunum fyrir 47 jarda og svo kastaði hann einum bolta frá sér. Hann var einnig felldur tvisvar. Slæmur dagur varð síðan enn verri þegar hann kom heim til sín. Kevin Stefanski, þjálfari Browns, sagði eftir leikinn að Sanders myndi byrja leikinn næsta sunnudag gegn Raiders í Las Vegas ef Gabriel kemst ekki í gegnum heilahristingsferlið. View this post on Instagram A post shared by Yahoo Sports (@yahoosports) NFL Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Sjá meira
Eignum að verðmæti um tvö hundruð þúsund Bandaríkjadala var stolið af heimili Sanders, leikstjórnanda Cleveland Browns, í innbroti á sunnudag, að sögn lögreglu, en það gerir rúmar 25 milljónir króna. Þrír menn fóru inn á heimili Sanders um klukkan 18:46 að staðartíma, samkvæmt fréttatilkynningu frá skrifstofu sýslumannsins en eftirlitsmyndavélar á heimilinu náðu myndskeiði af hinum grunuðu þar sem þeir fóru inn og út úr mismunandi hlutum heimilisins. Hinir grunuðu voru með grímur og hanska og sáust yfirgefa heimili Sanders um klukkan 18:58 að staðartíma með eigur Sanders. Innbrotið átti sér stað á meðan Sanders lék sinn fyrsta leik í NFL-deildinni á sunnudag gegn Baltimore Ravens á Huntington Bank Field í Cleveland. Sanders, sem var valinn 144. í nýliðavali NFL-deildarinnar 2025, kom inn á í seinni hálfleik í stað byrjunarliðsmannsins Dillon Gabriel, sem fékk heilahristing og varð að yfirgefa völlinn. Á síðasta ári eða svo hafa innbrot átt sér stað á heimilum margra þekktra íþróttamanna, þar á meðal Luka Dončić hjá Los Angeles Lakers (þegar hann var hjá Dallas Mavericks), Joe Burrow hjá Cincinnati Bengals og hjá þeim Patrick Mahomes og Travis Kelce hjá Kansas City Chiefs. Í 23-16 tapi á sunnudaginn átti Sanders einnig hræðilegan leik, aðeins fjórar heppnaðar sendingar í sextán tilraunum fyrir 47 jarda og svo kastaði hann einum bolta frá sér. Hann var einnig felldur tvisvar. Slæmur dagur varð síðan enn verri þegar hann kom heim til sín. Kevin Stefanski, þjálfari Browns, sagði eftir leikinn að Sanders myndi byrja leikinn næsta sunnudag gegn Raiders í Las Vegas ef Gabriel kemst ekki í gegnum heilahristingsferlið. View this post on Instagram A post shared by Yahoo Sports (@yahoosports)
NFL Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Sjá meira