Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar 19. nóvember 2025 14:01 Frumvarp um kílómetragjald sem nú liggur fyrir Alþingi er bylting í fjármögnun samgöngukerfisins. Með því að taka upp gjald á hvern ekinn kílómetra og um leið leggja niður olíu- og bensíngjöld á að tryggja áframhaldandi uppbyggingu og viðhald vega landsins. Markmiðið með kílómetragjaldinu er skýrt: Að bregðast við lækkandi tekjum vegan orkuskipta og minnkandi eldsneytisnotkun með kerfi sem endurspeglar raunverulega notkun ökutækja til að bæta og viðhalda vegakerfinu. Þó að breytingin sé í fljótu bragði rökrétt í ljósi ofangreindra breytinga, tækniframfara og umhverfissjónarmiða, verður að gæta þess að hún verði sanngjörn og komi til jafns við alla. Það er viss óréttlæti fólgið í því að kílómetragjald á ódýran smábíl (t.d. Toyota Aygo sem vegur um eitt tonn) verður það sama og á dýrum stórum og breyttum jeppa (t.d. Landrover Defender sem vegur 2.5 tonn). Það er undarleg ákvörðun að hafa sama kílómetragjald fyrir smábíl og fyrir stóran breyttan jeppa í ljósi þess að jeppinn spænir upp slitlag á vegum í miklu meira mæli en smábíllinn. Til viðbótar þessu er ójafnt aðgengi að umhverfisvænum bílum (t.d. rafmagnsbílum) því þeir eru enn of dýrir í innkaupum og í mörgum tilvikum langt fyrir utan fjárhagslega getu fólks með lágar eða meðaltekjur að kaupa. Af þeim sökum neyðist margt fólk með lágar- og meðaltekjur til þess að kaupa eldri, ódýrari og óumhverfisvænni bíla sem ganga fyrir bensíni eða dísil. Af þeirri ástæðu er það lykilatriði að sú lækkun á dæluverði sem lofað er í frumvarpinu gangi eftir og skili sér til neytenda. Í frumvarpinu er boðað að lækkun á lítra verði allt að 105 krónur af bensínlítra og 88 krónur af dísillítra. Verðbreytingar á bensíni og dísel hafa áhrif á vísitölu neysluverðs og þ.a.l. áhrif á lán. Það er einmitt hér sem áhyggjur minar vakna hvort þessar fyrirhuguðu lækkanir skili sér til neytenda. Frumvarpið getur skapað svigrúm fyrir olíufélög til ”að nota ferðina” til að hækka álagningu sína. Olíufélögin hafa engan trúverðuleika meðal neytenda í ljósi hegðunar sinnar við að hækka verð á dælu um leið og heimsmarkaðsverð á bensíni hækkar en hafa á móti sýnt ótrúlega tregðu til að lækka verð á bensíni þegar heimsmarkaðsverð þess lækkar. Ef verðvitund neytenda ruglast og eftirlit er ekki til staðar, getur ávinningurinn af breytingunni horfið – og bitnað mest á þeim sem minnst mega sín. Það er ekki síður mikilvægt að þessi lækkun skili sér í ljósi þess hve mikil áhrif bensín- og díselverð vegur í vísitölu neysluverðs. Gangi ekki lækkunin að fullu til baka hefur það áhrif á vísitölu neysluverðs og gerir öll lán landsmanna dýrari en ella. Til að tryggja að neytendur fái raunverulega lækkun á eldsneytisverði hvet ég stjórnvöld til að setja á laggirnar virkt og gagnsætt eftirlit sem gæti verið samstarf Samkeppniseftirlitsins, Neytendasamtakanna, FÍB og Verðlagseftirlits ASÍ. Aðhald með olíufélögunum er nauðsynlegt til að tryggja að markmið frumvarpsins nái fram að ganga – ekki aðeins í bókhaldi ríkisins, heldur í veski almennings. Við má bæta að þegar frumvarpið er skoðað og þau gjöld sem þungaflutningsökutæki koma til með að greiða er það of lágt til að skapa skattalegan hvata til að færa þungaflutninga af vegum landsins yfir í sjóflutninga. Það er staðreynd að þungaflutningar á vegum landsins fara illa með vegina. Kílómetragjald getur verið réttlát og skilvirk leið til að fjármagna vegakerfið. En réttlæti í framkvæmd krefst þess að við hugum að öllum hópum samfélagsins – ekki síst þeim sem ekki hafa efni á að taka þátt í orkuskiptunum strax. Sanngirni, aðgengi og aðhald verða að vera leiðarljós í þessari breytingu. Höfundur er heilsuhagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kílómetragjald Skattar, tollar og gjöld Gunnar Alexander Ólafsson Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Sjá meira
Frumvarp um kílómetragjald sem nú liggur fyrir Alþingi er bylting í fjármögnun samgöngukerfisins. Með því að taka upp gjald á hvern ekinn kílómetra og um leið leggja niður olíu- og bensíngjöld á að tryggja áframhaldandi uppbyggingu og viðhald vega landsins. Markmiðið með kílómetragjaldinu er skýrt: Að bregðast við lækkandi tekjum vegan orkuskipta og minnkandi eldsneytisnotkun með kerfi sem endurspeglar raunverulega notkun ökutækja til að bæta og viðhalda vegakerfinu. Þó að breytingin sé í fljótu bragði rökrétt í ljósi ofangreindra breytinga, tækniframfara og umhverfissjónarmiða, verður að gæta þess að hún verði sanngjörn og komi til jafns við alla. Það er viss óréttlæti fólgið í því að kílómetragjald á ódýran smábíl (t.d. Toyota Aygo sem vegur um eitt tonn) verður það sama og á dýrum stórum og breyttum jeppa (t.d. Landrover Defender sem vegur 2.5 tonn). Það er undarleg ákvörðun að hafa sama kílómetragjald fyrir smábíl og fyrir stóran breyttan jeppa í ljósi þess að jeppinn spænir upp slitlag á vegum í miklu meira mæli en smábíllinn. Til viðbótar þessu er ójafnt aðgengi að umhverfisvænum bílum (t.d. rafmagnsbílum) því þeir eru enn of dýrir í innkaupum og í mörgum tilvikum langt fyrir utan fjárhagslega getu fólks með lágar eða meðaltekjur að kaupa. Af þeim sökum neyðist margt fólk með lágar- og meðaltekjur til þess að kaupa eldri, ódýrari og óumhverfisvænni bíla sem ganga fyrir bensíni eða dísil. Af þeirri ástæðu er það lykilatriði að sú lækkun á dæluverði sem lofað er í frumvarpinu gangi eftir og skili sér til neytenda. Í frumvarpinu er boðað að lækkun á lítra verði allt að 105 krónur af bensínlítra og 88 krónur af dísillítra. Verðbreytingar á bensíni og dísel hafa áhrif á vísitölu neysluverðs og þ.a.l. áhrif á lán. Það er einmitt hér sem áhyggjur minar vakna hvort þessar fyrirhuguðu lækkanir skili sér til neytenda. Frumvarpið getur skapað svigrúm fyrir olíufélög til ”að nota ferðina” til að hækka álagningu sína. Olíufélögin hafa engan trúverðuleika meðal neytenda í ljósi hegðunar sinnar við að hækka verð á dælu um leið og heimsmarkaðsverð á bensíni hækkar en hafa á móti sýnt ótrúlega tregðu til að lækka verð á bensíni þegar heimsmarkaðsverð þess lækkar. Ef verðvitund neytenda ruglast og eftirlit er ekki til staðar, getur ávinningurinn af breytingunni horfið – og bitnað mest á þeim sem minnst mega sín. Það er ekki síður mikilvægt að þessi lækkun skili sér í ljósi þess hve mikil áhrif bensín- og díselverð vegur í vísitölu neysluverðs. Gangi ekki lækkunin að fullu til baka hefur það áhrif á vísitölu neysluverðs og gerir öll lán landsmanna dýrari en ella. Til að tryggja að neytendur fái raunverulega lækkun á eldsneytisverði hvet ég stjórnvöld til að setja á laggirnar virkt og gagnsætt eftirlit sem gæti verið samstarf Samkeppniseftirlitsins, Neytendasamtakanna, FÍB og Verðlagseftirlits ASÍ. Aðhald með olíufélögunum er nauðsynlegt til að tryggja að markmið frumvarpsins nái fram að ganga – ekki aðeins í bókhaldi ríkisins, heldur í veski almennings. Við má bæta að þegar frumvarpið er skoðað og þau gjöld sem þungaflutningsökutæki koma til með að greiða er það of lágt til að skapa skattalegan hvata til að færa þungaflutninga af vegum landsins yfir í sjóflutninga. Það er staðreynd að þungaflutningar á vegum landsins fara illa með vegina. Kílómetragjald getur verið réttlát og skilvirk leið til að fjármagna vegakerfið. En réttlæti í framkvæmd krefst þess að við hugum að öllum hópum samfélagsins – ekki síst þeim sem ekki hafa efni á að taka þátt í orkuskiptunum strax. Sanngirni, aðgengi og aðhald verða að vera leiðarljós í þessari breytingu. Höfundur er heilsuhagfræðingur.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun