Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar 20. nóvember 2025 07:30 Íslenskt samfélag er, og hefur verið, á miklu vaxtar- og framfaraskeiði undangengin ár og áratugi. Þær hröðu breytingar sem hafa verið á samfélaginu og gerð þess, auk þeirra stóru hnattrænu áskorana sem við stöndum frammi fyrir, kalla á nýja hugsun og stóraukið samstarf samfélagslegra stoðeininga. Veitur hafa á undanförnum árum lagt aukna áherslu á þjónustuhlutverk sitt gagnvart heimilum, fyrirtækjum og sveitarfélögum. Orkuskiptin eru hluti af þeirri vegferð, enda eru þau eitt af stóru viðfangsefnum samtímans. Til þess að tryggja að orkuskiptin gangi vel er nauðsynlegt að allar samfélagseiningar gangi í takt. Við þurfum langtímaáætlanir fyrir raforkuframleiðslu, við þurfum sterkt flutningsnet og öflugar dreifiveitur til að flytja og dreifa rafmagni og loks stöndugan smásölumarkað á rafmagni þar sem keppst er um viðskiptavini með hagstæðum verðum. Þegar við erum tengd Íslendingar hafa áður tekið risaskref í orkuskiptum. Þegar við hurfum frá notkun jarðefnaeldsneytis til húshitunar og byggðum upp hitaveitur, urðu þau orkuskipti eitt af okkar stóru framfaraskrefum sem lífsgæði okkar í dag byggja að stóru leyti á. Nú stöndum við frammi fyrir nýrri orkubyltingu. Í henni ætlum við að skipta út jarðefnaeldsneyti fyrir hreina orku á öllum sviðum samfélagsins, í samgöngum, atvinnulífi og okkar daglega lífi. Orkuskiptin sem við erum lögð af stað í eru viðfangsefni sem kalla á stórfellda virkjun þess frumkvæðisafls sem býr í þjóðinni. Það er kraftur sem við höfum reynslu af að virkja með góðum árangri líkt og í fyrri orkuskiptum. Sá kraftur nýtist best þegar við erum tengd og nálgumst viðfangsefnið sem samstarf með endatakmarkmiðið að gera gott samfélag enn betra og öflugra. Orkuskipti samtímans eru ekki bara tæknibreytingar. Þau snúast í kjarna sínum um það hvernig við sem samfélag nýtum auðlindirnar okkar og hvernig við byggjum upp framtíð sem er sjálfbær, hagkvæm og sanngjörn á sama tíma og við skilum af okkur grunni að fyrirmyndarsamfélagi til kynslóða framtíðarinnar. Hvers vegna skiptir þetta máli? Orkuskipti eru meðal annars svar okkar við loftslagsáskorunum heimsins og eru jafnframt nauðsynleg til þess að vernda visthæfi plánetunnar okkar, en þau eru ekki síður efnahagslegt tækifæri. Orkuskipti skapa störf, efla nýsköpun og styrkja orkuöryggi landsins. Ísland hefur einstaka stöðu til þess að vera leiðandi á heimsvísu þegar kemur að því að raungera þessi orkuskipti. Hér á landi höfum við aðgengi að grænni orku, ríka frumkvöðlareynslu og tæknilega þekkingu sem, ásamt stuttum boðleiðum og sterkum vilja, mynda saman sterkan grunn fyrir verkefnið. Bætt nýting og ábyrg ráðstöfun fjármuna Á næstu áratugum mun raforkuþörf Íslands margfaldast. Orkuskiptin eru kostnaðarsöm og til þess að þau verði farsæl og skili samfélaginu okkar árangri er mikilvægt að fara skynsamlega með fjármuni og þá innviði sem við höfum þegar byggt upp. Við eigum víða í dag býsna öflug rafdreifikerfi sem ættu að geta nýst vel inn í framtíðina að því gefnu að okkur takist að dreifa álagi betur og fletja afltoppa. Raforkukerfið er byggt þannig upp að það verður alltaf að vera rýmd í kerfinu fyrir þá afltoppa sem myndast í því og eru almennt stærstir á ákveðnum tímum dags. Eftir því sem orkuskiptunum hraðar þá myndast óhjákvæmilega aukin þörf fyrir fjárfestingar í flutnings- og dreifikerfum. Við getum haft veruleg áhrif á fjárfestingaþörfina með því að koma okkur upp verkfærum til þess að hafa áhrif á neysluvenjur og hámarka nýtingu þeirra innviða sem við höfum þegar komið okkur upp. Það er samfélagslega hagkvæmast að hámarka nýtingu núverandi innviða og dreifa álaginu betur yfir sólarhringinn. Með snjallari neyslu getum við dregið úr afltoppum og hægt verulega á kostnaðarsömum fjárfestingum í nýjum dreifikerfum. Þetta er bæði hagkvæmt fyrir samfélagið, auk þess sem bætt nýting er umhverfisvæn. Hlutverk Veitna og dreifikerfisins Rafveita Veitna gegnir stóru hlutverki í þessari umbreytingu og hefur um árabil unnið undir slagorðinu „Aflvaki orkuskipta“. Á sama tíma og við viljum tryggja að dreifikerfið styðji við stóraukna rafvæðingu samfélagsins þurfum við að búa þannig um hnútana að það séu til staðar fjárhagslegir hvatar fyrir viðskiptavini að nýta dreifikerfið betur með það fyrir augum að draga úr afltoppum. Samspil þessara þátta er meðal grundvallarforsendna þess að okkur farnist vel í því nauðsynlega viðfangsefni sem orkuskiptin eru, og að sögubækur framtíðar beri vitni um hið framsækna og framsýna framfaraskref sem orkuskiptin síðari voru fyrir íslenska þjóð. Framtíðin – tækifæri fyrir land og þjóð Orkuskipti eru ekki byrði, heldur tækifæri. Með því að nýta það sem við eigum fyrir, bæta við nýrri hugsun, þekkingu og forðast sóun, getum við tryggt að orkuskiptin verði ekki aðeins græn heldur líka skynsamleg. Þannig verður þessi umbreyting ekki bara verkefni orku- og veitufyrirtækja, heldur sameiginlegt verkefni allra Íslendinga — til hagsbóta fyrir land, þjóð og komandi kynslóðir. Höfundur er forstöðumaður Rafveitu Veitna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkuskipti Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Utanríkis- og varnarmál Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Íslenskt samfélag er, og hefur verið, á miklu vaxtar- og framfaraskeiði undangengin ár og áratugi. Þær hröðu breytingar sem hafa verið á samfélaginu og gerð þess, auk þeirra stóru hnattrænu áskorana sem við stöndum frammi fyrir, kalla á nýja hugsun og stóraukið samstarf samfélagslegra stoðeininga. Veitur hafa á undanförnum árum lagt aukna áherslu á þjónustuhlutverk sitt gagnvart heimilum, fyrirtækjum og sveitarfélögum. Orkuskiptin eru hluti af þeirri vegferð, enda eru þau eitt af stóru viðfangsefnum samtímans. Til þess að tryggja að orkuskiptin gangi vel er nauðsynlegt að allar samfélagseiningar gangi í takt. Við þurfum langtímaáætlanir fyrir raforkuframleiðslu, við þurfum sterkt flutningsnet og öflugar dreifiveitur til að flytja og dreifa rafmagni og loks stöndugan smásölumarkað á rafmagni þar sem keppst er um viðskiptavini með hagstæðum verðum. Þegar við erum tengd Íslendingar hafa áður tekið risaskref í orkuskiptum. Þegar við hurfum frá notkun jarðefnaeldsneytis til húshitunar og byggðum upp hitaveitur, urðu þau orkuskipti eitt af okkar stóru framfaraskrefum sem lífsgæði okkar í dag byggja að stóru leyti á. Nú stöndum við frammi fyrir nýrri orkubyltingu. Í henni ætlum við að skipta út jarðefnaeldsneyti fyrir hreina orku á öllum sviðum samfélagsins, í samgöngum, atvinnulífi og okkar daglega lífi. Orkuskiptin sem við erum lögð af stað í eru viðfangsefni sem kalla á stórfellda virkjun þess frumkvæðisafls sem býr í þjóðinni. Það er kraftur sem við höfum reynslu af að virkja með góðum árangri líkt og í fyrri orkuskiptum. Sá kraftur nýtist best þegar við erum tengd og nálgumst viðfangsefnið sem samstarf með endatakmarkmiðið að gera gott samfélag enn betra og öflugra. Orkuskipti samtímans eru ekki bara tæknibreytingar. Þau snúast í kjarna sínum um það hvernig við sem samfélag nýtum auðlindirnar okkar og hvernig við byggjum upp framtíð sem er sjálfbær, hagkvæm og sanngjörn á sama tíma og við skilum af okkur grunni að fyrirmyndarsamfélagi til kynslóða framtíðarinnar. Hvers vegna skiptir þetta máli? Orkuskipti eru meðal annars svar okkar við loftslagsáskorunum heimsins og eru jafnframt nauðsynleg til þess að vernda visthæfi plánetunnar okkar, en þau eru ekki síður efnahagslegt tækifæri. Orkuskipti skapa störf, efla nýsköpun og styrkja orkuöryggi landsins. Ísland hefur einstaka stöðu til þess að vera leiðandi á heimsvísu þegar kemur að því að raungera þessi orkuskipti. Hér á landi höfum við aðgengi að grænni orku, ríka frumkvöðlareynslu og tæknilega þekkingu sem, ásamt stuttum boðleiðum og sterkum vilja, mynda saman sterkan grunn fyrir verkefnið. Bætt nýting og ábyrg ráðstöfun fjármuna Á næstu áratugum mun raforkuþörf Íslands margfaldast. Orkuskiptin eru kostnaðarsöm og til þess að þau verði farsæl og skili samfélaginu okkar árangri er mikilvægt að fara skynsamlega með fjármuni og þá innviði sem við höfum þegar byggt upp. Við eigum víða í dag býsna öflug rafdreifikerfi sem ættu að geta nýst vel inn í framtíðina að því gefnu að okkur takist að dreifa álagi betur og fletja afltoppa. Raforkukerfið er byggt þannig upp að það verður alltaf að vera rýmd í kerfinu fyrir þá afltoppa sem myndast í því og eru almennt stærstir á ákveðnum tímum dags. Eftir því sem orkuskiptunum hraðar þá myndast óhjákvæmilega aukin þörf fyrir fjárfestingar í flutnings- og dreifikerfum. Við getum haft veruleg áhrif á fjárfestingaþörfina með því að koma okkur upp verkfærum til þess að hafa áhrif á neysluvenjur og hámarka nýtingu þeirra innviða sem við höfum þegar komið okkur upp. Það er samfélagslega hagkvæmast að hámarka nýtingu núverandi innviða og dreifa álaginu betur yfir sólarhringinn. Með snjallari neyslu getum við dregið úr afltoppum og hægt verulega á kostnaðarsömum fjárfestingum í nýjum dreifikerfum. Þetta er bæði hagkvæmt fyrir samfélagið, auk þess sem bætt nýting er umhverfisvæn. Hlutverk Veitna og dreifikerfisins Rafveita Veitna gegnir stóru hlutverki í þessari umbreytingu og hefur um árabil unnið undir slagorðinu „Aflvaki orkuskipta“. Á sama tíma og við viljum tryggja að dreifikerfið styðji við stóraukna rafvæðingu samfélagsins þurfum við að búa þannig um hnútana að það séu til staðar fjárhagslegir hvatar fyrir viðskiptavini að nýta dreifikerfið betur með það fyrir augum að draga úr afltoppum. Samspil þessara þátta er meðal grundvallarforsendna þess að okkur farnist vel í því nauðsynlega viðfangsefni sem orkuskiptin eru, og að sögubækur framtíðar beri vitni um hið framsækna og framsýna framfaraskref sem orkuskiptin síðari voru fyrir íslenska þjóð. Framtíðin – tækifæri fyrir land og þjóð Orkuskipti eru ekki byrði, heldur tækifæri. Með því að nýta það sem við eigum fyrir, bæta við nýrri hugsun, þekkingu og forðast sóun, getum við tryggt að orkuskiptin verði ekki aðeins græn heldur líka skynsamleg. Þannig verður þessi umbreyting ekki bara verkefni orku- og veitufyrirtækja, heldur sameiginlegt verkefni allra Íslendinga — til hagsbóta fyrir land, þjóð og komandi kynslóðir. Höfundur er forstöðumaður Rafveitu Veitna.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun