Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar 20. nóvember 2025 09:32 Fyrir tæpum mánuði síðan hópuðust konur og kvár saman til að fagna 50 ára afmæli kvennafrídagsins. Samstaða, von og hvetjandi andi vöktu athygli út fyrir landsteinana þar sem samfélagsmiðlar báru fréttir hratt milli ólíkra staða og heimshorna. Íslenskar konur hafa þorað, getað og viljað standa vörð um mannréttindi og barist fyrir jafnrétti í samfélaginu. Árangurinn og samstaðan er í mörgu fyrirmynd fyrir aðrar þjóðir en við lifum á tímum bakslags þegar kemur að margvíslegum réttindabaráttum og það á einnig við um femíníska réttindabaráttu. Samtíma femínismi hefur eins og svo margt annað í nútímasamfélagi myndað samfélög í netheimum sem tengja saman ólíka menningarheima og heimshorn. Kvennamorð og kynbundið ofbeldi er grafalvarlegt mál sem hefur vakið töluverða athygli og umræðu á netinu sem og í fjölmiðlum víðsvegar um heim. Í greininni "Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir" sem birtist á Vísi fyrir rétt tæpu ári síðan, bendir Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi, á að árið 2023 var kona drepin á 10 mínútna fresti. Það var aukning á kvennamorðum frá 2022 en þá var kona myrt á 11 mínútna fresti sem aftur var aukning frá árinu 2021 þegar kona var drepin á 12 mínútna fresti. Í greininni segir orðrétt: „Kvennamorð eru framin um allan heim og ekkert ríki heims er undanskilið. Ekki einu sinni Ísland.” Kynbundið ofbeldi er grafalvarlegt vandamál á Íslandi en samtök eins og Kvennaathvarfið og Stígamót veita aðstoð fyrir fólk í ofbeldissamböndum og fólk sem hefur verið beitt kynferðisofbeldi. Enn og aftur fer umræða um kvennamorð og kynbundið ofbeldi sem bylgja um netheima en í Suður-Afríku er kona myrt að meðaltali á 2.5 klukkustunda fresti eða 15 konur daglega. Kvennamorð eru 6 sinnum algengari í Suður-Afríku en heimsmeðaltalið. Á einu ári frá apríl 2023 til mars 2024 voru 5.578 konur myrtar í Suður-Afríku en það er 33.8% aukning frá fyrra ári. 42.569 nauðgunarmál voru tilkynnt til lögreglu 2023/24 en áætlað er að 95% nauðgunartilvika séu ekki tilkynnt.* Suður-Afrísku samtökin Women for Change hafa þrýst á yfirvöld að lýsa yfir neyðarástandi. Hvatt er til mótmæla víðsvegar um Suður-Afríku 21. nóvember. Dagsetningin er valin í aðdraganda G20-fundarins sem verður haldin í Jóhannesarborg þetta árið. Þá eru konur og hinsegin fólk hvött til að leggja niður jafnt launuð sem og ólaunuð störf og sniðganga hagkerfið þann daginn. Fólk er beðið um að leggjast niður í 15 mínútur frá klukkan 12:00 til að minnast þeirra 15 kvenna sem myrtar eru daglega og klæðast svörtu, lit sorgar og mótspyrnu. Einnig er fólk beðið um að gera prófílmyndina sína fjólubláa til að vekja athygli á baráttunni í netheimum ásamt því að ræða og deila upplýsingum. Í aðdraganda mótmælanna hefur fjöldi fólks skipt yfir í fjólubláa prófílmynd á samfélagsmiðlum. Fjólublái liturinn táknar samstöðu með fórnarlömbum kynbundins ofbeldis og kvennamorða í Suður-Afríku. Þetta táknræna atferli, að skipta út mynd af sjálfum sér fyrir málstað er ekki flókið en hefur hlotið gagnrýni og kölluð sýndarmennska. Kjarninn felst í samstöðu og sýnileika sem spyrnir gegn því að hægt sé að horfa fram hjá vandamálinu. Þannig getur samstaða skipt sköpum þegar kemur að því að krefjast breytinga og mannréttinda. Samstaðan í netheimum hefur teygt sig langt umfram landamæri Suður-Afríku en það hefur margoft sýnt sig að samstaða frá þeim sem þora, geta og vilja standa með mannréttindum telur. *Heimild: https://womenforchange.co.za/petition-gbvf-national-disaster/ Höfundur er tónlistarkona og kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynbundið ofbeldi Suður-Afríka Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir tæpum mánuði síðan hópuðust konur og kvár saman til að fagna 50 ára afmæli kvennafrídagsins. Samstaða, von og hvetjandi andi vöktu athygli út fyrir landsteinana þar sem samfélagsmiðlar báru fréttir hratt milli ólíkra staða og heimshorna. Íslenskar konur hafa þorað, getað og viljað standa vörð um mannréttindi og barist fyrir jafnrétti í samfélaginu. Árangurinn og samstaðan er í mörgu fyrirmynd fyrir aðrar þjóðir en við lifum á tímum bakslags þegar kemur að margvíslegum réttindabaráttum og það á einnig við um femíníska réttindabaráttu. Samtíma femínismi hefur eins og svo margt annað í nútímasamfélagi myndað samfélög í netheimum sem tengja saman ólíka menningarheima og heimshorn. Kvennamorð og kynbundið ofbeldi er grafalvarlegt mál sem hefur vakið töluverða athygli og umræðu á netinu sem og í fjölmiðlum víðsvegar um heim. Í greininni "Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir" sem birtist á Vísi fyrir rétt tæpu ári síðan, bendir Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi, á að árið 2023 var kona drepin á 10 mínútna fresti. Það var aukning á kvennamorðum frá 2022 en þá var kona myrt á 11 mínútna fresti sem aftur var aukning frá árinu 2021 þegar kona var drepin á 12 mínútna fresti. Í greininni segir orðrétt: „Kvennamorð eru framin um allan heim og ekkert ríki heims er undanskilið. Ekki einu sinni Ísland.” Kynbundið ofbeldi er grafalvarlegt vandamál á Íslandi en samtök eins og Kvennaathvarfið og Stígamót veita aðstoð fyrir fólk í ofbeldissamböndum og fólk sem hefur verið beitt kynferðisofbeldi. Enn og aftur fer umræða um kvennamorð og kynbundið ofbeldi sem bylgja um netheima en í Suður-Afríku er kona myrt að meðaltali á 2.5 klukkustunda fresti eða 15 konur daglega. Kvennamorð eru 6 sinnum algengari í Suður-Afríku en heimsmeðaltalið. Á einu ári frá apríl 2023 til mars 2024 voru 5.578 konur myrtar í Suður-Afríku en það er 33.8% aukning frá fyrra ári. 42.569 nauðgunarmál voru tilkynnt til lögreglu 2023/24 en áætlað er að 95% nauðgunartilvika séu ekki tilkynnt.* Suður-Afrísku samtökin Women for Change hafa þrýst á yfirvöld að lýsa yfir neyðarástandi. Hvatt er til mótmæla víðsvegar um Suður-Afríku 21. nóvember. Dagsetningin er valin í aðdraganda G20-fundarins sem verður haldin í Jóhannesarborg þetta árið. Þá eru konur og hinsegin fólk hvött til að leggja niður jafnt launuð sem og ólaunuð störf og sniðganga hagkerfið þann daginn. Fólk er beðið um að leggjast niður í 15 mínútur frá klukkan 12:00 til að minnast þeirra 15 kvenna sem myrtar eru daglega og klæðast svörtu, lit sorgar og mótspyrnu. Einnig er fólk beðið um að gera prófílmyndina sína fjólubláa til að vekja athygli á baráttunni í netheimum ásamt því að ræða og deila upplýsingum. Í aðdraganda mótmælanna hefur fjöldi fólks skipt yfir í fjólubláa prófílmynd á samfélagsmiðlum. Fjólublái liturinn táknar samstöðu með fórnarlömbum kynbundins ofbeldis og kvennamorða í Suður-Afríku. Þetta táknræna atferli, að skipta út mynd af sjálfum sér fyrir málstað er ekki flókið en hefur hlotið gagnrýni og kölluð sýndarmennska. Kjarninn felst í samstöðu og sýnileika sem spyrnir gegn því að hægt sé að horfa fram hjá vandamálinu. Þannig getur samstaða skipt sköpum þegar kemur að því að krefjast breytinga og mannréttinda. Samstaðan í netheimum hefur teygt sig langt umfram landamæri Suður-Afríku en það hefur margoft sýnt sig að samstaða frá þeim sem þora, geta og vilja standa með mannréttindum telur. *Heimild: https://womenforchange.co.za/petition-gbvf-national-disaster/ Höfundur er tónlistarkona og kennari.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun