Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar 21. nóvember 2025 14:45 Mikið hefur verið rætt um stöðu íslenskunnar að undanförnu, en margir eru hugsi út í ákvörðun stjórnvalda að draga úr íslenskukennslu fyrir innflytjendur. Frá ráðamönnum hefur heyrst að liggja þurfi fyrir stefna áður en ráðist er í fjárveitingar til málaflokksins. En stefnan er nefnilega löngu tilbúin. Fyrsta stefna Íslands í málaflokknum Í lok maí í fyrra gaf félags- og húsnæðismálaráðuneytið út fyrstu stefnu Íslands í málefnum innflytjenda. Hún var unnin í miklu samráði við almenning – yfir 500 manns sóttu opna fundi og fundi rýnihópa – og utanaðkomandi ráðgjöf var fengin frá OECD sem nýttist við gerð hennar. Aðalhagfræðingur OECD í málefnum innflytjenda hafði orð á því að hann hefði aldrei séð viðlíka samráð í stefnumótun á sínum áratuga ferli hjá stofnuninni. Upphaflega stóð til að leggja stefnuna fyrir Alþingi síðastliðið haust, en skyndilegt þingrof vegna kosninga setti strik í reikninginn. Stefnan er metnaðarfull og telur yfir 50 blaðsíður, en í henni er lögð megináhersla á íslenska tungu sem lykilinn að samfélaginu. Ábyrgðin liggi bæði hjá innflytjendum og innfæddum. Ljóst er að hefðbundið tungumálanám þarf að efla. Þörfin hefur aldrei verið meiri Hlutfall innflytjenda sem tala tungumálið er hvergi lægra en hér innan ríkja OECD, og ein ástæða þess er að við höfum ekki fjárfest í tungumálinu okkar. Staðan var slæm en hefur nú versnað eftir að fjárauki til málaflokksins var felldur niður í nýjustu fjárlögum – Danir verja nú hátt í tífalt meira en við í tungumálakennslu á hvern innflytjanda, Finnar fimm sinnum meira, og Norðmenn fjórum sinnum meira. Þeir sem una ekki þessari stöðu geta þó huggað sig við það að stefnan liggur fyrir – það þarf aðeins að hrinda henni í framkvæmd. Ég hvet félags- og vinnumarkaðsráðherra til að innleiða stefnuna, sem er þverpólitísk og byggir á víðtæku samráði og sérfræðiráðgjöf. Sömuleiðis vil ég hvetja löggjafarvaldið til að taka málið í sínar hendur og að þingheimur taki málið upp á yfirstandandi þingi. Því íslenskan skiptir máli. Höfundur vann skýrslu OECD í málefnum innflytjenda sem nýttist við mótun stefnunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Innflytjendamál Mest lesið Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Sjá meira
Mikið hefur verið rætt um stöðu íslenskunnar að undanförnu, en margir eru hugsi út í ákvörðun stjórnvalda að draga úr íslenskukennslu fyrir innflytjendur. Frá ráðamönnum hefur heyrst að liggja þurfi fyrir stefna áður en ráðist er í fjárveitingar til málaflokksins. En stefnan er nefnilega löngu tilbúin. Fyrsta stefna Íslands í málaflokknum Í lok maí í fyrra gaf félags- og húsnæðismálaráðuneytið út fyrstu stefnu Íslands í málefnum innflytjenda. Hún var unnin í miklu samráði við almenning – yfir 500 manns sóttu opna fundi og fundi rýnihópa – og utanaðkomandi ráðgjöf var fengin frá OECD sem nýttist við gerð hennar. Aðalhagfræðingur OECD í málefnum innflytjenda hafði orð á því að hann hefði aldrei séð viðlíka samráð í stefnumótun á sínum áratuga ferli hjá stofnuninni. Upphaflega stóð til að leggja stefnuna fyrir Alþingi síðastliðið haust, en skyndilegt þingrof vegna kosninga setti strik í reikninginn. Stefnan er metnaðarfull og telur yfir 50 blaðsíður, en í henni er lögð megináhersla á íslenska tungu sem lykilinn að samfélaginu. Ábyrgðin liggi bæði hjá innflytjendum og innfæddum. Ljóst er að hefðbundið tungumálanám þarf að efla. Þörfin hefur aldrei verið meiri Hlutfall innflytjenda sem tala tungumálið er hvergi lægra en hér innan ríkja OECD, og ein ástæða þess er að við höfum ekki fjárfest í tungumálinu okkar. Staðan var slæm en hefur nú versnað eftir að fjárauki til málaflokksins var felldur niður í nýjustu fjárlögum – Danir verja nú hátt í tífalt meira en við í tungumálakennslu á hvern innflytjanda, Finnar fimm sinnum meira, og Norðmenn fjórum sinnum meira. Þeir sem una ekki þessari stöðu geta þó huggað sig við það að stefnan liggur fyrir – það þarf aðeins að hrinda henni í framkvæmd. Ég hvet félags- og vinnumarkaðsráðherra til að innleiða stefnuna, sem er þverpólitísk og byggir á víðtæku samráði og sérfræðiráðgjöf. Sömuleiðis vil ég hvetja löggjafarvaldið til að taka málið í sínar hendur og að þingheimur taki málið upp á yfirstandandi þingi. Því íslenskan skiptir máli. Höfundur vann skýrslu OECD í málefnum innflytjenda sem nýttist við mótun stefnunnar.
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar