Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson og Eva María Jónsdóttir skrifa 22. nóvember 2025 11:00 Aukin umræða um gildi íslenskunnar og flókna varnarstöðu hennar hefur glatt stjórnarmenn í Íslenskri málnefnd mikið. Um þetta höfum við sent frá okkur margar ályktanir undanfarin 18 ár sem allar finnast á vef málnefndar. Stundum hefur okkur þótt við tala fyrir daufum eyrum bæði ráðamanna og samfélags. Hin afar mikilvægu lög um tungumálið voru samþykkt árið 2011 en fyrst árið 2018 fundum við að farið var að taka verulegt mark á ábendingum okkar. Munar þar mest um fjármagnaða máltækniáætlun, nýja styrki til bókmennta og menningar og hina mikilvægu ályktun um stöðu tungunnar sem samþykkt var árið 2019 og fylgt var eftir með aðgerðaáætlun árið 2023. Allt frá því að Ísland varð aðili að EES með frjálsu flæði vinnuafls milli landa hefur legið fyrir að auka þyrfti til muna fjármagn til íslenskukennslu fyrir nýja landsmenn en það er ekki fyrr en vandinn var orðinn verulegur fyrir um fimm árum að stjórnvöld tóku við sér, einkum árin 2023-2024. Því miður blasir samt aftur við niðurskurður til þessa afar mikilvæga málaflokks. Hér þyrfti ný ríkisstjórn að feta í fótspor hinnar fyrri. Það er von okkar og ákall að hætt verði við boðaðan niðurskurð til málaflokksins. Þetta er þó fjarri að vera eini eða stærsti vandinn sem stafar að tungumálinu. Öflugt skólakerfi er forsenda þess að tungumálið fái þrifist og því miður eru þar ákveðnar brotalamir eins og alþjóðleg samanburðarpróf hafa sýnt og nær sú þróun þrjátíu ár aftur í tímann. Skólakerfið hefur í tímans rás verið helsti bjargvættur tungumálsins og þar þarf að herða mjög á íslenskukennslu og nota til þess þekkingu sérfræðinga. Einu sinni var sagt að allir kennarar væru íslenskukennarar og það á enn við. Íslenska er ekki aðeins ein námsgrein í skóla heldur forsenda alls annars náms og veik íslenskukunnátta stendur öll öðru námi fyrir þrifum. Þó að örum vexti landsmanna með annað móðurmál en íslensku, snjalltækjavæðingu og flóði erlends skemmtiefnis fylgi óneitanlega umtalsverðar áskoranir ræður öflugt menntakerfi sem býr til sterka og sjálfstæða nemendur við slíkan og annan eins vanda. Það er því mikilvægt að menntun og menning verði nú sett í forgang hjá stjórnvöldum ef snúa á vörn í sókn í málefnum íslenskunnar. Íslensk málnefnd vill gjarnan heyra meira um fjármagnaðar aðgerðir í þágu íslenskunnar í skólakerfinu á komandi árum. Staða íslenskrar tungu snýst alls ekki eingöngu um fjölda íbúa sem hafa annað móðurmál heldur ekki síður um afstöðu þjóðarinnar sjálfrar til málsins eins og Íslensk málnefnd hefur bent á. Fjölga þarf til muna vönduðu íslensku efni á netinu með þjóðarátaki. Þá ætti að setja á laggirnar aðgerðaáætlun sem eflir bóklestur bæði barna og fullorðinna. Auk þess þarf að styrkja áfram myndarlega við bókaútgáfu og aðra menningu á íslensku. Langmikilvægast er þó að efla sérstaklega íslenskukennslu á öllum skólastigum. Um allt þetta hefur Íslensk málnefnd fjallað í sínum ályktunum og er sem fyrr fús til að veita stjórnvöldum góð ráð um efnið. Höfundar eru formaður og varaformaður Íslenskrar málnefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Ármann Jakobsson Eva María Jónsdóttir Mest lesið Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Aukin umræða um gildi íslenskunnar og flókna varnarstöðu hennar hefur glatt stjórnarmenn í Íslenskri málnefnd mikið. Um þetta höfum við sent frá okkur margar ályktanir undanfarin 18 ár sem allar finnast á vef málnefndar. Stundum hefur okkur þótt við tala fyrir daufum eyrum bæði ráðamanna og samfélags. Hin afar mikilvægu lög um tungumálið voru samþykkt árið 2011 en fyrst árið 2018 fundum við að farið var að taka verulegt mark á ábendingum okkar. Munar þar mest um fjármagnaða máltækniáætlun, nýja styrki til bókmennta og menningar og hina mikilvægu ályktun um stöðu tungunnar sem samþykkt var árið 2019 og fylgt var eftir með aðgerðaáætlun árið 2023. Allt frá því að Ísland varð aðili að EES með frjálsu flæði vinnuafls milli landa hefur legið fyrir að auka þyrfti til muna fjármagn til íslenskukennslu fyrir nýja landsmenn en það er ekki fyrr en vandinn var orðinn verulegur fyrir um fimm árum að stjórnvöld tóku við sér, einkum árin 2023-2024. Því miður blasir samt aftur við niðurskurður til þessa afar mikilvæga málaflokks. Hér þyrfti ný ríkisstjórn að feta í fótspor hinnar fyrri. Það er von okkar og ákall að hætt verði við boðaðan niðurskurð til málaflokksins. Þetta er þó fjarri að vera eini eða stærsti vandinn sem stafar að tungumálinu. Öflugt skólakerfi er forsenda þess að tungumálið fái þrifist og því miður eru þar ákveðnar brotalamir eins og alþjóðleg samanburðarpróf hafa sýnt og nær sú þróun þrjátíu ár aftur í tímann. Skólakerfið hefur í tímans rás verið helsti bjargvættur tungumálsins og þar þarf að herða mjög á íslenskukennslu og nota til þess þekkingu sérfræðinga. Einu sinni var sagt að allir kennarar væru íslenskukennarar og það á enn við. Íslenska er ekki aðeins ein námsgrein í skóla heldur forsenda alls annars náms og veik íslenskukunnátta stendur öll öðru námi fyrir þrifum. Þó að örum vexti landsmanna með annað móðurmál en íslensku, snjalltækjavæðingu og flóði erlends skemmtiefnis fylgi óneitanlega umtalsverðar áskoranir ræður öflugt menntakerfi sem býr til sterka og sjálfstæða nemendur við slíkan og annan eins vanda. Það er því mikilvægt að menntun og menning verði nú sett í forgang hjá stjórnvöldum ef snúa á vörn í sókn í málefnum íslenskunnar. Íslensk málnefnd vill gjarnan heyra meira um fjármagnaðar aðgerðir í þágu íslenskunnar í skólakerfinu á komandi árum. Staða íslenskrar tungu snýst alls ekki eingöngu um fjölda íbúa sem hafa annað móðurmál heldur ekki síður um afstöðu þjóðarinnar sjálfrar til málsins eins og Íslensk málnefnd hefur bent á. Fjölga þarf til muna vönduðu íslensku efni á netinu með þjóðarátaki. Þá ætti að setja á laggirnar aðgerðaáætlun sem eflir bóklestur bæði barna og fullorðinna. Auk þess þarf að styrkja áfram myndarlega við bókaútgáfu og aðra menningu á íslensku. Langmikilvægast er þó að efla sérstaklega íslenskukennslu á öllum skólastigum. Um allt þetta hefur Íslensk málnefnd fjallað í sínum ályktunum og er sem fyrr fús til að veita stjórnvöldum góð ráð um efnið. Höfundar eru formaður og varaformaður Íslenskrar málnefndar.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun