Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. nóvember 2025 15:01 Marta Cox er besti leikmaður kvennalandsliðs Panama en forseti sambandsins var ósáttur með það að hún gagnrýndi aðbúnað landsliðsins. Getty/Sean M. Haffey Þetta ættu að vera frábærir dagar fyrir forseta knattspyrnusambands Panama en svo er nú ekki raunin og hann getur engum kennt um nema sjálfum sér. Aðeins nokkrum dögum eftir að Panama tryggði sér sæti á heimsmeistaramóti karla 2026 dæmdi Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, forseta sambandsins í lengra bann fyrir að virða ekki fyrra bann sem var sett á hann fyrir að beita stjörnu kvennalandsliðsins fituskömmun. FIFA sagði að Manuel Arias væri í banni frá allri starfsemi tengdri fótbolta í sex mánuði, bann sem rennur út um fjórum vikum áður en heimsmeistaramótið hefst í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada næsta sumar. #DeportesCri Manuel Arias, presidente de la Fepafut, ha sido suspendido de toda actividad relacionada con el fútbol durante seis meses y multado con 20.000 francos suizos por infringir el artículo 21 del Código Disciplinario de la FIFA (CDF), concretamente por no haber respetado… pic.twitter.com/CcsnAppZdU— Diario Critica.Pa (@criticaenlinea) November 21, 2025 Arias er þar með meinað að vera viðstaddur dráttinn fyrir heimsmeistaramótið þann 5. desember en dregið verður í Washington, D.C. í Bandaríkjunum. FIFA sagði að agadómarar sambandsins hefðu einnig lagt 25 þúsund Bandaríkjadala sekt á embættismanninn frá Panama fyrir að fara ekki að fyrri úrskurði siðanefndar sambandsins sem setti hann í sex mánaða bann fram í júlí. Engar nánari upplýsingar voru gefnar um hvernig hann braut bannið. Arias gaf í skyn að Marta Cox væri „feit“ eftir að hún gagnrýndi aðbúnað landsliðsins, sem komst á heimsmeistaramót kvenna 2023. Cox er fyrirliði og einn allra besti leikmaður kvennalandsliðsins og hefur skorað 26 mörk í 63 landsleikjum. Arias viðurkenndi síðan að þetta hafi verið óheppileg ummæli í mars 2024 en slapp þó ekki undan banni FIFA. Á meðan á fyrra sex mánaða banni hans stóð hefði Arias átt að vera fjarverandi á tveimur undankeppnisleikjum fyrir heimsmeistaramótið í júní og á Gullbikarnum í Bandaríkjunum sem stóð fram í júlí. Arias getur áfrýjað nýjustu viðurlögum FIFA. Panama tryggði sér sæti á heimsmeistaramóti karla með því að sigra El Salvador 3-0 á þriðjudag á meðan Súrínam, sem áður leiddi riðilinn, tapaði 3-1 í Gvatemala. El Comité de Ética de la Fifa volvió a suspender por seis meses al presidente de la Federación Panameña de Fútbol, FPF, Manuel Arias, por no cumplir con una sanción impuesta anteriormentehttps://t.co/Jl7bUF716a— Diario La República (@larepublica_co) November 22, 2025 HM 2026 í fótbolta Panama Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Fleiri fréttir Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Rifust á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Sjá meira
Aðeins nokkrum dögum eftir að Panama tryggði sér sæti á heimsmeistaramóti karla 2026 dæmdi Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, forseta sambandsins í lengra bann fyrir að virða ekki fyrra bann sem var sett á hann fyrir að beita stjörnu kvennalandsliðsins fituskömmun. FIFA sagði að Manuel Arias væri í banni frá allri starfsemi tengdri fótbolta í sex mánuði, bann sem rennur út um fjórum vikum áður en heimsmeistaramótið hefst í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada næsta sumar. #DeportesCri Manuel Arias, presidente de la Fepafut, ha sido suspendido de toda actividad relacionada con el fútbol durante seis meses y multado con 20.000 francos suizos por infringir el artículo 21 del Código Disciplinario de la FIFA (CDF), concretamente por no haber respetado… pic.twitter.com/CcsnAppZdU— Diario Critica.Pa (@criticaenlinea) November 21, 2025 Arias er þar með meinað að vera viðstaddur dráttinn fyrir heimsmeistaramótið þann 5. desember en dregið verður í Washington, D.C. í Bandaríkjunum. FIFA sagði að agadómarar sambandsins hefðu einnig lagt 25 þúsund Bandaríkjadala sekt á embættismanninn frá Panama fyrir að fara ekki að fyrri úrskurði siðanefndar sambandsins sem setti hann í sex mánaða bann fram í júlí. Engar nánari upplýsingar voru gefnar um hvernig hann braut bannið. Arias gaf í skyn að Marta Cox væri „feit“ eftir að hún gagnrýndi aðbúnað landsliðsins, sem komst á heimsmeistaramót kvenna 2023. Cox er fyrirliði og einn allra besti leikmaður kvennalandsliðsins og hefur skorað 26 mörk í 63 landsleikjum. Arias viðurkenndi síðan að þetta hafi verið óheppileg ummæli í mars 2024 en slapp þó ekki undan banni FIFA. Á meðan á fyrra sex mánaða banni hans stóð hefði Arias átt að vera fjarverandi á tveimur undankeppnisleikjum fyrir heimsmeistaramótið í júní og á Gullbikarnum í Bandaríkjunum sem stóð fram í júlí. Arias getur áfrýjað nýjustu viðurlögum FIFA. Panama tryggði sér sæti á heimsmeistaramóti karla með því að sigra El Salvador 3-0 á þriðjudag á meðan Súrínam, sem áður leiddi riðilinn, tapaði 3-1 í Gvatemala. El Comité de Ética de la Fifa volvió a suspender por seis meses al presidente de la Federación Panameña de Fútbol, FPF, Manuel Arias, por no cumplir con una sanción impuesta anteriormentehttps://t.co/Jl7bUF716a— Diario La República (@larepublica_co) November 22, 2025
HM 2026 í fótbolta Panama Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Fleiri fréttir Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Rifust á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Sjá meira