Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar 24. nóvember 2025 15:30 Fyrr í haust kom inn á Samráðsgátt stjórnvalda samantekt um stöðu fæðuöryggis á Íslandi. Málið fór ekki hátt enda „aðeins“ um samantekt að ræða. Ekki voru send út boð um þátttöku í samráðinu og voru umsagnir við málið aðeins 10 talsins. Dalabyggð rýndi samantektina og skilaði umsögn vegna málsins sem taldi sjö blaðsíður. Í umsögn Dalabyggðar er m.a. fjallað um áhættugreiningar, áburð, innflutning, styrki, alþjóðaviðskipti, eldsneyti, fyrirbyggjandi aðgerðir, flokkun landbúnaðarlands, framleiðslu mismunandi búgreina, kornrækt, birgðahald, samgöngur, raforku, matvælaverð, matvælaframboð, loftslagsmál og fleira. Enda af nægu að taka. Það er í framhaldinu eðlilegt að velta fyrir sér hvað eigi að gera með slíkt mál, sem ekki er talin þörf á að senda á hagaðila til þátttöku í umsagnarferli. Nú birtist í dag, tveimur mánuðum eftir að umsagnarferli lauk, á vefsíðu Stjórnarráðsins tilkynning um málþing undir yfirskriftinni: Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Sem fyrrum bóndi og starfsmaður bænda, búfræðingur, áhugamanneskja um landbúnað og í dag staðgengill sveitarstjóra í sveitarfélagi sem byggir á landbúnaði rýndi ég að sjálfsögðu dagskránna. Meðal annars til að sjá hvaða fulltrúi bændastéttarinnar væri þátttakandi í dagskránni. Svarið er: Enginn. Í pallborðum, verður samkvæmt dagskránni, varpað fram tveimur spurningum. Sú fyrri: Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? og sú seinni: Er nauðsynleg seigla samfélagsins til staðar? Með fullri virðingu fyrir vel gefnu og meinandi fólki sem mun flytja erindi og taka þátt í pallborðum á þessu málþingi, þá er að mínu mati galið að ekki sé fenginn aðili til að vera málsvari þeirrar stéttar sem mun þurfa að bregðast hvað mest við tillögum og aðgerðum sem að þessu málefni snúa hérna innan lands. Það ber enginn ábyrgð á að gefa okkur að borða. Samt eigum við heila starfsstétt sem vinnur að því allt árið um kring, 365 daga ársins, að geta framleitt mat fyrir okkur. Nú á að halda tveggja klukkustunda málþing um fæðuöryggi landsins og þar eru m.a. fulltrúar samtaka iðnaðar, verslunar, ráðuneyta og háskóla við borðið en enginn frá bændum. Þegar þinga á um málefni sem stendur svo nærri bændum, út frá skýrslum sem fjalla um starfsumhverfi þeirra að stórum hluta, hljóta fleiri að velta fyrir sér hver sé ástæða fjarveru bænda á slíkum viðburði. Því hefur verið fleygt að atvinnuvegaráðherra sé enn að koma sér fyrir í ráðuneytinu. Samt sem áður hlýtur hún að geta nálgast tengiliðaupplýsingar Bændasamtaka Íslands, eða svo skyldi maður ætla. Höfundur er staðgengill sveitarstjóra hjá Dalabyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna María Sigmundsdóttir Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Fyrr í haust kom inn á Samráðsgátt stjórnvalda samantekt um stöðu fæðuöryggis á Íslandi. Málið fór ekki hátt enda „aðeins“ um samantekt að ræða. Ekki voru send út boð um þátttöku í samráðinu og voru umsagnir við málið aðeins 10 talsins. Dalabyggð rýndi samantektina og skilaði umsögn vegna málsins sem taldi sjö blaðsíður. Í umsögn Dalabyggðar er m.a. fjallað um áhættugreiningar, áburð, innflutning, styrki, alþjóðaviðskipti, eldsneyti, fyrirbyggjandi aðgerðir, flokkun landbúnaðarlands, framleiðslu mismunandi búgreina, kornrækt, birgðahald, samgöngur, raforku, matvælaverð, matvælaframboð, loftslagsmál og fleira. Enda af nægu að taka. Það er í framhaldinu eðlilegt að velta fyrir sér hvað eigi að gera með slíkt mál, sem ekki er talin þörf á að senda á hagaðila til þátttöku í umsagnarferli. Nú birtist í dag, tveimur mánuðum eftir að umsagnarferli lauk, á vefsíðu Stjórnarráðsins tilkynning um málþing undir yfirskriftinni: Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Sem fyrrum bóndi og starfsmaður bænda, búfræðingur, áhugamanneskja um landbúnað og í dag staðgengill sveitarstjóra í sveitarfélagi sem byggir á landbúnaði rýndi ég að sjálfsögðu dagskránna. Meðal annars til að sjá hvaða fulltrúi bændastéttarinnar væri þátttakandi í dagskránni. Svarið er: Enginn. Í pallborðum, verður samkvæmt dagskránni, varpað fram tveimur spurningum. Sú fyrri: Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? og sú seinni: Er nauðsynleg seigla samfélagsins til staðar? Með fullri virðingu fyrir vel gefnu og meinandi fólki sem mun flytja erindi og taka þátt í pallborðum á þessu málþingi, þá er að mínu mati galið að ekki sé fenginn aðili til að vera málsvari þeirrar stéttar sem mun þurfa að bregðast hvað mest við tillögum og aðgerðum sem að þessu málefni snúa hérna innan lands. Það ber enginn ábyrgð á að gefa okkur að borða. Samt eigum við heila starfsstétt sem vinnur að því allt árið um kring, 365 daga ársins, að geta framleitt mat fyrir okkur. Nú á að halda tveggja klukkustunda málþing um fæðuöryggi landsins og þar eru m.a. fulltrúar samtaka iðnaðar, verslunar, ráðuneyta og háskóla við borðið en enginn frá bændum. Þegar þinga á um málefni sem stendur svo nærri bændum, út frá skýrslum sem fjalla um starfsumhverfi þeirra að stórum hluta, hljóta fleiri að velta fyrir sér hver sé ástæða fjarveru bænda á slíkum viðburði. Því hefur verið fleygt að atvinnuvegaráðherra sé enn að koma sér fyrir í ráðuneytinu. Samt sem áður hlýtur hún að geta nálgast tengiliðaupplýsingar Bændasamtaka Íslands, eða svo skyldi maður ætla. Höfundur er staðgengill sveitarstjóra hjá Dalabyggð.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun