Lífið

Fyrir­mynd Lucy úr Narníu látin

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Hinstu orð Jill Freud voru „ég elska þig.“
Hinstu orð Jill Freud voru „ég elska þig.“ Getty

Jill Freud, sem túlkaði hlutverk ráðskonu í breska forsætisráðuneytinu í kvikmyndinni Love Actually, lést 98 ára að aldri. Hún var einnig innblástur persónunnar Lucy í bókaröðinni um ævintýralandið Narníu.

Emma Freud, dóttir Jill, greindi frá andlátinu í færslu á samfélagsmiðlum en hún lýsir móður sinni sem harðsnúinni, hneykslanlegri, góðri, ástríkri og hrekkjóttri.

„Fallega 98 ára móðir mín hefur hneigt sig í hinsta sinn. Eftir ástríkt kvöld - þar sem við vissum að hún væri á förum - umkringd börnum, barnabörnum og pítsu, sagði hún okkur öllum að hypja okkar svo hún gæti farið að sofa. Og svo vaknaði hún aldrei aftur. Hennar síðustu orð voru „ég elska þig,“ skrifaði Emma samkvæmt The Guardian.

Ung að aldri þurfti Jill að flýja Lundúnaborg og starfaði sem ráðskona á heimili CS Lewis, sem seinna meir skrifaði bókina Ljónið, nornið og skápurinn, sem fjallar um ævintýraheiminn Narníu. Þó nokkrum árum síðar komst Jill að því að hún væri fyrirmynd Lucy.

Jill var stjarna á West End í Bretlandi en stofnaði síðar sinn eigin leikhóp, Jill Freud and Company, auk þess sem hún túlkaði hlutverk í þáttaröðinni Crown Court. Síðasta hlutverk hennar var í Love Actually, kvikmynd sem Richard Curtis, tengdasonur Jill, skrifaði handritið fyrir og leikstýrði.

Jill bregður fyrir eftir rúma mínútu í hlutverki Pat.

Jill giftist Clement Freud og eignuðust þau fimm börn, sautján barnabörn og sjö langömmubörn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.