Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar 26. nóvember 2025 08:00 Hið árlega 16 daga átak gegn ofbeldi minnir okkur á að ofbeldi er ekki eingöngu fólgið í marblettum og sjáanlegum áverkum. Rætur ofbeldis felast í viðhorfum, menningu sem normalíserar ofbeldi og kerfum sem leyfa því að viðgangast. Í samfélagi nútímans grasserar ofbeldi gegn konum á stað sem er ekki einu sinni eiginlegur staður - heldur stafræni heimurinn sem við erum öll með í vasanum, einum smelli frá gríðarlegu úrvali af grófu klámi. Hver sem er getur nálgast klám samstundis, nafnlaust, og ókeypis. Traffíkin á stærstu klámsíðum internetsins er meiri en X, Instagram, Netflix, Pinterest og LinkedIn samanlagt - áður en þú klárar að lesa þessa grein verða hundruðir þúsunda manns búnir að heimsækja eina stærstu klámsíðu á netinu sem ég ætla ekki að nafngreina. Stafrænt framboð af klámi er svo stjarnfræðilega mikið að athygli áhorfandans er orðin áskorun fyrir klámframleiðendur, sem keppast við að nýta sér tabú og ganga lengra til að hámarka áhorf. Því fær grófara og grófara klám að viðgangast á netinu með hverju ári sem líður. Hver er þá niðurstaðan þegar sífellt er verið að víkka út mörkin á því hvað gróft klám er? Ofbeldi - og í langflestum tilfellum ofbeldi gegn konum, nákvæmlega eins og í raunheimum. Rannsóknir sýna að allt að 88% kláms á netinu inniheldur líkamlegt ofbeldi og valdbeitingu gegn konum. Konum allt niður í barnungar stelpur sem verið er að „refsa“, nota, berja og meiða. Og það sem verra er, viðbrögð kvennanna eru gjarnan hlutlaus eða jákvæð, sem gefur áhorfandanum til kynna að það sé ekkert athugavert við það að beita konur ofbeldi í kynlífi. Hvers vegna er þetta verulega aðkallandi vandamál ef við ætlum í átak gegn ofbeldi? Vegna þess að áhorfendurnir eru börn og ungmenni. Flest börn komast í kynni við klámefni fyrir 12 ára aldur - áður en þau hafa endilega átt samtöl um kynlíf, mörk, samþykki og virðingu - og yfir 79% ungmenna sem hafa séð klám segja að þau noti það til að læra inn á kynlíf. Milljónir barna og ungmenna eru að drekka í sig þekkingu um líkamlega nánd og kyn út frá efni sem er niðurlægjandi og ofbeldisfullt. Það er það sem þau læra og þekkja. Það skiptir svo miklu máli að eiga þessi samtöl fyrr og stórefla fræðslu um samþykki og mörk í kynlífi, því hið klámvædda internet þrífst ekki í stafrænu tómarúmi. Það blæðir yfir í hvernig komið er fram við stelpur og konur í öllum rýmum í rafheimum sem og raunheimum og hefur áhrif á hugmyndir, hegðun og væntingar okkar í garð kvenna, kynlífs og nándar. Mín eigin nýlega reynsla endurspeglar þennan veruleika vel: Fyrir ekki svo löngu svaf ég hjá manni sem ég hafði miklar mætur á, þekkti vel og treysti, og hann sló mig fyrirvaralaust í andlitið svo það sá verulega á mér. Hvers vegna? Því hann hélt að ég vildi það. Hann spurði samt ekki, og ég gaf það með engum hætti til kynna. Hvar ætli hann hafi lært að það væri í lagi? Höfundur er meðlimur í skipulagsteymi Druslugöngunnar. Greinin er skrifuð í tilefni 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem stendur frá 25. nóvember til 10. desember. Áhersla alþjóðlega átaksins í ár er á stafrænt ofbeldi undir yfirskriftinni “Ending Digital Violence Against All Women and Girls”. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Kynbundið ofbeldi Klám Börn og uppeldi Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Hið árlega 16 daga átak gegn ofbeldi minnir okkur á að ofbeldi er ekki eingöngu fólgið í marblettum og sjáanlegum áverkum. Rætur ofbeldis felast í viðhorfum, menningu sem normalíserar ofbeldi og kerfum sem leyfa því að viðgangast. Í samfélagi nútímans grasserar ofbeldi gegn konum á stað sem er ekki einu sinni eiginlegur staður - heldur stafræni heimurinn sem við erum öll með í vasanum, einum smelli frá gríðarlegu úrvali af grófu klámi. Hver sem er getur nálgast klám samstundis, nafnlaust, og ókeypis. Traffíkin á stærstu klámsíðum internetsins er meiri en X, Instagram, Netflix, Pinterest og LinkedIn samanlagt - áður en þú klárar að lesa þessa grein verða hundruðir þúsunda manns búnir að heimsækja eina stærstu klámsíðu á netinu sem ég ætla ekki að nafngreina. Stafrænt framboð af klámi er svo stjarnfræðilega mikið að athygli áhorfandans er orðin áskorun fyrir klámframleiðendur, sem keppast við að nýta sér tabú og ganga lengra til að hámarka áhorf. Því fær grófara og grófara klám að viðgangast á netinu með hverju ári sem líður. Hver er þá niðurstaðan þegar sífellt er verið að víkka út mörkin á því hvað gróft klám er? Ofbeldi - og í langflestum tilfellum ofbeldi gegn konum, nákvæmlega eins og í raunheimum. Rannsóknir sýna að allt að 88% kláms á netinu inniheldur líkamlegt ofbeldi og valdbeitingu gegn konum. Konum allt niður í barnungar stelpur sem verið er að „refsa“, nota, berja og meiða. Og það sem verra er, viðbrögð kvennanna eru gjarnan hlutlaus eða jákvæð, sem gefur áhorfandanum til kynna að það sé ekkert athugavert við það að beita konur ofbeldi í kynlífi. Hvers vegna er þetta verulega aðkallandi vandamál ef við ætlum í átak gegn ofbeldi? Vegna þess að áhorfendurnir eru börn og ungmenni. Flest börn komast í kynni við klámefni fyrir 12 ára aldur - áður en þau hafa endilega átt samtöl um kynlíf, mörk, samþykki og virðingu - og yfir 79% ungmenna sem hafa séð klám segja að þau noti það til að læra inn á kynlíf. Milljónir barna og ungmenna eru að drekka í sig þekkingu um líkamlega nánd og kyn út frá efni sem er niðurlægjandi og ofbeldisfullt. Það er það sem þau læra og þekkja. Það skiptir svo miklu máli að eiga þessi samtöl fyrr og stórefla fræðslu um samþykki og mörk í kynlífi, því hið klámvædda internet þrífst ekki í stafrænu tómarúmi. Það blæðir yfir í hvernig komið er fram við stelpur og konur í öllum rýmum í rafheimum sem og raunheimum og hefur áhrif á hugmyndir, hegðun og væntingar okkar í garð kvenna, kynlífs og nándar. Mín eigin nýlega reynsla endurspeglar þennan veruleika vel: Fyrir ekki svo löngu svaf ég hjá manni sem ég hafði miklar mætur á, þekkti vel og treysti, og hann sló mig fyrirvaralaust í andlitið svo það sá verulega á mér. Hvers vegna? Því hann hélt að ég vildi það. Hann spurði samt ekki, og ég gaf það með engum hætti til kynna. Hvar ætli hann hafi lært að það væri í lagi? Höfundur er meðlimur í skipulagsteymi Druslugöngunnar. Greinin er skrifuð í tilefni 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem stendur frá 25. nóvember til 10. desember. Áhersla alþjóðlega átaksins í ár er á stafrænt ofbeldi undir yfirskriftinni “Ending Digital Violence Against All Women and Girls”.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun