Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar 25. nóvember 2025 09:31 Stjórnarformaður RÚV skrifaði nýverið grein þar sem hann sagði að fjölmiðlar á Íslandi væru í kreppu. Það er hverju orði sannara og til viðbótar fullyrði ég hún mun ekki lagast með tímanum eða af sjálfu sér. Þróun samskiptatækni frá aldarmótum hefur stóraukið framboð af fjölmiðlaefni allsstaðar frá í heiminum með þeim afleiðingum að innlent efni sem fjallar um okkur og okkar samfélag er að verða undir í baráttunni um hug og hjörtu fólks á Íslandi. Mér hefur komið á óvart hversu fáir láta sig þessa þróun varða og þá ekki síst stjórnmála- og áhrifamenn. Sá grunur læðist að manni að íslensk fjölmiðlun sé ekki talin nauðsynleg, að hún sé aðeins ánægjuleg viðbót við erlendar streymisveitur og fjölmiðla. Aukum fyrirferð á íslensku efni, sérstaklega því fréttatengda Þarna stöndum við þegar á þunnum ís og höfum gert of lengi. Fjölmiðlar eru fjórða valdið sem veitir valdastofnunum aðhald, jafnt þeim sem fara með opinbert vald eins Alþingi, ríkisstjórn, sveitastjórnir og dómstólum eða öðrum valdastofnunum á borð við stórfyrirtæki, lífeyrissjóði og verkalýðsfélög. Erlendar streymisveitur og fjölmiðlar munu aldrei gera það. Í mínum huga eru innlendir fjölmiðlar nauðsynlegir til þess að leiða samtal og umræðu um öll þau mál sem við eigum sameiginleg og hvernig við viljum móta framtíðina fyrir okkur og börnin okkar hér í landi. Þegar formaður stjórnar RÚV segir einnig í ofannefndri grein að mikil fyrirferð RÚV á auglýsingamarkaði sé ekki vandamálið þá er ég einnig sammála honum. Styrkur RÚV sem fjölmiðill, bæði í umræðu og á auglýsingamarkaði, er ekki vandamálið. Vandamálið er að við þurfum fleiri fjölmiðla sem hafa styrk á við RÚV og við þurfum sterkara RÚV. Við þurfum að auka fyrirferð á íslensku efni og þá sérstaklega vönduðu, tímafreku fréttatengdu efni Á undanförnum misserum hefur RÚV sýnt í verki oftar en einu sinni hversu mikilvægu hlutverki fjölmiðlar gegna í okkar samfélaga. Nú síðast í umfjöllun um meðferð opinberra fjármuna hjá embætti ríkislögreglustjóra sem er nauðsynlegt að njóti trausts og tiltrúar. RÚV dróg fram í dagsljósið staðreyndir sem rýrðu orðspor embættisins sem varð til þess að ábyrgðarmaðurinn hætti störfum til að skapa frið svo hægt væri að endurheimta traustið. Ef fjölmiðill dregur ekki slíka hluti fram, hver gerir það þá? Við styrkjum ekki þann veika með því að veikja þann sterka Í mínum huga eru íslenskir fjölmiðlar í kreppu því þá skortir aðstöðu og afl til að vinna þá vinnu sem þarf til að veita þeim stóru í samfélaginu aðhald, til að ganga erinda og gæta hagsmuna almennings, neytenda, viðskiptavina eða kjósenda hér á landi. RÚV er okkar öflugasti fjölmiðill um þessar mundir. Við styrkjum ekki þann veika með því að veikja þann sterka. Verði hugmyndir um að taka RÚV af auglýsingamarkaði að veruleika mun það gera lítið fyrir íslenska fjölmiðla í heild. Einhver hluti mun fara til annarra miðla innan lands, stærsti hlutinn í erlenda miðla eða nýttur í annað. Hið augljósa er að RÚV mun veikjast og ekki batna aðrir fjölmiðlar við það. Að þessu sögðu er einnig mikilvægt að minna á að RÚV þarf sjálft á aðhaldi og aga að halda. Þar er víða pottur brotinn í meðferð fjár og eins skortir gagnsæi ákvarðana þegar kemur að dagskrárstefnu, skipulagi og ráðstöfun mannauðs. Það er verkefni sem bíður nýs stjórnarformanns að auka skilvirkni og gagnsæi í starfi stofnunarinnar til þess að hún eigi möguleika á að öðlast tiltrú og traust hjá öllum almenningi líkt og hún gerði á árum áður. Fjölmiðlar eru innviðir Á Íslandi þurfa að vera til öflugir fjölmiðlar. Öflugir fjölmiðlar eru lykill að betri nýtingu á almannafé, upplýstari og betri ákvörðunum og ræktun menningar okkar og sálar. Eftir að hafa búið erlendis í 15 ár þá sé ég, óhjákvæmilega, með örlitlu gestauga að við erum ekki á góðri leið. Við verðum að spyrna við fótum nú þegar innlend miðlun er á miklu undanhaldi. Ef við viljum að samfélag okkar eflist og verði betra verða fjölmiðlarnir að vera í lagi, alveg eins og vegirnir, skólarnir, rafmagnið, hafnirnar og heilsugæslan. Þetta eru innviðir og fyrir þá þurfum við að finna leið til að efla. Allar hugmyndir eru vel þegnar en ég bendi á hlaðvarpsþáttinn Ein Pæling #477 sem birtist á Spotify 14. október sem innlegg. Það ætti að vera flestum ljóst að við þurfum að efla okkar fjölmiðla og styrkja. Við þurfum að styðja við rannsóknarblaðamennsku eins og aðrar rannsóknir og við þurfum að finna fjármagn og leiðir til að einkamiðlar – útvarp, sjónvarp, netmiðlar, tímarit, hlaðvörp og hvað sem ný tækni kann að búa til eigi sér einhverja framtíðarvon. Við þurfum sterka og sjálfstæða fjölmiðla – við þurfum líka sterkt RÚV. Kristján Ra. Kristjánsson er frumkvöðull sem starfað hefur á Íslandi og Svíþjóð í 29 ár þar af 15 ár í Svíþjóð. Hann var einn stofnanda SkjásEins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristján Ra. Kristjánsson Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Mest lesið Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Snjór í Ártúnsbrekku Stefán Pálsson skrifar Skoðun Bók ársins Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Það hefði mátt hlusta á FÍB Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Aðgengi fatlaðs fólks að vinnumarkaði er ekki góðgerð, það er jöfnuður Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Skamm, skamm Davíð Bergmann skrifar Skoðun Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason skrifar Skoðun Réttarkerfið sem vinnur gegn börnum Theodóra Líf Aradóttir skrifar Sjá meira
Stjórnarformaður RÚV skrifaði nýverið grein þar sem hann sagði að fjölmiðlar á Íslandi væru í kreppu. Það er hverju orði sannara og til viðbótar fullyrði ég hún mun ekki lagast með tímanum eða af sjálfu sér. Þróun samskiptatækni frá aldarmótum hefur stóraukið framboð af fjölmiðlaefni allsstaðar frá í heiminum með þeim afleiðingum að innlent efni sem fjallar um okkur og okkar samfélag er að verða undir í baráttunni um hug og hjörtu fólks á Íslandi. Mér hefur komið á óvart hversu fáir láta sig þessa þróun varða og þá ekki síst stjórnmála- og áhrifamenn. Sá grunur læðist að manni að íslensk fjölmiðlun sé ekki talin nauðsynleg, að hún sé aðeins ánægjuleg viðbót við erlendar streymisveitur og fjölmiðla. Aukum fyrirferð á íslensku efni, sérstaklega því fréttatengda Þarna stöndum við þegar á þunnum ís og höfum gert of lengi. Fjölmiðlar eru fjórða valdið sem veitir valdastofnunum aðhald, jafnt þeim sem fara með opinbert vald eins Alþingi, ríkisstjórn, sveitastjórnir og dómstólum eða öðrum valdastofnunum á borð við stórfyrirtæki, lífeyrissjóði og verkalýðsfélög. Erlendar streymisveitur og fjölmiðlar munu aldrei gera það. Í mínum huga eru innlendir fjölmiðlar nauðsynlegir til þess að leiða samtal og umræðu um öll þau mál sem við eigum sameiginleg og hvernig við viljum móta framtíðina fyrir okkur og börnin okkar hér í landi. Þegar formaður stjórnar RÚV segir einnig í ofannefndri grein að mikil fyrirferð RÚV á auglýsingamarkaði sé ekki vandamálið þá er ég einnig sammála honum. Styrkur RÚV sem fjölmiðill, bæði í umræðu og á auglýsingamarkaði, er ekki vandamálið. Vandamálið er að við þurfum fleiri fjölmiðla sem hafa styrk á við RÚV og við þurfum sterkara RÚV. Við þurfum að auka fyrirferð á íslensku efni og þá sérstaklega vönduðu, tímafreku fréttatengdu efni Á undanförnum misserum hefur RÚV sýnt í verki oftar en einu sinni hversu mikilvægu hlutverki fjölmiðlar gegna í okkar samfélaga. Nú síðast í umfjöllun um meðferð opinberra fjármuna hjá embætti ríkislögreglustjóra sem er nauðsynlegt að njóti trausts og tiltrúar. RÚV dróg fram í dagsljósið staðreyndir sem rýrðu orðspor embættisins sem varð til þess að ábyrgðarmaðurinn hætti störfum til að skapa frið svo hægt væri að endurheimta traustið. Ef fjölmiðill dregur ekki slíka hluti fram, hver gerir það þá? Við styrkjum ekki þann veika með því að veikja þann sterka Í mínum huga eru íslenskir fjölmiðlar í kreppu því þá skortir aðstöðu og afl til að vinna þá vinnu sem þarf til að veita þeim stóru í samfélaginu aðhald, til að ganga erinda og gæta hagsmuna almennings, neytenda, viðskiptavina eða kjósenda hér á landi. RÚV er okkar öflugasti fjölmiðill um þessar mundir. Við styrkjum ekki þann veika með því að veikja þann sterka. Verði hugmyndir um að taka RÚV af auglýsingamarkaði að veruleika mun það gera lítið fyrir íslenska fjölmiðla í heild. Einhver hluti mun fara til annarra miðla innan lands, stærsti hlutinn í erlenda miðla eða nýttur í annað. Hið augljósa er að RÚV mun veikjast og ekki batna aðrir fjölmiðlar við það. Að þessu sögðu er einnig mikilvægt að minna á að RÚV þarf sjálft á aðhaldi og aga að halda. Þar er víða pottur brotinn í meðferð fjár og eins skortir gagnsæi ákvarðana þegar kemur að dagskrárstefnu, skipulagi og ráðstöfun mannauðs. Það er verkefni sem bíður nýs stjórnarformanns að auka skilvirkni og gagnsæi í starfi stofnunarinnar til þess að hún eigi möguleika á að öðlast tiltrú og traust hjá öllum almenningi líkt og hún gerði á árum áður. Fjölmiðlar eru innviðir Á Íslandi þurfa að vera til öflugir fjölmiðlar. Öflugir fjölmiðlar eru lykill að betri nýtingu á almannafé, upplýstari og betri ákvörðunum og ræktun menningar okkar og sálar. Eftir að hafa búið erlendis í 15 ár þá sé ég, óhjákvæmilega, með örlitlu gestauga að við erum ekki á góðri leið. Við verðum að spyrna við fótum nú þegar innlend miðlun er á miklu undanhaldi. Ef við viljum að samfélag okkar eflist og verði betra verða fjölmiðlarnir að vera í lagi, alveg eins og vegirnir, skólarnir, rafmagnið, hafnirnar og heilsugæslan. Þetta eru innviðir og fyrir þá þurfum við að finna leið til að efla. Allar hugmyndir eru vel þegnar en ég bendi á hlaðvarpsþáttinn Ein Pæling #477 sem birtist á Spotify 14. október sem innlegg. Það ætti að vera flestum ljóst að við þurfum að efla okkar fjölmiðla og styrkja. Við þurfum að styðja við rannsóknarblaðamennsku eins og aðrar rannsóknir og við þurfum að finna fjármagn og leiðir til að einkamiðlar – útvarp, sjónvarp, netmiðlar, tímarit, hlaðvörp og hvað sem ný tækni kann að búa til eigi sér einhverja framtíðarvon. Við þurfum sterka og sjálfstæða fjölmiðla – við þurfum líka sterkt RÚV. Kristján Ra. Kristjánsson er frumkvöðull sem starfað hefur á Íslandi og Svíþjóð í 29 ár þar af 15 ár í Svíþjóð. Hann var einn stofnanda SkjásEins.
Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi fatlaðs fólks að vinnumarkaði er ekki góðgerð, það er jöfnuður Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason skrifar
Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun