Sport

Chase baðst af­sökunar á hrákunni

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ja'Marr Chase í baráttu við Jalen Ramsey í leiknum þar sem sauð upp úr.
Ja'Marr Chase í baráttu við Jalen Ramsey í leiknum þar sem sauð upp úr. vísir/getty

NFL-stjarnan Ja'Marr Chase hefur séð að sér og beðist afsökunar á því að hafa hrækt á andstæðing í leik fyrir rúmri viku síðan.

Chase, sem spilar með Cincinnati Bengals, hrækti framan í Jalen Ramsey, varnarmann Pittsburgh Steelers, og var dæmdur í eins leiks bann fyrir athæfið.

Eftir leikinn þvertók Chase fyrir að hafa hrækt á Ramsey en myndbandsupptökur voru fljótar að leiða hið sanna í ljós.

„Það sem ég gerði var rangt og tek fulla ábyrgð á minni hegðun. Það er ekkert rými fyrir svona hegðun í íþróttinni eða í lífinu almennt,“ sagði Chase meðal annars í yfirlýsingu sinni sem tók rúma viku að skrifa.

Chase er einn besti útherji deildarinnar og var fjarverandi en Bengals tapaði um helgina. Liðið á veika von um að komast í úrslitakeppnina.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×