Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sindri Sverrisson skrifar 26. nóvember 2025 07:02 Jammie Booker tók við bikarnum efst á palli um helgina en Andrea Thompson var bersýnilega ósátt í 2. sæti. Thompson hefur nú verið krýnd Sterkasta kona heims. Strongman Hin breska Andrea Thompson hefur verið krýnd Sterkasta kona heims, í annað sinn á ferlinum, þrátt fyrir að hafa um helgina endað einu stigi á eftir hinni bandarísku Jammie Booker, eftir ábendingar um að Booker hefði fæðst karlmaður. Booker fagnaði titlinum efst á verðlaunapalli um helgina og mátti sjá Thompson, sem vann keppnina árið 2018, ganga óánægða í burtu og segja: „Þetta er kjaftæði.“ Jammie Booker, a man pretending to be a woman, just won the title of “World’s Strongest Woman” at the World’s Strongest Woman competition in Arlington, Texas.Andrea Thompson, the female runner-up, had her title stolen by a man.KEEP MEN OUT OF WOMEN’S SPORTS pic.twitter.com/MYXCmOSEEc— Libs of TikTok (@libsoftiktok) November 25, 2025 Official Strongman samtökin hafa nú sent frá sér yfirlýsingu og tilkynnt að Booker hafi verið svipt titlinum. Þar segir að mótshaldarar hafi ekki vitað að líffræðilegt kyn Booker væri karlkyn en að reglurnar væru skýrar um að trans konum væri ekki heimilt að keppa í kvennaflokki. View this post on Instagram A post shared by Official Strongman (@officialstrongman_) Thompson hlaut því titilinn og aðrir keppendur voru einnig færðir upp um eitt sæti. „Þessi sigur hefur ekki unnist án deilna en ég vil hafa það alveg á hreinu að á meðan ég styð og hvet fólk til þess að vera eins og það vill, þá eru íþróttir íþróttir og það er ástæða fyrir því að kvennaflokkar eru til,“ skrifaði Laurence Shahlaei, þjálfari Thompson, í færslu á Instagram. Booker var ekki með nein skráð úrslit í gagnagrunni Strongman þar til í júní á þessu ári en óljóst er hvort að hún keppti áður í karlaflokki. Hún vann mót í júní og varð svo í 2. sæti í keppninni um sterkustu konu Norður-Ameríku. Í tilkynningunni frá Strongman sagði að búið væri að reyna að hafa samband við Booker en án árangurs. Hún sendi frá sér myndband á Instagram á mánudaginn þar sem hún þakkaði ýmsu fólki fyrir að hafa stutt sig til sigursins sem hún hefur nú verið svipt. Aflraunir Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ „Gerði mér ekki einu sinni grein fyrir því hversu sérstakir þeir voru“ „Ég hata það að þurfa að gera þetta myndband“ „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Sjá meira
Booker fagnaði titlinum efst á verðlaunapalli um helgina og mátti sjá Thompson, sem vann keppnina árið 2018, ganga óánægða í burtu og segja: „Þetta er kjaftæði.“ Jammie Booker, a man pretending to be a woman, just won the title of “World’s Strongest Woman” at the World’s Strongest Woman competition in Arlington, Texas.Andrea Thompson, the female runner-up, had her title stolen by a man.KEEP MEN OUT OF WOMEN’S SPORTS pic.twitter.com/MYXCmOSEEc— Libs of TikTok (@libsoftiktok) November 25, 2025 Official Strongman samtökin hafa nú sent frá sér yfirlýsingu og tilkynnt að Booker hafi verið svipt titlinum. Þar segir að mótshaldarar hafi ekki vitað að líffræðilegt kyn Booker væri karlkyn en að reglurnar væru skýrar um að trans konum væri ekki heimilt að keppa í kvennaflokki. View this post on Instagram A post shared by Official Strongman (@officialstrongman_) Thompson hlaut því titilinn og aðrir keppendur voru einnig færðir upp um eitt sæti. „Þessi sigur hefur ekki unnist án deilna en ég vil hafa það alveg á hreinu að á meðan ég styð og hvet fólk til þess að vera eins og það vill, þá eru íþróttir íþróttir og það er ástæða fyrir því að kvennaflokkar eru til,“ skrifaði Laurence Shahlaei, þjálfari Thompson, í færslu á Instagram. Booker var ekki með nein skráð úrslit í gagnagrunni Strongman þar til í júní á þessu ári en óljóst er hvort að hún keppti áður í karlaflokki. Hún vann mót í júní og varð svo í 2. sæti í keppninni um sterkustu konu Norður-Ameríku. Í tilkynningunni frá Strongman sagði að búið væri að reyna að hafa samband við Booker en án árangurs. Hún sendi frá sér myndband á Instagram á mánudaginn þar sem hún þakkaði ýmsu fólki fyrir að hafa stutt sig til sigursins sem hún hefur nú verið svipt.
Aflraunir Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ „Gerði mér ekki einu sinni grein fyrir því hversu sérstakir þeir voru“ „Ég hata það að þurfa að gera þetta myndband“ „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Sjá meira