Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar 26. nóvember 2025 14:32 Það hefur gengið vel að koma mörgum af helstu áherslumálum Flokks fólksins í gegn á Alþingi allt frá því flokkurinn gekk í ríkisstjórn með Samfylkingunni og Viðreisn fyrir tæpu ári. Mörg þeirra eru nú þegar orðin að lögum eins og samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, breytingar á húsaleigulögum um skráningarskyldu allra leigusamninga og takmarkanir á hækkun húsleigu ásamt breytingum á lögum um fjöleignarhús sem jafnar rétt íbúa þeirra til gæludýrahalds á við rétt þeirra sem búa í sérbýli. Þá bíður frumvarp mennta- og barnamálaráðherra um gagngerar breytingar á lögum um framhaldsskóla lokaafgreiðslu, þar sem meðal annars er kveðið á um að horfa megi til fleiri þátta en einkunna við innritun nemenda, þótt einkunnir muni áfram skipta miklu máli. Auk þess eru námsbrautir framhaldsskólanna skilgreindar betur og styrkari stoðum skotið undir vinnustaðanám. Eins og alltaf eru málefni aldraðra, öryrkja og efnaminni fjölskyldna efst á baugi hjá ráðherrum og þingmönnum Flokks fólksins. Alþingi mun að öllum líkindum afgreiða frumvarp félags- og húsnæðismálaráðherra fyrir jól um eingreiðslu, eða jólabónus til eldri borgara og öryrkja. Nú fær mikill fjöldi efnaminni eldri borgara jólabónusinn í fyrsta skipti. Þá bíður afgreiðslu frumvarp ráðherrans um hækkun á almennu frítekjumarki ellilífeyris. Inga Sæland formaður Flokks fólksins hefur síðan heldur betur tekið til hendinni við uppbyggingu hjúkrunarrýma. Í dag eru ríflega sjö hundruð manns á biðlista eftir hjúkrunarrými. Á allra næstu misserum mun hjúkrunarrýmum fjölga um u.þ.b. fimm hundruð og stefnt er að því að eyða biðlistanum að fullu á kjörtímabilinu. Einnig liggur fyrir þinginu frumvarp félags- og húsnæðismálaráðherra um að greiðslur almannatrygginga hækki hér eftir samkvæmt launavísitölu en þó aldrei minna er sem nemur verðbólgu aukist hún meira en sem nemur hækkun launavísitölu. Þetta er risavaxið skref í að loka þeirri kjaragliðnun sem aukist hefur á undanförnum áratug eða svo, þannig að nú munar um 106 þúsund krónum á hæstu greiðslum almannatrygginga og lágmarkslaunum. Efnaminnsti öryrkjarnir eru gjarnan það fólk sem verður öryrkjar á unga aldri. Til að bæta kjör þessa hóps hefur hann fengið svo kallaða aldurstengda uppbót á örorkubæturnar, allt eftir því hvenær til örorkunnar kom. Hins vegar hefur þessi uppbót fallið niður við það eitt að fólk nái 67 ára aldri og færist þar með á ellilífeyri. Samkvæmt frumvarpi formanns Flokks fólksins mun þessi uppbót hins vegar fylgja fólki varanlega inn á efri árin. Stjórnarflokkarnir þrír eru síðan samstíga í aðgerðum í húsnæðismálum en aðgerðir í þeim málaflokki fela í sér mestu kjarabætur allra heimila í landinu. Fyrri hluti aðgerða ríkisstjórnarinnar sem kynntar voru nýverið stuðla að heilbrigðari og stöðugri húsnæðismarkaði sem leiðir til hjöðnunar verðbólgu og lækkunar vaxta. En seinni hluti aðgerðanna verða kynntar fljótlega upp ú áramótum. Megináhersla Flokks fólksins á fjölgun lóða með því að ryðja nýtt land í samstarfi við Reykjavíkurborg skiptir höfuðmáli. Þetta er aðeins brot af þeim málum sem ráðherrar og þingmenn Flokks fólksins hafa komið í gegn á tæpu ári og eru með fleiri mál í farvatninu sem mörg hver koma fram á vorþingi. Flokkur fólksins fór í ríkisstjórn til að bæta hag þeirra sem höllustum fæti standa í þjóðfélaginu og hefur og mun standa þá vakt áfram í stjórnarsamstarfinu. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Helgi Pálmason Flokkur fólksins Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Það hefur gengið vel að koma mörgum af helstu áherslumálum Flokks fólksins í gegn á Alþingi allt frá því flokkurinn gekk í ríkisstjórn með Samfylkingunni og Viðreisn fyrir tæpu ári. Mörg þeirra eru nú þegar orðin að lögum eins og samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, breytingar á húsaleigulögum um skráningarskyldu allra leigusamninga og takmarkanir á hækkun húsleigu ásamt breytingum á lögum um fjöleignarhús sem jafnar rétt íbúa þeirra til gæludýrahalds á við rétt þeirra sem búa í sérbýli. Þá bíður frumvarp mennta- og barnamálaráðherra um gagngerar breytingar á lögum um framhaldsskóla lokaafgreiðslu, þar sem meðal annars er kveðið á um að horfa megi til fleiri þátta en einkunna við innritun nemenda, þótt einkunnir muni áfram skipta miklu máli. Auk þess eru námsbrautir framhaldsskólanna skilgreindar betur og styrkari stoðum skotið undir vinnustaðanám. Eins og alltaf eru málefni aldraðra, öryrkja og efnaminni fjölskyldna efst á baugi hjá ráðherrum og þingmönnum Flokks fólksins. Alþingi mun að öllum líkindum afgreiða frumvarp félags- og húsnæðismálaráðherra fyrir jól um eingreiðslu, eða jólabónus til eldri borgara og öryrkja. Nú fær mikill fjöldi efnaminni eldri borgara jólabónusinn í fyrsta skipti. Þá bíður afgreiðslu frumvarp ráðherrans um hækkun á almennu frítekjumarki ellilífeyris. Inga Sæland formaður Flokks fólksins hefur síðan heldur betur tekið til hendinni við uppbyggingu hjúkrunarrýma. Í dag eru ríflega sjö hundruð manns á biðlista eftir hjúkrunarrými. Á allra næstu misserum mun hjúkrunarrýmum fjölga um u.þ.b. fimm hundruð og stefnt er að því að eyða biðlistanum að fullu á kjörtímabilinu. Einnig liggur fyrir þinginu frumvarp félags- og húsnæðismálaráðherra um að greiðslur almannatrygginga hækki hér eftir samkvæmt launavísitölu en þó aldrei minna er sem nemur verðbólgu aukist hún meira en sem nemur hækkun launavísitölu. Þetta er risavaxið skref í að loka þeirri kjaragliðnun sem aukist hefur á undanförnum áratug eða svo, þannig að nú munar um 106 þúsund krónum á hæstu greiðslum almannatrygginga og lágmarkslaunum. Efnaminnsti öryrkjarnir eru gjarnan það fólk sem verður öryrkjar á unga aldri. Til að bæta kjör þessa hóps hefur hann fengið svo kallaða aldurstengda uppbót á örorkubæturnar, allt eftir því hvenær til örorkunnar kom. Hins vegar hefur þessi uppbót fallið niður við það eitt að fólk nái 67 ára aldri og færist þar með á ellilífeyri. Samkvæmt frumvarpi formanns Flokks fólksins mun þessi uppbót hins vegar fylgja fólki varanlega inn á efri árin. Stjórnarflokkarnir þrír eru síðan samstíga í aðgerðum í húsnæðismálum en aðgerðir í þeim málaflokki fela í sér mestu kjarabætur allra heimila í landinu. Fyrri hluti aðgerða ríkisstjórnarinnar sem kynntar voru nýverið stuðla að heilbrigðari og stöðugri húsnæðismarkaði sem leiðir til hjöðnunar verðbólgu og lækkunar vaxta. En seinni hluti aðgerðanna verða kynntar fljótlega upp ú áramótum. Megináhersla Flokks fólksins á fjölgun lóða með því að ryðja nýtt land í samstarfi við Reykjavíkurborg skiptir höfuðmáli. Þetta er aðeins brot af þeim málum sem ráðherrar og þingmenn Flokks fólksins hafa komið í gegn á tæpu ári og eru með fleiri mál í farvatninu sem mörg hver koma fram á vorþingi. Flokkur fólksins fór í ríkisstjórn til að bæta hag þeirra sem höllustum fæti standa í þjóðfélaginu og hefur og mun standa þá vakt áfram í stjórnarsamstarfinu. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun