Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Sindri Sverrisson skrifar 28. nóvember 2025 13:16 Cristiano Ronaldo er svo velkominn á HM í Bandaríkjunum að sjálfur forsetinn Donald Trump bauð honum í heimsókn. Ronaldo er alls ekki sá eini sem fengið hefur bann stytt fyrir HM og er Mario Mandzukic annað dæmi. Samsett/Instagram/Getty Margir hafa sett spurningamerki við það að Cristiano Ronaldo fái að vera með á HM í fótbolta næsta sumar frá byrjun, þrátt fyrir rauða spjaldið sem hann fékk gegn Írunum hans Heimis Hallgrímssonar. Bullandi spilling eða eitthvað sem mörg fordæmi eru fyrir? Ronaldo fékk rautt fyrir olnbogaskot í Dara O‘Shea, í 2-0 tapi Portúgals gegn Írlandi 13. nóvember. Samkvæmt agareglum FIFA um ofbeldisfulla hegðun hefði það þýtt þriggja leikja bann. Fyrsta leikinn tók Ronaldo svo út í lokaleik undankeppninnar, gegn Armeníu þremur dögum síðar. Hann var svo mættur líkt og Gianni Infantino, forseti FIFA, og krónprins Sádi-Arabíu, Mohammad bin Salman, í hátíðarkvöldverð hjá Donald Trump Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu 19. nóvember. Síðasta þriðjudag tilkynnti aganefnd FIFA svo að tveggja leikja bannið sem Ronaldo ætti eftir yrði skilorðsbundið, og að hann gæti því spilað fyrsta leik á HM. Maðkur í mysunni? Þessi atburðarás fékk marga til að trúa því að verið væri að beita brögðum og Ronaldo fengi sérmeðferð svo að hann yrði með frá byrjun í Bandaríkjunum næsta sumar, þegar augu heimsbyggðarinnar verða á heimsmeistaramótinu. Aganefnd FIFA, sem á að vera óháð, hefur hins vegar fulla heimild fyrir sinni ákvörðun út frá gildandi reglum. BBC bendir í ítarlegri grein á fyrri dæmi um það að bönn hafi verið stytt í aðdraganda HM, sem fer aðeins fram á fjögurra ára fresti, þó að ekki sé beinlínis til alveg eins dæmi um að tveir leikir af þremur séu gerðir skilorðsbundnir. Koscielny, Mandzukic og Cocu í svipuðum sporum Fyrir HM 2014 fékk Frakkinn Laurent Koscielny til að mynda bann fyrir að slá Oleksandr Kucher, leikmann Úkraínu, í fyrri leik í HM-umspili. Líkt og Ronaldo fór Koscielny sjálfkrafa í eins leiks bann en það var hins vegar ekki lent og gat þessi þáverandi miðvörður Arsenal spilað á HM frá byrjun. Annað dæmi er frá sama HM-umspili, sem Íslendingar vilja kannski gleyma, þegar Króatinn Mario Mandzukic fékk rautt spjald fyrir að grafa takkana í læri Jóhanns Bergs Guðmundssonar í seinni leiknum við Ísland í Króatíu. Mandzukic fékk aðeins eins leiks bann og gat því spilað annan leik Króata á HM í Brasilíu 2014, og skoraði þar tvö mörk í 4-0 sigri gegn Kamerún. Fleiri dæmi eru rakin í grein BBC. Hollendingurinn Phillip Cocu gat verið með frá byrjun á HM 2006, Japaninn Makoto Hasebe missti bara af fyrsta leik á HM 2010 og hið sama má segja um Íranann Saeid Ezatolahi á HM 2018, og Mexíkóann Jesus Arellano á HM 2002. Fleiri dæmi eru svo nefnd í greininni sem lesa má hér. HM 2026 í fótbolta Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Fleiri fréttir Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sjá meira
Ronaldo fékk rautt fyrir olnbogaskot í Dara O‘Shea, í 2-0 tapi Portúgals gegn Írlandi 13. nóvember. Samkvæmt agareglum FIFA um ofbeldisfulla hegðun hefði það þýtt þriggja leikja bann. Fyrsta leikinn tók Ronaldo svo út í lokaleik undankeppninnar, gegn Armeníu þremur dögum síðar. Hann var svo mættur líkt og Gianni Infantino, forseti FIFA, og krónprins Sádi-Arabíu, Mohammad bin Salman, í hátíðarkvöldverð hjá Donald Trump Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu 19. nóvember. Síðasta þriðjudag tilkynnti aganefnd FIFA svo að tveggja leikja bannið sem Ronaldo ætti eftir yrði skilorðsbundið, og að hann gæti því spilað fyrsta leik á HM. Maðkur í mysunni? Þessi atburðarás fékk marga til að trúa því að verið væri að beita brögðum og Ronaldo fengi sérmeðferð svo að hann yrði með frá byrjun í Bandaríkjunum næsta sumar, þegar augu heimsbyggðarinnar verða á heimsmeistaramótinu. Aganefnd FIFA, sem á að vera óháð, hefur hins vegar fulla heimild fyrir sinni ákvörðun út frá gildandi reglum. BBC bendir í ítarlegri grein á fyrri dæmi um það að bönn hafi verið stytt í aðdraganda HM, sem fer aðeins fram á fjögurra ára fresti, þó að ekki sé beinlínis til alveg eins dæmi um að tveir leikir af þremur séu gerðir skilorðsbundnir. Koscielny, Mandzukic og Cocu í svipuðum sporum Fyrir HM 2014 fékk Frakkinn Laurent Koscielny til að mynda bann fyrir að slá Oleksandr Kucher, leikmann Úkraínu, í fyrri leik í HM-umspili. Líkt og Ronaldo fór Koscielny sjálfkrafa í eins leiks bann en það var hins vegar ekki lent og gat þessi þáverandi miðvörður Arsenal spilað á HM frá byrjun. Annað dæmi er frá sama HM-umspili, sem Íslendingar vilja kannski gleyma, þegar Króatinn Mario Mandzukic fékk rautt spjald fyrir að grafa takkana í læri Jóhanns Bergs Guðmundssonar í seinni leiknum við Ísland í Króatíu. Mandzukic fékk aðeins eins leiks bann og gat því spilað annan leik Króata á HM í Brasilíu 2014, og skoraði þar tvö mörk í 4-0 sigri gegn Kamerún. Fleiri dæmi eru rakin í grein BBC. Hollendingurinn Phillip Cocu gat verið með frá byrjun á HM 2006, Japaninn Makoto Hasebe missti bara af fyrsta leik á HM 2010 og hið sama má segja um Íranann Saeid Ezatolahi á HM 2018, og Mexíkóann Jesus Arellano á HM 2002. Fleiri dæmi eru svo nefnd í greininni sem lesa má hér.
HM 2026 í fótbolta Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Fleiri fréttir Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sjá meira