Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar 29. nóvember 2025 08:01 Á tiltölulega skömmum starfstíma nýs meirihluta í borgarstjórn, hefur verið lögð sérstök áhersla á að hraða uppbyggingu nýrra íbúða til þess að mæta brýnni þörf fyrir hagkvæmt húsnæði. Í samstarfsyfirlýsingu meirihlutans segir m.a.: „Hröð húsnæðisuppbygging og örugg heimili fólks eru lykilmál nýs samstarfs í borginni. Efnt verður til sameiginlegrar vinnu Reykjavíkur og verkalýðsfélaga með það að markmiði að stofna félag um þróun nýrra svæða og fara nýjar leiðir við skipulag, uppbyggingu innviða og fjármögnun þeirra.“ Ný nálgun Með stofnun innviðafélags hefur Reykjavíkurborg í samstarfi með öflugum verkalýðsfélögum, markað nýja stefnu í húsnæðisuppbyggingu. Þessi nálgun fellur vel að fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar sem kynntur var fyrir nokkrum vikum. Markmið húsnæðispakkans er að fjölga íbúðum, lækka verð og gera húsnæðisstuðning markvissari. Með samstilltu átaki verður hægt að hraða uppbyggingu og stuðla að sanngjarnara húsnæðis- og leiguverði. Áætlanirnar fela jafnframt í sér aðgerðir til að hækka stofnframlög til óhagnaðardrifinna húsnæðisfélaga, einfalda byggingarreglugerð og bæta eftirlit. Þá verður innleitt stafrænt ferli fyrir byggingarleyfi sem eykur gagnsæi og flýtir málsmeðferð. Ný borgarhönnunarstefna Í fyrsta áfanga verða byggðar allt að 4.000 nýjar íbúðir af þeim 10.000 sem áætlað er að rísi í Úlfarsárdal á næstu árum. Allt skipulag svæðisins verður unnið í nánu samstarfi borgarinnar og innviðafélagsins - og byggt á skýrum samfélagslegum markmiðum og skilyrðum borgaryfirvalda. Þótt um þétta byggð verði að ræða mun ný borgarhönnunarstefna tryggja að þéttleikinn verði ekki svo mikill að skuggavarp skerði birtu um of. Enn fremur verður lögð rík áhersla á góða hljóðvist og vistvænt og aðlaðandi umhverfi. Ný framtíðarsýn Með auknu framboði á hagkvæmu húsnæði ásamt hærri stofnframlögum og fjölgun hlutdeildarlána - eru að verða til ný viðmið hvað varðar uppbyggingu nýs húsnæðis á höfuðborgarsvæðinu. Aðgerðir ríkisstjórnar og borgaryfirvalda hafa í raun mótað nýja og heildstæðari framtíðarsýn sem styður enn betur við þá sem hvað erfiðast hafa átt með að eignast eigið húsnæði. Höfundur er fyrsti varaborgarfulltrúi Flokks fólksins og situr m.a. í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Sveinbjörn Guðmundsson Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Á tiltölulega skömmum starfstíma nýs meirihluta í borgarstjórn, hefur verið lögð sérstök áhersla á að hraða uppbyggingu nýrra íbúða til þess að mæta brýnni þörf fyrir hagkvæmt húsnæði. Í samstarfsyfirlýsingu meirihlutans segir m.a.: „Hröð húsnæðisuppbygging og örugg heimili fólks eru lykilmál nýs samstarfs í borginni. Efnt verður til sameiginlegrar vinnu Reykjavíkur og verkalýðsfélaga með það að markmiði að stofna félag um þróun nýrra svæða og fara nýjar leiðir við skipulag, uppbyggingu innviða og fjármögnun þeirra.“ Ný nálgun Með stofnun innviðafélags hefur Reykjavíkurborg í samstarfi með öflugum verkalýðsfélögum, markað nýja stefnu í húsnæðisuppbyggingu. Þessi nálgun fellur vel að fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar sem kynntur var fyrir nokkrum vikum. Markmið húsnæðispakkans er að fjölga íbúðum, lækka verð og gera húsnæðisstuðning markvissari. Með samstilltu átaki verður hægt að hraða uppbyggingu og stuðla að sanngjarnara húsnæðis- og leiguverði. Áætlanirnar fela jafnframt í sér aðgerðir til að hækka stofnframlög til óhagnaðardrifinna húsnæðisfélaga, einfalda byggingarreglugerð og bæta eftirlit. Þá verður innleitt stafrænt ferli fyrir byggingarleyfi sem eykur gagnsæi og flýtir málsmeðferð. Ný borgarhönnunarstefna Í fyrsta áfanga verða byggðar allt að 4.000 nýjar íbúðir af þeim 10.000 sem áætlað er að rísi í Úlfarsárdal á næstu árum. Allt skipulag svæðisins verður unnið í nánu samstarfi borgarinnar og innviðafélagsins - og byggt á skýrum samfélagslegum markmiðum og skilyrðum borgaryfirvalda. Þótt um þétta byggð verði að ræða mun ný borgarhönnunarstefna tryggja að þéttleikinn verði ekki svo mikill að skuggavarp skerði birtu um of. Enn fremur verður lögð rík áhersla á góða hljóðvist og vistvænt og aðlaðandi umhverfi. Ný framtíðarsýn Með auknu framboði á hagkvæmu húsnæði ásamt hærri stofnframlögum og fjölgun hlutdeildarlána - eru að verða til ný viðmið hvað varðar uppbyggingu nýs húsnæðis á höfuðborgarsvæðinu. Aðgerðir ríkisstjórnar og borgaryfirvalda hafa í raun mótað nýja og heildstæðari framtíðarsýn sem styður enn betur við þá sem hvað erfiðast hafa átt með að eignast eigið húsnæði. Höfundur er fyrsti varaborgarfulltrúi Flokks fólksins og situr m.a. í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun