Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Jón Þór Stefánsson skrifar 1. desember 2025 06:31 Það voru tollverðir sem stöðvuðu mennina í Leifstöð. Vísir/Vilhelm Tveir erlendir karlmenn, Gary McMeechan og Christopher Denis Riordan, voru sakfelldir í Héraðsdómi Reykjaness á dögunum fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Þeir fluttu hingað til lands réttrúm tólf kíló af kókaíni sem falin voru í tveimur farangurstöskum sem þeir komu með úr flugi frá París í lok maímánaðar. Tollverðir fundu efnin á Keflavíkurflugvelli, en styrkleiki þeirra var á bilinu 82 til 88 prósent. McMeechan, sem játaði sök, hlaut sex ára fangelsisdóm. Riordan, neitaði hins vegar sök, og fékk fjögurra ára dóm. Hann fékk vægari dóm þar sem dómari komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði í raun einungis átt þátt í því að flytja helming efnanna, þau sem voru í tösku á hans nafni, til landsins. Stunguárás kvöldið áður Í lögregluskýrslu kemur fram að Riordan hafi greint lögreglumanni frá því að hann hefði orðið fyrir stunguárás á Englandi daginn áður en þeir héldu til Íslands. „Er ég var að færa Christopher í handjárn sagði hann mér frá því að hann hafi lent í stunguárás kvöldið áður í Englandi. Aðspurður hvort stunguárásin tengdist ferðalagi hans til Íslands sagði hann „mögulega“,“ segir í skýrslunni. Sagði þá á leið í brúðkaup Fyrir dómi neitaði Gary McMeechan að svara spurningum en gaf yfirlýsingu. Hann sagðist hafa vitað að í töskunum væri eitthvað ólöglegt, líklega maríúana. Hann hafi ekki vitað að í þeim væru tólf kíló af kókaíni. Efninf voru flutt í ferðatöskum.Vísir/Vilhelm Hann sagðist hafa platað Riordan með sér í ferðina, en sá hafi talið að þeir væru á leið í brúðkaup hér á landi. Honum þætti málið mjög leitt og bæri fulla ábyrgð á því. Þá baðst hann afsökunar á því ónæði og vandræðum sem hann hafði valdið. Unnustan hætti við eftir árásina Christopher Denis Riordan vildi einnig meina að McMeechan hefði boðið honum í brúðkaup á Íslandi. Hann sagðist sjálfur ekki vita hver brúðhjónin væru, það væri fólk sem McMeechan þekkti en hann ekki. Þeir hefðu í raun ætlað til Íslands daginn áður, en þá hafi hann endað á sjúkrahús eftir að hafa verið skorinn á fæti í átökum. Það hafi verið þegar klukkutími var í flugið. Þeir hafi því ákveðið að fara daginn eftir. Unnusta Riordan hafi einnig ætlað með í ferðina, en hún hafi hætt við eftir hnífaárásina. Hún gaf einnig skýrlsu fyrir dómi og sagðist hafa verið í uppnámi eftir umrædda árás, og fengið hræðslukast. Hún hafi því ákveðið að fara ekki og vera heldur með börnunum sínum. Hún sagðist ekki vita hvers vegna hann hafi orðið fyrir árás. Yrði góður eftir nokkrar ferðir Á meðal gagna málsins voru samskipti mannanna tveggja í gegnum samfélagsmiðillinn Whatsapp. Af þeim að dæma virtist McMeechan skipuleggja ferðina að mestu leyti. Þá hafi Riordan talað um að sig vantaði pening. McMeechan hafi sagt við því að þeir myndu fara þrjár eða fjórar ferðir, og þá yrði hann góður. HÉRAÐSDÓMUR REYKJANESS, Krýsuvíkurmálið Ótrúverðugt og tilhæfulaust Í niðurstöðukafla dómsins segir meðal annars að skýringar mannanna um að þeir væru á leið í brúðkaup væru ótrúverðugar og tilhæfulausar. Af spjalli þeirra að dæma hafi ekkert bent til að þeir væru á leið í brúðkaup. Þá hafi mönnunum átt að vera ljóst að í töskunum væru fíkniefni. Líkt og áður segir hlaut McMeechan sex ára fangelsisdóm og Riordan fjögurra ára dóm. Fíkniefnabrot Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Tollgæslan Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira
Þeir fluttu hingað til lands réttrúm tólf kíló af kókaíni sem falin voru í tveimur farangurstöskum sem þeir komu með úr flugi frá París í lok maímánaðar. Tollverðir fundu efnin á Keflavíkurflugvelli, en styrkleiki þeirra var á bilinu 82 til 88 prósent. McMeechan, sem játaði sök, hlaut sex ára fangelsisdóm. Riordan, neitaði hins vegar sök, og fékk fjögurra ára dóm. Hann fékk vægari dóm þar sem dómari komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði í raun einungis átt þátt í því að flytja helming efnanna, þau sem voru í tösku á hans nafni, til landsins. Stunguárás kvöldið áður Í lögregluskýrslu kemur fram að Riordan hafi greint lögreglumanni frá því að hann hefði orðið fyrir stunguárás á Englandi daginn áður en þeir héldu til Íslands. „Er ég var að færa Christopher í handjárn sagði hann mér frá því að hann hafi lent í stunguárás kvöldið áður í Englandi. Aðspurður hvort stunguárásin tengdist ferðalagi hans til Íslands sagði hann „mögulega“,“ segir í skýrslunni. Sagði þá á leið í brúðkaup Fyrir dómi neitaði Gary McMeechan að svara spurningum en gaf yfirlýsingu. Hann sagðist hafa vitað að í töskunum væri eitthvað ólöglegt, líklega maríúana. Hann hafi ekki vitað að í þeim væru tólf kíló af kókaíni. Efninf voru flutt í ferðatöskum.Vísir/Vilhelm Hann sagðist hafa platað Riordan með sér í ferðina, en sá hafi talið að þeir væru á leið í brúðkaup hér á landi. Honum þætti málið mjög leitt og bæri fulla ábyrgð á því. Þá baðst hann afsökunar á því ónæði og vandræðum sem hann hafði valdið. Unnustan hætti við eftir árásina Christopher Denis Riordan vildi einnig meina að McMeechan hefði boðið honum í brúðkaup á Íslandi. Hann sagðist sjálfur ekki vita hver brúðhjónin væru, það væri fólk sem McMeechan þekkti en hann ekki. Þeir hefðu í raun ætlað til Íslands daginn áður, en þá hafi hann endað á sjúkrahús eftir að hafa verið skorinn á fæti í átökum. Það hafi verið þegar klukkutími var í flugið. Þeir hafi því ákveðið að fara daginn eftir. Unnusta Riordan hafi einnig ætlað með í ferðina, en hún hafi hætt við eftir hnífaárásina. Hún gaf einnig skýrlsu fyrir dómi og sagðist hafa verið í uppnámi eftir umrædda árás, og fengið hræðslukast. Hún hafi því ákveðið að fara ekki og vera heldur með börnunum sínum. Hún sagðist ekki vita hvers vegna hann hafi orðið fyrir árás. Yrði góður eftir nokkrar ferðir Á meðal gagna málsins voru samskipti mannanna tveggja í gegnum samfélagsmiðillinn Whatsapp. Af þeim að dæma virtist McMeechan skipuleggja ferðina að mestu leyti. Þá hafi Riordan talað um að sig vantaði pening. McMeechan hafi sagt við því að þeir myndu fara þrjár eða fjórar ferðir, og þá yrði hann góður. HÉRAÐSDÓMUR REYKJANESS, Krýsuvíkurmálið Ótrúverðugt og tilhæfulaust Í niðurstöðukafla dómsins segir meðal annars að skýringar mannanna um að þeir væru á leið í brúðkaup væru ótrúverðugar og tilhæfulausar. Af spjalli þeirra að dæma hafi ekkert bent til að þeir væru á leið í brúðkaup. Þá hafi mönnunum átt að vera ljóst að í töskunum væru fíkniefni. Líkt og áður segir hlaut McMeechan sex ára fangelsisdóm og Riordan fjögurra ára dóm.
Fíkniefnabrot Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Tollgæslan Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira