Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar 1. desember 2025 07:00 Ég er knúinn til að svara grein á Vísi hinn 26. nóvember þar sem formaður Landssambands eldri borgara viðrar áhyggjur sínar af kjörum eldri borgara. Þar lýsti hann óánægju með að ríkisstjórnin væri ekki að gera nógu mikið til að bæta lífsgæði aldraðra. Það er hægt að taka undir með formanninum að vissu leyti. Þessi málaflokkur hefur verið vanræktur lengi og því mikið verk er fyrir höndum Barátta Landssambands eldri borgara fyrir bættum kjörum og virðingu eldra fólks er aðdáunarverð og gríðarlega mikilvæg. Við heyrum ákallið og deilum þeirri sýn að enginn eldri borgari eigi að búa við fátækt eða óvissu á efri árum. Margt hefur þó áunnist á þeim stutta tíma sem Flokkur fólksins hefur átt sæti við ríkisstjórnarborðið. Á aðeins einu ári hefur okkur tekist að höggva á hnút sem hefur verið reyrður í áratugi. Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra hefur hleypt af stað þjóðarátaki í uppbyggingu hjúkrunarrýma sem mun fjölga um mörg hundruð á næstu misserum og örfáum árum. Á sama tíma tók ríkisstjórnin þá stór pólitísku ákvörðun að taka kostnaðinn við uppbyggingu hjúkrunarheimila alfarið yfir og létta þannig 15 prósenta kostnaðarþátttöku af sveitarfélögum. Þetta var nauðsynlegt skref til að ryðja úr vegi hindrunum sem áður töfðu framkvæmdir. Þegar kemur að uppbyggingu hjúkrunarrýma má segja að við höfum áorkað meiru á nokkrum mánuðum en fyrri ríkisstjórn á tveimur kjörtímabilum. Stefnt er að því að útrýma biðlistum eftir hjúkrunarrýmum og leysa þar með fráflæðisvanda Landsspítalans. Flokkur fólksins og ríkisstjórnin láta ekki staðar numið þar. Á undanförnum áratug eða svo hefur átt sér stað mikil kjaragliðnun milli greiðslna almannatrygginga og lægstu launa í landinu þannig að nú munar þar yfir 100 þúsund krónum á mánuði. Þess vegna hefur félags- og húsnæðismálaráðherra lagt fram frumvarp um að tengja greiðslur almannatrygginga við launavísitölu. Það er grundvallaratriði til að tryggja að eldri borgarar sitji við sama kjaraborð og launafólk í landinu. Frítekjumark vegna fjármagnstekna og greiðslna frá lífeyrissjóðum verður einnig tvöfaldað og tryggt að aldurstengd örorkuuppbót falli ekki niður við 67 ára aldur. Þetta eru stórar aðgerðir sem munu hafa raunveruleg áhrif á tekjur þeirra sem þarfnast þess mest. Þá munu þúsundir efnaminni eldri borgara í fyrsta skipti fá skattfrjálsa eingreiðslu, eða jólabónus, í desember sem skerðir ekki aðrar greiðslur almannatrygginga Ríkisstjórn Flokks fólksins, Samfylkingarinnar og Viðreisnar tók við erfiðu búi. Miklum halla á ríkissjóði, verðbólgu og háum vöxtum sem bitna á öllum. Flokkur fólksins hefur hins vegar ákveðið að forgangsráð þeim fjármunum sem ráðuneyti hans hafa í þágu eldri borgara. Um þessar mundir er aðeins ár liðið af kjörtímabilinu og Flokkur fólksins og ríkisstjórnin öll eru samstíga um að gera enn betur til að bæta kjör þeirra sem minnst hafa til skiptanna í þjóðfélaginu. Til að ná árangri þurfum við að standa saman. Það er mikilvægt að styðja við bakið á þeim sem setja málefni aldraðra í forgang og þora að láta verkin tala. Höldum áfram samtalinu og samstarfinu. Markmiðið er skýrt og sameiginlegt: Að tryggja öllum eldri borgurum áhyggjulaust ævikvöld. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Helgi Pálmason Flokkur fólksins Eldri borgarar Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Ég er knúinn til að svara grein á Vísi hinn 26. nóvember þar sem formaður Landssambands eldri borgara viðrar áhyggjur sínar af kjörum eldri borgara. Þar lýsti hann óánægju með að ríkisstjórnin væri ekki að gera nógu mikið til að bæta lífsgæði aldraðra. Það er hægt að taka undir með formanninum að vissu leyti. Þessi málaflokkur hefur verið vanræktur lengi og því mikið verk er fyrir höndum Barátta Landssambands eldri borgara fyrir bættum kjörum og virðingu eldra fólks er aðdáunarverð og gríðarlega mikilvæg. Við heyrum ákallið og deilum þeirri sýn að enginn eldri borgari eigi að búa við fátækt eða óvissu á efri árum. Margt hefur þó áunnist á þeim stutta tíma sem Flokkur fólksins hefur átt sæti við ríkisstjórnarborðið. Á aðeins einu ári hefur okkur tekist að höggva á hnút sem hefur verið reyrður í áratugi. Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra hefur hleypt af stað þjóðarátaki í uppbyggingu hjúkrunarrýma sem mun fjölga um mörg hundruð á næstu misserum og örfáum árum. Á sama tíma tók ríkisstjórnin þá stór pólitísku ákvörðun að taka kostnaðinn við uppbyggingu hjúkrunarheimila alfarið yfir og létta þannig 15 prósenta kostnaðarþátttöku af sveitarfélögum. Þetta var nauðsynlegt skref til að ryðja úr vegi hindrunum sem áður töfðu framkvæmdir. Þegar kemur að uppbyggingu hjúkrunarrýma má segja að við höfum áorkað meiru á nokkrum mánuðum en fyrri ríkisstjórn á tveimur kjörtímabilum. Stefnt er að því að útrýma biðlistum eftir hjúkrunarrýmum og leysa þar með fráflæðisvanda Landsspítalans. Flokkur fólksins og ríkisstjórnin láta ekki staðar numið þar. Á undanförnum áratug eða svo hefur átt sér stað mikil kjaragliðnun milli greiðslna almannatrygginga og lægstu launa í landinu þannig að nú munar þar yfir 100 þúsund krónum á mánuði. Þess vegna hefur félags- og húsnæðismálaráðherra lagt fram frumvarp um að tengja greiðslur almannatrygginga við launavísitölu. Það er grundvallaratriði til að tryggja að eldri borgarar sitji við sama kjaraborð og launafólk í landinu. Frítekjumark vegna fjármagnstekna og greiðslna frá lífeyrissjóðum verður einnig tvöfaldað og tryggt að aldurstengd örorkuuppbót falli ekki niður við 67 ára aldur. Þetta eru stórar aðgerðir sem munu hafa raunveruleg áhrif á tekjur þeirra sem þarfnast þess mest. Þá munu þúsundir efnaminni eldri borgara í fyrsta skipti fá skattfrjálsa eingreiðslu, eða jólabónus, í desember sem skerðir ekki aðrar greiðslur almannatrygginga Ríkisstjórn Flokks fólksins, Samfylkingarinnar og Viðreisnar tók við erfiðu búi. Miklum halla á ríkissjóði, verðbólgu og háum vöxtum sem bitna á öllum. Flokkur fólksins hefur hins vegar ákveðið að forgangsráð þeim fjármunum sem ráðuneyti hans hafa í þágu eldri borgara. Um þessar mundir er aðeins ár liðið af kjörtímabilinu og Flokkur fólksins og ríkisstjórnin öll eru samstíga um að gera enn betur til að bæta kjör þeirra sem minnst hafa til skiptanna í þjóðfélaginu. Til að ná árangri þurfum við að standa saman. Það er mikilvægt að styðja við bakið á þeim sem setja málefni aldraðra í forgang og þora að láta verkin tala. Höldum áfram samtalinu og samstarfinu. Markmiðið er skýrt og sameiginlegt: Að tryggja öllum eldri borgurum áhyggjulaust ævikvöld. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar