Veður

Blæs hressi­lega af austri

Atli Ísleifsson skrifar
Hiti á landinu verður á bilinu tvö til sjö stig frost að fimm stigum inn til landsins norðan heiða.
Hiti á landinu verður á bilinu tvö til sjö stig frost að fimm stigum inn til landsins norðan heiða. Vísir/Anton Brink

Suður af Reykjanesi er nú víðáttumikil lægð og frá henni liggja skil að suðurströndinni. Það blæs því af austri eða norðaustri, yfirleitt er vindur á bilinu tíu til átján metrar á sekúndu, en að 23 metrum á sekúndu syðst og undir Vatnajökli.

Á vef Veðurstofunnar segir að á þeim svæðum séu gular viðvaranir í gildi vegna storms og rétt að vegfarendur hugi að aðstæðum, einkum þeir sem eru á farartækjum sem taki á sig mikinn vind.

„Suðaustan- og austantil verður ringing eða slydda en búast má við stöku skúr eða él í öðrum landshlutum. Hiti 2 til 7 stig en frost að 5 stigum inn til landsins norðan heiða.

'Á morgun verður lægðin farin að nálgast vesturströnd Skotlands og þá má búast við norðaustan kalda eða stinningskalda og sums staðar allhvössum vindi. Áfram rigning eða slydda norðan- og austanlands og dálítil snjókoma á Vestfjörðum. Á Suður- og Vesturlandi verður hins vegar að mestu bjart og þurrt. Hiti breytist lítið,“ segir á vef Veðurstofunnar.

Spákort fyrir klukkan 11 í dag. Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag: Norðaustan 5-13 m/s, hvassast suðaustanlands. Snjókoma eða slydda á austanverðu landinu og sums staðar rigning við ströndina, dálítil él norðvestanlands, en annars yfirleitt þurrt. Frost 0 til 6 stig, en sums staðar frostlaust við sjávarsíðuna.

Á miðvikudag og fimmtudag: Norðaustan 5-13 m/s og él, en yfirleitt léttskýjað sunnan- og vestanlands. Frost víða 0 til 5 stig.

Á föstudag: Norðlæg átt og lítilsháttar él, en bjart með köflum sunnan heiða. Bætir í ofankomu um kvöldið. Hiti breytist lítið.

Á laugardag: Norðlæg átt og dálítil snjókoma, en léttskýjað sunnantil. Kólnar heldur.

Á sunnudag: Útlit fyrir norðaustanátt með él, en skýjað með köflum og þurrtu á sunnanverðu landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×