Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Valur Páll Eiríksson skrifar 2. desember 2025 12:00 Eto'o gengur vasklega fram sem forseti kamerúnska knattspyrnusambandsins og á í hörðum deilum við íþróttaráðuneyti Kamerún. AP Photo/Steve Luciano, File Fótboltaheimur Kamerún logar í aðdraganda Afríkukeppninnar sem hefst síðar í mánuðinum. Samuel Eto'o, forseti kamerúnska knattspyrnusambandins, opinberaði í gær leikmannahóp liðsins fyrir komandi mót og rak þjálfara liðsins í leiðinni. Miklar deilur hafa staðið milli knattspyrnusambands landsins og íþróttaráðuneytis Kamerún síðustu misseri. Belginn Marc Brys var ráðinn landsliðsþjálfari í apríl 2024 af íþróttaráðuneytinu, ráðning sem Eto'o hefur reynt að vinda ofan af síðan. Belginn Marc Brys fær kaldar kveðju frá kamerúnsku stjörnunni.Isosport/MB Media/Getty Images Stórstjarnan Samuel Eto'o, fyrrum leikmaður Barcelona og Inter Milan, var endurkjörinn sem forseti kamerúnska knattspyrnusambandsins, Fecafoot, í síðustu viku og gekk vasklega til verks að reka Brys með endurnýjuðu umboði. Uppsögn Brys fylgdi harðorð yfirlýsing þar sem Belginn sætir löngum lista ásakana. Hann er meðal annars sagður hafa hvatt leikmenn til að ögra knattspyrnusambandinu og sömuleiðis átt samstarf við óþekkta einstaklinga innan sambandsins til að grafa undan starfsemi þess. Hann er einnig sakaður um að mæta ekki á fundi, neita að upplýsa um æfingaáætlanir sínar, stofna samskiptum við styrktaraðila í hættu, birta ekki leikmannahóp sinn á réttum tíma og nota „blekkingar til að komast hjá faglegri skyldu sinni til að halda blaðamannafundi“. Nýr þjálfari og umdeildur leikmannahópur Á mótinu mun David Pagou stýra kamerúnska liðinu. Sá er reynslumikill heimamaður sem var í starfsteymi Brys og hefur stýrt liðum í efstu deild Kamerún um árabil. Hópur Pagou vekur athygli. Líkt og greint var frá á Vísi í gær er André Onana, fyrrum markvörður Manchester United, og ein stærsta stjarna kamerúnska liðsins, ekki í landsliðshópnum fyrir komandi keppni. Fyrirliðinn og aðal framherji liðsins, Vincent Aboubakar, er einnig utan hóps, sem og André-Frank Zambo Anguissa, leikmaður Napoli, og Michael Ngadeu. Zambo Anguissa hefur glímt við meiðsli að undanförnu en engin skýring fylgir fjarveru hinna þriggja lykilmanna liðsins. Rekinn eftir tvo mánuði og ráðinn tveimur dögum síðar Þjálfarasaga kamerúnska liðsins er skrautleg í forsetatíð Eto'o, sem var fyrst kjörinn forseti Fecafoot í desember 2021. Hann rak portúgalska stjórann Toni Conceicao eftir að liðið hafnaði í þriðja sæti í Afríkukeppninni á heimavelli. Sá brottrekstur var í óþökk íþróttamálaráðuneytisins. Rigobert Song, fyrrum liðsfélagi Eto'o í landsliðinu, tók við stjórnartaumunum samkvæmt tilskipun forseta landsins, Paul Biya. Eto'o er þó sagður hafa sjálfur á því að ráða Song, einnig. Rigobert Song spilaði fyrir Kamerún á árunum 1993-2010 og settist síðar á þjálfarastól liðsins.vísir/getty Song stýrði liðinu á HM í Katar 2022, þar sem André Onana fór snemma heim, en Song var svo rekinn eftir slaka frammistöðu á síðasta Afríkumóti. Áðurnefndur Brys var þá ráðinn af ráðuneytinu og birti knattspyrnusambandið í kjölfarið yfirlýsingu þar sem það lýsti yfir mikilli furðu á ráðningunni. Hann var rekinn af sambandinu tveimur mánuðum eftir ráðninguna í kjölfar hávaðarifrildis við Eto'o. Hann var hins vegar endurráðinn tveimur dögum eftir þann brottrekstur og hefur verið við stjórnvölin síðan, í óþökk Eto'o sem virðist nú loks hafa fengið sínu framgengt. Áhugavert verður að fylgjast með framgangi kamerúnska liðsins undir leiðsögn nýs manns Eto'o, David Pagou. Afríkukeppnin í fótbolta Kamerún Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Sjá meira
Miklar deilur hafa staðið milli knattspyrnusambands landsins og íþróttaráðuneytis Kamerún síðustu misseri. Belginn Marc Brys var ráðinn landsliðsþjálfari í apríl 2024 af íþróttaráðuneytinu, ráðning sem Eto'o hefur reynt að vinda ofan af síðan. Belginn Marc Brys fær kaldar kveðju frá kamerúnsku stjörnunni.Isosport/MB Media/Getty Images Stórstjarnan Samuel Eto'o, fyrrum leikmaður Barcelona og Inter Milan, var endurkjörinn sem forseti kamerúnska knattspyrnusambandsins, Fecafoot, í síðustu viku og gekk vasklega til verks að reka Brys með endurnýjuðu umboði. Uppsögn Brys fylgdi harðorð yfirlýsing þar sem Belginn sætir löngum lista ásakana. Hann er meðal annars sagður hafa hvatt leikmenn til að ögra knattspyrnusambandinu og sömuleiðis átt samstarf við óþekkta einstaklinga innan sambandsins til að grafa undan starfsemi þess. Hann er einnig sakaður um að mæta ekki á fundi, neita að upplýsa um æfingaáætlanir sínar, stofna samskiptum við styrktaraðila í hættu, birta ekki leikmannahóp sinn á réttum tíma og nota „blekkingar til að komast hjá faglegri skyldu sinni til að halda blaðamannafundi“. Nýr þjálfari og umdeildur leikmannahópur Á mótinu mun David Pagou stýra kamerúnska liðinu. Sá er reynslumikill heimamaður sem var í starfsteymi Brys og hefur stýrt liðum í efstu deild Kamerún um árabil. Hópur Pagou vekur athygli. Líkt og greint var frá á Vísi í gær er André Onana, fyrrum markvörður Manchester United, og ein stærsta stjarna kamerúnska liðsins, ekki í landsliðshópnum fyrir komandi keppni. Fyrirliðinn og aðal framherji liðsins, Vincent Aboubakar, er einnig utan hóps, sem og André-Frank Zambo Anguissa, leikmaður Napoli, og Michael Ngadeu. Zambo Anguissa hefur glímt við meiðsli að undanförnu en engin skýring fylgir fjarveru hinna þriggja lykilmanna liðsins. Rekinn eftir tvo mánuði og ráðinn tveimur dögum síðar Þjálfarasaga kamerúnska liðsins er skrautleg í forsetatíð Eto'o, sem var fyrst kjörinn forseti Fecafoot í desember 2021. Hann rak portúgalska stjórann Toni Conceicao eftir að liðið hafnaði í þriðja sæti í Afríkukeppninni á heimavelli. Sá brottrekstur var í óþökk íþróttamálaráðuneytisins. Rigobert Song, fyrrum liðsfélagi Eto'o í landsliðinu, tók við stjórnartaumunum samkvæmt tilskipun forseta landsins, Paul Biya. Eto'o er þó sagður hafa sjálfur á því að ráða Song, einnig. Rigobert Song spilaði fyrir Kamerún á árunum 1993-2010 og settist síðar á þjálfarastól liðsins.vísir/getty Song stýrði liðinu á HM í Katar 2022, þar sem André Onana fór snemma heim, en Song var svo rekinn eftir slaka frammistöðu á síðasta Afríkumóti. Áðurnefndur Brys var þá ráðinn af ráðuneytinu og birti knattspyrnusambandið í kjölfarið yfirlýsingu þar sem það lýsti yfir mikilli furðu á ráðningunni. Hann var rekinn af sambandinu tveimur mánuðum eftir ráðninguna í kjölfar hávaðarifrildis við Eto'o. Hann var hins vegar endurráðinn tveimur dögum eftir þann brottrekstur og hefur verið við stjórnvölin síðan, í óþökk Eto'o sem virðist nú loks hafa fengið sínu framgengt. Áhugavert verður að fylgjast með framgangi kamerúnska liðsins undir leiðsögn nýs manns Eto'o, David Pagou.
Afríkukeppnin í fótbolta Kamerún Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Sjá meira