Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Kjartan Kjartansson skrifar 2. desember 2025 12:06 Alexander Eichwald í pontu á stofnfundi ungliðahreyfingar AfD í Giessen um helgina. Óljóst er hvort hann hafi verið alvara með Hitler-tilburðum sínum eða hvort ræðan hafi verið háðsádeila. AfDTV Næstráðandi jaðarhægriflokksins Valkost fyrir Þýskaland (AfD) segir að félagi sem hélt ræðu í anda Adolfs Hitler á fundi ungliðahreyfingar hans um helgina verði rekinn úr flokknum. Hann segir ræðuna hafa verið lélega háðsádeilu. Mikla athygli vakti þegar lítt þekktur félagi í AfD að nafni Alexander Eichwald kvaddi sér hljóðs á stofnfundi ungliðahreyfingar flokksins í borginni Giessen um helgina. Hann var klæddur í bláan jakka, með hárið sleikt aftur og virtist líkja eftir talanda og látbragði Hitlers. „Það er þjóðleg skylda okkar að vernda þýska menningu fyrir erlendum áhrifum“ sagði Eichwald með framburði sem þótti minnar á nasistaleiðtogann alræmda. Tino Chrupalla, næstráðandi í AfD, segir þýskum fjölmiðlum að Eichwald hafi þegar verið sent brottrekstrarbréf og verði gerður brottrækur úr flokknum. „Við viljum ekki svona fólk í flokknum okkar,“ sagði Chrupalla. Hélt Chrupalla því fram að ræða Eichwald hefði verið léleg háðsádeila og að hann hefði aðeins gengið í AfD fyrir tveimur mánuðum. Sökuðu Eichwald um að vera uppljóstrara leyniþjónustunnar AfD er yst á hægri jaðri þýskra meginstraumsstjórnmála og næststærsti flokkurinn á þingi. Aðrir flokkar hafa neitað að vinna með honum þar vegna sögulegrar útilokunar öfgahægrimanna. Tino Chrupalla, varaleiðtogi AfD í Þýskalandi.Vísir/EPA Þýska leyniþjónustan ætlaði að skilgreina AfD sem öfgasamtök fyrr á þessu ári en því var frestað eftir að flokkurinn leitaði til dómstóla. Undirdeildir flokksins, þar á meðal eldri ungliðahreyfing hans, hlutu slíka skilgreiningu en hún leyfir leyniþjónustunni að fylgjast sérstaklega með öfgahópum. Einhverjir liðsmanna AfD héldu því fram að Eichwald væri útsendari leyniþjónustunnar og efuðust um að honum hefði verið alvara með ræðu sinni. „Þessi spurning stafar líklega af því að ég trilla errin. Ég er rússneskur Þjóðverji og mér var kennt að tala svona,“ sagði Eichwald á fundinum, að því er kemur fram í frétt Politico. Þýskaland Seinni heimsstyrjöldin Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Mikla athygli vakti þegar lítt þekktur félagi í AfD að nafni Alexander Eichwald kvaddi sér hljóðs á stofnfundi ungliðahreyfingar flokksins í borginni Giessen um helgina. Hann var klæddur í bláan jakka, með hárið sleikt aftur og virtist líkja eftir talanda og látbragði Hitlers. „Það er þjóðleg skylda okkar að vernda þýska menningu fyrir erlendum áhrifum“ sagði Eichwald með framburði sem þótti minnar á nasistaleiðtogann alræmda. Tino Chrupalla, næstráðandi í AfD, segir þýskum fjölmiðlum að Eichwald hafi þegar verið sent brottrekstrarbréf og verði gerður brottrækur úr flokknum. „Við viljum ekki svona fólk í flokknum okkar,“ sagði Chrupalla. Hélt Chrupalla því fram að ræða Eichwald hefði verið léleg háðsádeila og að hann hefði aðeins gengið í AfD fyrir tveimur mánuðum. Sökuðu Eichwald um að vera uppljóstrara leyniþjónustunnar AfD er yst á hægri jaðri þýskra meginstraumsstjórnmála og næststærsti flokkurinn á þingi. Aðrir flokkar hafa neitað að vinna með honum þar vegna sögulegrar útilokunar öfgahægrimanna. Tino Chrupalla, varaleiðtogi AfD í Þýskalandi.Vísir/EPA Þýska leyniþjónustan ætlaði að skilgreina AfD sem öfgasamtök fyrr á þessu ári en því var frestað eftir að flokkurinn leitaði til dómstóla. Undirdeildir flokksins, þar á meðal eldri ungliðahreyfing hans, hlutu slíka skilgreiningu en hún leyfir leyniþjónustunni að fylgjast sérstaklega með öfgahópum. Einhverjir liðsmanna AfD héldu því fram að Eichwald væri útsendari leyniþjónustunnar og efuðust um að honum hefði verið alvara með ræðu sinni. „Þessi spurning stafar líklega af því að ég trilla errin. Ég er rússneskur Þjóðverji og mér var kennt að tala svona,“ sagði Eichwald á fundinum, að því er kemur fram í frétt Politico.
Þýskaland Seinni heimsstyrjöldin Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent