Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. desember 2025 14:39 Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, tilkynnti um breytta starfsáætlun við upphaf þingfundar í morgun. Vísir/Ívar Fannar Þingfundadögum hefur verið fjölgað og þingmenn gætu þurft að mæta í vinnuna á laugardögum í desember sökum anna í þinginu fyrir jólafrí. Ákveðið hefur verið að þingfundur verði á föstudaginn sem ekki var gert ráð fyrir í starfsáætlun, auk þess sem fyrstu tveir laugardagarnir í desember verði þingdagar. Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýna seinagang í þingstörfum og kalla eftir því að allar nauðsynlegar upplýsingar liggi fyrir eins fljótt og auðið er svo unnt sé að ræða fjárlög á réttum forsendum. Að höfðu samráði við forsætisnefnd og formenn þingflokka tilkynnti Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, um breytingar á starfsáætlun við upphaf þingfundar í dag. Eina þingmálið á dagskrá fundarins í dag er önnur umræða um fjárlög 2026 sem hófst að loknum óundirbúnum fyrirspurnartíma. Breyta starfsáætlun til að bregðast við „Samkvæmt starfsáætlun Alþingis er föstudagurinn 5. desember nefndadagur. Nú hefur hins vegar verið ákveðið að hafa þingfund þennan dag og mun hann hefjast klukkan 10:30. Einnig var samþykkt að laugardagarnir 6. og 13. desember verði þingdagar, en það mun skýrast betur þegar nær dregur hvort þeir verði þingfundardagar eða nefndardagar,“ sagði Þórunn. Líkt og Vísir greindi frá í morgun gerir meirihluti fjárlaganefndar breytingar á fjárlagafrumvarpinu milli umræðna sem meðal annars fela í sér aukin útgjöld upp á 19,6 milljarða. Þá gera breytingartillögur meirihluta nefndarinnar ráð fyrir að tekjur ríkisins muni aukast á móti, einkum í gegnum skattheimtu. Forsendur þurfi að liggja fyrir Nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar kvöddu sér hljóðs um fundarstjórn forseta við upphaf þingfundar í dag þar sem gerðar voru athugasemdir við seinagang í þing- og nefndastörfum. Ingibjörg Isaksen, þingmaður Framsóknarflokksins, benti á að í dag væri að hefjast önnur umræða um fjárlög en ekki þriðja umræða líkt og stefnt hafi verið að. „Fjárlög byggjast á vissum forsendum. Forsendum sem meðal annars er ekki búið að afgreiða út úr efnahags- og viðskiptanefnd. Meirihlutaálit fjárlaganefndar birtist fyrir tæpum sólarhring, bandormur var afgreiddur út úr efnahags- og viðskiptanefnd í morgun og enn á eftir að afgreiða forsendur í tengslum við kílómetragjald sem að mér skilst að eigi ekki að afgreiða fyrr en á fimmtudag,“ sagði Ingibjörg meðal annars. Ingibjörg Isaksen er þingmaður Framsóknarflokksins.Vísir/Anton Brink Skortur á upplýsingum ýti undir tortryggni Þeir Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Miðflokksins, og Ólafur Adolfsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tóku undir með Ingibjörgu um að mikilvægt væri að allar nauðsynlegar forsendur lægju fyrir þegar fjárlögin kæmu til umfjöllunar í þingsal. „Forsendur fjárlaga liggja, frú forseti, ekki nægilega vel fyrir. Það er alveg ljóst að bandormarnir sem eru tveir, flóknar breytingar þar á tekjum og gjöldum ríkissjóðs, og kílómetragjald og fleira slíkt. Þannig ég vil bara árétta það við frú forseta að við gefum okkur nægan tíma í þessa umræðu,“ sagði Karl Gauti. Karl Gauti Hjaltason er þingmaður Miðflokksins.Vísir/Vilhelm Ólafur tók í svipaðan streng. Mikilvægt sé að allar upplýsingar liggi fyrir þegar farið er af stað í aðra umræðu um fjármál ríkisins. „Ég ítreka það að þegar ekki liggja fyrir upplýsingar þá er aukin hætta á því að það ríki tortryggni um það að stjórnarliðar ætli að lauma einhverju í gegn. Þannig ég held að það sé mikilvægt að upplýsingarnar liggi fyrir eins snemma og kostur er,“ sagði Ólafur. Ólafur Adolfsson er þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/Vilhelm Alþingi Fjárlagafrumvarp 2026 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Fleiri fréttir Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Sjá meira
Að höfðu samráði við forsætisnefnd og formenn þingflokka tilkynnti Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, um breytingar á starfsáætlun við upphaf þingfundar í dag. Eina þingmálið á dagskrá fundarins í dag er önnur umræða um fjárlög 2026 sem hófst að loknum óundirbúnum fyrirspurnartíma. Breyta starfsáætlun til að bregðast við „Samkvæmt starfsáætlun Alþingis er föstudagurinn 5. desember nefndadagur. Nú hefur hins vegar verið ákveðið að hafa þingfund þennan dag og mun hann hefjast klukkan 10:30. Einnig var samþykkt að laugardagarnir 6. og 13. desember verði þingdagar, en það mun skýrast betur þegar nær dregur hvort þeir verði þingfundardagar eða nefndardagar,“ sagði Þórunn. Líkt og Vísir greindi frá í morgun gerir meirihluti fjárlaganefndar breytingar á fjárlagafrumvarpinu milli umræðna sem meðal annars fela í sér aukin útgjöld upp á 19,6 milljarða. Þá gera breytingartillögur meirihluta nefndarinnar ráð fyrir að tekjur ríkisins muni aukast á móti, einkum í gegnum skattheimtu. Forsendur þurfi að liggja fyrir Nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar kvöddu sér hljóðs um fundarstjórn forseta við upphaf þingfundar í dag þar sem gerðar voru athugasemdir við seinagang í þing- og nefndastörfum. Ingibjörg Isaksen, þingmaður Framsóknarflokksins, benti á að í dag væri að hefjast önnur umræða um fjárlög en ekki þriðja umræða líkt og stefnt hafi verið að. „Fjárlög byggjast á vissum forsendum. Forsendum sem meðal annars er ekki búið að afgreiða út úr efnahags- og viðskiptanefnd. Meirihlutaálit fjárlaganefndar birtist fyrir tæpum sólarhring, bandormur var afgreiddur út úr efnahags- og viðskiptanefnd í morgun og enn á eftir að afgreiða forsendur í tengslum við kílómetragjald sem að mér skilst að eigi ekki að afgreiða fyrr en á fimmtudag,“ sagði Ingibjörg meðal annars. Ingibjörg Isaksen er þingmaður Framsóknarflokksins.Vísir/Anton Brink Skortur á upplýsingum ýti undir tortryggni Þeir Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Miðflokksins, og Ólafur Adolfsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tóku undir með Ingibjörgu um að mikilvægt væri að allar nauðsynlegar forsendur lægju fyrir þegar fjárlögin kæmu til umfjöllunar í þingsal. „Forsendur fjárlaga liggja, frú forseti, ekki nægilega vel fyrir. Það er alveg ljóst að bandormarnir sem eru tveir, flóknar breytingar þar á tekjum og gjöldum ríkissjóðs, og kílómetragjald og fleira slíkt. Þannig ég vil bara árétta það við frú forseta að við gefum okkur nægan tíma í þessa umræðu,“ sagði Karl Gauti. Karl Gauti Hjaltason er þingmaður Miðflokksins.Vísir/Vilhelm Ólafur tók í svipaðan streng. Mikilvægt sé að allar upplýsingar liggi fyrir þegar farið er af stað í aðra umræðu um fjármál ríkisins. „Ég ítreka það að þegar ekki liggja fyrir upplýsingar þá er aukin hætta á því að það ríki tortryggni um það að stjórnarliðar ætli að lauma einhverju í gegn. Þannig ég held að það sé mikilvægt að upplýsingarnar liggi fyrir eins snemma og kostur er,“ sagði Ólafur. Ólafur Adolfsson er þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/Vilhelm
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2026 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Fleiri fréttir Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Sjá meira