Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Samúel Karl Ólason skrifar 3. desember 2025 19:45 Oleg Artemíev hefur varið 560 dögum um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni í þremur mismunandi ferðum. Til stóð að hann myndi fara þangað í fjórða sinn í febrúar. Getty/Bill Ingalls, NASA Rússneski geimfarinn Oleg Artemíev var á dögunum fjarlægður úr teymi geimfara sem átti að fara til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar í upphafi næsta árs. Hann er sagður hafa brotið gegn þjóðaröryggislögum í Bandaríkjunum með því að hafa tekið myndir af skjölum og eldflaugahreyflum í starfsstöð SpaceX í Kaliforníu. Forsvarsmenn rússnesku geimvísindastofnunarinnar Roscocmos tilkynntu í gær að Artemíev væri ekki lengur í geimfarahópnum og að annar rússneskur geimfari hefði tekið við af honum. Slíkt þykir mjög óhefðbundið, um það bil tveimur og hálfum mánuði fyrir geimskot. Í tilkynningunni segir að Artemíev væri að fara í annað verkefni og því hefði þurft að skipta honum út. Rannsóknarmiðillinn The Insider hafði eftir heimildarmönnum í gær að Artemíev hefði tekið áðurnefndar myndir á síma sinn í síðustu viku, þegar hann var við æfingar í Kaliforníu. Hann hafi tekið myndir af leynilegum skjölum, eldflaugahreyflum og annarri leynilegri tækni. Hann hafi svo farið með síma sinn og myndirnar og þar með brotið bandarísk lög. Einn heimildarmaður rússneska útlagamiðilsins Meduza segir að Artemíev hafi í kjölfarið verið vísað frá Bandaríkjunum og meinað að fara með geimflaug SpaceX til geimstöðvarinnar í febrúar. Forsvarsmenn NASA og SpaceX hafa enn sem komið er ekkert sagt um mál Artemíevs. Lýsti yfir stuðningi við innrásina frá geimstöðinni Artemíev er 54 ára gamall og reynslumikill geimfari. Hann hefur þrisvar sinnum áður farið til geimstöðvarinnar og varið þar 560 dögum. Síðast fór hann til geimstöðvarinnar í mars 2022, skömmu eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst. Síðar það ár birti Roscoosmos myndir af honum og tveimur öðrum rússneskum geimförum um borð í geimstöðinni, þar sem þeir héldu á fánum aðskilnaðarsinna í Lúhansk-, og Dónetskhéruðum Úkraínu og lýstu yfir stuðningi við innrásina. Sú myndbirting var fordæmd af samstarfsaðilum Rússa í Evrópu og Bandaríkjunum, sem sögðu að ekki ætti að nota geimstöðina í svo pólitískum og umdeildum tilgangi. Þrátt fyrir innrás Rússa í Úkraínu og mjög versnandi samband Rússlands við aðrar þjóðir sem koma að geimstöðinni, hefur það samstarf haldist nánast óbreytt í gegnum árin. Þessar nýjustu vendingar gætu varpað skugga á það samstarf, á sama tíma og geimiðnaður Rússa á undir högg að sækja. Helsti skotpallurinn skemmdur Helsti skotpallur Rússa fyrir Soyuz-eldflaugarnar, sem er í Baikonur í Kasakstan, sem þeir nota til að flytja menn út í geim skemmdist verulega í geimskoti í lok síðasta mánaðar. Ríkismiðlar Rússlands segja að stuttan tíma muni taka að laga skemmdirnar á skotpallinum, sem smíðaður var árið 1961, en aðrar fregnir gefa til kynna að það gæti tekið allt að tvö ár, samkvæmt frétt Gizmodo. Í millitíðinni geta Rússar ekki sent menn út í geim né birgðir til geimstöðvarinnar, samkvæmt frétt Meduza. Sífellt versnandi staða Staða geimiðnaðar Rússlands hefur versnað töluvert á undanförnum árum. Forsvarsmenn stærsta rússneska fyrirtækisins í geiranum lýstu í sumar yfir neyðarástandi og sögðu að það gæti farið í þrot. Það fyrirtæki heitir RSC Energia og framleiðir meðal annars Soyuz-geimfarið (ekki eldflaugarnar) sem notað er til að flytja menn til geimstöðvarinnar. Rússneska ríkið hefur misst alla sína erlendu viðskiptavini frá því innrásin var gerð í Úkraínu. Verulega hefur dregið úr fjárveitingum ríkisins til geimiðnaðarins og hefur geimferðum frá Rússlandi, bæði mönnuðum og ómönnuðum, fækkað verulega. Mörg ár eru síðan Roscosmos stóð við áætlanir sínar um fjölda geimskota á ári. Ekki er svo langt síðan Rússar sendu flestar eldflaugar út í geim en þar hefur orðið mikill viðsnúningur á. Bandaríkjamenn sendu í fyrra langflestar flaugar út í geim og Kínverjar komu þar á eftir. Því næst komu Rússar, rétt á undan Nýja Sjálandi. Alþjóðlega geimstöðin Geimurinn Rússland Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu SpaceX Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Sjá meira
Forsvarsmenn rússnesku geimvísindastofnunarinnar Roscocmos tilkynntu í gær að Artemíev væri ekki lengur í geimfarahópnum og að annar rússneskur geimfari hefði tekið við af honum. Slíkt þykir mjög óhefðbundið, um það bil tveimur og hálfum mánuði fyrir geimskot. Í tilkynningunni segir að Artemíev væri að fara í annað verkefni og því hefði þurft að skipta honum út. Rannsóknarmiðillinn The Insider hafði eftir heimildarmönnum í gær að Artemíev hefði tekið áðurnefndar myndir á síma sinn í síðustu viku, þegar hann var við æfingar í Kaliforníu. Hann hafi tekið myndir af leynilegum skjölum, eldflaugahreyflum og annarri leynilegri tækni. Hann hafi svo farið með síma sinn og myndirnar og þar með brotið bandarísk lög. Einn heimildarmaður rússneska útlagamiðilsins Meduza segir að Artemíev hafi í kjölfarið verið vísað frá Bandaríkjunum og meinað að fara með geimflaug SpaceX til geimstöðvarinnar í febrúar. Forsvarsmenn NASA og SpaceX hafa enn sem komið er ekkert sagt um mál Artemíevs. Lýsti yfir stuðningi við innrásina frá geimstöðinni Artemíev er 54 ára gamall og reynslumikill geimfari. Hann hefur þrisvar sinnum áður farið til geimstöðvarinnar og varið þar 560 dögum. Síðast fór hann til geimstöðvarinnar í mars 2022, skömmu eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst. Síðar það ár birti Roscoosmos myndir af honum og tveimur öðrum rússneskum geimförum um borð í geimstöðinni, þar sem þeir héldu á fánum aðskilnaðarsinna í Lúhansk-, og Dónetskhéruðum Úkraínu og lýstu yfir stuðningi við innrásina. Sú myndbirting var fordæmd af samstarfsaðilum Rússa í Evrópu og Bandaríkjunum, sem sögðu að ekki ætti að nota geimstöðina í svo pólitískum og umdeildum tilgangi. Þrátt fyrir innrás Rússa í Úkraínu og mjög versnandi samband Rússlands við aðrar þjóðir sem koma að geimstöðinni, hefur það samstarf haldist nánast óbreytt í gegnum árin. Þessar nýjustu vendingar gætu varpað skugga á það samstarf, á sama tíma og geimiðnaður Rússa á undir högg að sækja. Helsti skotpallurinn skemmdur Helsti skotpallur Rússa fyrir Soyuz-eldflaugarnar, sem er í Baikonur í Kasakstan, sem þeir nota til að flytja menn út í geim skemmdist verulega í geimskoti í lok síðasta mánaðar. Ríkismiðlar Rússlands segja að stuttan tíma muni taka að laga skemmdirnar á skotpallinum, sem smíðaður var árið 1961, en aðrar fregnir gefa til kynna að það gæti tekið allt að tvö ár, samkvæmt frétt Gizmodo. Í millitíðinni geta Rússar ekki sent menn út í geim né birgðir til geimstöðvarinnar, samkvæmt frétt Meduza. Sífellt versnandi staða Staða geimiðnaðar Rússlands hefur versnað töluvert á undanförnum árum. Forsvarsmenn stærsta rússneska fyrirtækisins í geiranum lýstu í sumar yfir neyðarástandi og sögðu að það gæti farið í þrot. Það fyrirtæki heitir RSC Energia og framleiðir meðal annars Soyuz-geimfarið (ekki eldflaugarnar) sem notað er til að flytja menn til geimstöðvarinnar. Rússneska ríkið hefur misst alla sína erlendu viðskiptavini frá því innrásin var gerð í Úkraínu. Verulega hefur dregið úr fjárveitingum ríkisins til geimiðnaðarins og hefur geimferðum frá Rússlandi, bæði mönnuðum og ómönnuðum, fækkað verulega. Mörg ár eru síðan Roscosmos stóð við áætlanir sínar um fjölda geimskota á ári. Ekki er svo langt síðan Rússar sendu flestar eldflaugar út í geim en þar hefur orðið mikill viðsnúningur á. Bandaríkjamenn sendu í fyrra langflestar flaugar út í geim og Kínverjar komu þar á eftir. Því næst komu Rússar, rétt á undan Nýja Sjálandi.
Alþjóðlega geimstöðin Geimurinn Rússland Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu SpaceX Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Sjá meira