Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 3. desember 2025 21:58 „Ég fagna því að hér er komin ríkisstjórn sem lætur verkin tala líka fyrir landsbyggðina,“ segir Karólína Helga. Karólína Helga Símonardóttir, varaþingmaður Viðreisnar, fagnar auknum framlögum til sjúkraflutninga og heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni í fjárlögum næsta árs. Hún þekkir það af eigin raun að hver og ein mínúta kann að skipta máli þegar kemur að sjúkraflutningum. Í umræðu um störf þingsins á Alþingi í dag brýnir Karólína þörfina á bættri heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni. Innan borgarinnar taki sjúkraflutningar tíu mínútur og eðlilega leiði íbúar höfuðborgarsvæðisins ekki hugann að þeim efnum. „Á mörgum dreifbýlum svæðum á Íslandi eru sjúkraflutningar háðir því hvort á svæðinu búi fólk með reynslu af sjúkraflutningum og umönnun veikra einstaklinga og hvort fólk hafi tök á að vera á bakvakt. Öflugt viðbragð og sjúkraflutningar eru líka bundin við öruggar samgöngur. Það má ekki vera háð því hvort þyrlan sé laus eða hver kemst í útkall,“ segir Karólína. Tíminn og fjarlægðin ekki með í liði Hún heldur áfram og segir frá persónulegri reynslu, að hún hafi upplifað á eigin skinni að hver og ein mínúta skipti máli þegar einstaklingur fer í hjartastopp. „Síðastliðið sumar gerðist það, þegar mamma mín, Birna, fór í hjartastopp í sumarhúsi sínu undir Eyjafjöllum. Fyrstu menn komu eins fljótt og kostur var og gáfu allt í að bjarga mannslífi en tíminn og fjarlægðin voru ekki með okkur í liði. Ég get alveg viðurkennt það að ég velti fyrir mér hvort það hefði farið öðruvísi ef hún hefði farið í hjartastopp á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Karólína. Hún bendir á að Ísland sé dreifbýlt land með misgóðar samgöngur og það þurfi að huga betur að landsbyggðinni í þeim efnum. „Hér er stigið mikilvægt skref í að efla bráðaþjónustu og sjúkraflutninga á landsbyggðinni og tel ég það einnig lykilatriði í bráðaþjónustu á Íslandi til framtíðar að efla sjúkraflutninga með þyrlum,“ segir Karólína, sem segist enn og aftur fagna breytingunum. Viðreisn Alþingi Heilbrigðismál Sjúkraflutningar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fjárlagafrumvarp 2026 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Í umræðu um störf þingsins á Alþingi í dag brýnir Karólína þörfina á bættri heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni. Innan borgarinnar taki sjúkraflutningar tíu mínútur og eðlilega leiði íbúar höfuðborgarsvæðisins ekki hugann að þeim efnum. „Á mörgum dreifbýlum svæðum á Íslandi eru sjúkraflutningar háðir því hvort á svæðinu búi fólk með reynslu af sjúkraflutningum og umönnun veikra einstaklinga og hvort fólk hafi tök á að vera á bakvakt. Öflugt viðbragð og sjúkraflutningar eru líka bundin við öruggar samgöngur. Það má ekki vera háð því hvort þyrlan sé laus eða hver kemst í útkall,“ segir Karólína. Tíminn og fjarlægðin ekki með í liði Hún heldur áfram og segir frá persónulegri reynslu, að hún hafi upplifað á eigin skinni að hver og ein mínúta skipti máli þegar einstaklingur fer í hjartastopp. „Síðastliðið sumar gerðist það, þegar mamma mín, Birna, fór í hjartastopp í sumarhúsi sínu undir Eyjafjöllum. Fyrstu menn komu eins fljótt og kostur var og gáfu allt í að bjarga mannslífi en tíminn og fjarlægðin voru ekki með okkur í liði. Ég get alveg viðurkennt það að ég velti fyrir mér hvort það hefði farið öðruvísi ef hún hefði farið í hjartastopp á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Karólína. Hún bendir á að Ísland sé dreifbýlt land með misgóðar samgöngur og það þurfi að huga betur að landsbyggðinni í þeim efnum. „Hér er stigið mikilvægt skref í að efla bráðaþjónustu og sjúkraflutninga á landsbyggðinni og tel ég það einnig lykilatriði í bráðaþjónustu á Íslandi til framtíðar að efla sjúkraflutninga með þyrlum,“ segir Karólína, sem segist enn og aftur fagna breytingunum.
Viðreisn Alþingi Heilbrigðismál Sjúkraflutningar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fjárlagafrumvarp 2026 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira