Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. desember 2025 10:44 Guðmundur Ingi Kristinsson menntamálaráðherra hefur sætt gagnrýni fyrir að ætla ekki að framlengja skipun skólameistara Borgarholtsskóla. Vísir/Anton Brink Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu embættisfærslur mennta- og barnamálaráðherra við upphaf þingfundar í morgun og lýstu áhyggjum af því hvernig hann hafi beitt sér í máli skólameistara Borgarholtsskóla. Forseti þingsins benti á að málið varði ekki störf þingsins eða fundarstjórn forseta en upplýsti að Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, væri á sjúkrahúsi og geti sökum þessa ekki verið viðstaddur umræður á Alþingi. Hann er ekki sagður alvarlega veikur. „Allir sem lesa þessa umfjöllun þeir vita að það er eitthvað stórkostleg að hjá ráðherrum Flokks fólksins,“ sagði Ólafur Adolfsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sem steig fyrstur í pontu, og vísaði þar í viðtal Morgunblaðsins við Ársæl Guðmundsson, fráfarandi skólameistara Borgarholtsskóla. Fleiri þingmenn, þar á meðal Ingibjörg Isaksen og Guðlaugur Þór Þórðarson tóku undir og lýstu alvarlegum áhyggjum sínum af embættisfærslum ráðherrans í málinu. Ítrekað svaraði Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, á þá leið að umrætt mál ætti ekki erindi við fundarstjórn forseta en það var ekki fyrr en þrír þingmenn höfðu kvatt sér hljóðs um málið sem Þórunn upplýsti að ráðherrann hafi forfallast þar sem hann væri á sjúkrahúsi. Fleiri þingmenn sem svo stigu í pontu sendu Guðmundi Inga batakveðjur, en þótti miður að hafa verið upplýst um málið með þessum hætti. Gagnrýni á embættisfærslur ráðherrans í máli skólameistarans var þó ítrekað haldið til streitu af hálfu þingmanna stjórnarandstöðunnar. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra kvaddi sér loks hljóðs þar sem hún upplýsti að ráðherrann væri ekki alvarlega veikur. „Það er ekki gott að við séum að ræða heilsufar einstakra ráðherra í pontu. Við vissum ekki komandi inn í þennan þingsal í morgun og inn í fundarstjórn að þetta yrði til umræðu með þessum hætti. Það er ekki um alvarlegt mál að ræða, ég vil bara að það komi fram hér svo það sé engin óþarfa dramatík um stöðu ráðherra. En það er vissulega svo að hann þurfti að fara á spítala í nokkra daga, það er búið að gera mjög eðlilegar ráðstafanir fyrir því. Svona aðstæður bara koma upp og þetta er óviðráðanlegt,“ sagði Kristrún. „Ef að um er spurt þá liggur alltaf fyrir hver staðgengill ráðherra er,“ sagði forsætisráðherra, en áfram héldu heitar umræður í þingsal, sem hlusta má á í heild sinni hér. Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mál skólameistara Borgarholtsskóla Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
„Allir sem lesa þessa umfjöllun þeir vita að það er eitthvað stórkostleg að hjá ráðherrum Flokks fólksins,“ sagði Ólafur Adolfsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sem steig fyrstur í pontu, og vísaði þar í viðtal Morgunblaðsins við Ársæl Guðmundsson, fráfarandi skólameistara Borgarholtsskóla. Fleiri þingmenn, þar á meðal Ingibjörg Isaksen og Guðlaugur Þór Þórðarson tóku undir og lýstu alvarlegum áhyggjum sínum af embættisfærslum ráðherrans í málinu. Ítrekað svaraði Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, á þá leið að umrætt mál ætti ekki erindi við fundarstjórn forseta en það var ekki fyrr en þrír þingmenn höfðu kvatt sér hljóðs um málið sem Þórunn upplýsti að ráðherrann hafi forfallast þar sem hann væri á sjúkrahúsi. Fleiri þingmenn sem svo stigu í pontu sendu Guðmundi Inga batakveðjur, en þótti miður að hafa verið upplýst um málið með þessum hætti. Gagnrýni á embættisfærslur ráðherrans í máli skólameistarans var þó ítrekað haldið til streitu af hálfu þingmanna stjórnarandstöðunnar. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra kvaddi sér loks hljóðs þar sem hún upplýsti að ráðherrann væri ekki alvarlega veikur. „Það er ekki gott að við séum að ræða heilsufar einstakra ráðherra í pontu. Við vissum ekki komandi inn í þennan þingsal í morgun og inn í fundarstjórn að þetta yrði til umræðu með þessum hætti. Það er ekki um alvarlegt mál að ræða, ég vil bara að það komi fram hér svo það sé engin óþarfa dramatík um stöðu ráðherra. En það er vissulega svo að hann þurfti að fara á spítala í nokkra daga, það er búið að gera mjög eðlilegar ráðstafanir fyrir því. Svona aðstæður bara koma upp og þetta er óviðráðanlegt,“ sagði Kristrún. „Ef að um er spurt þá liggur alltaf fyrir hver staðgengill ráðherra er,“ sagði forsætisráðherra, en áfram héldu heitar umræður í þingsal, sem hlusta má á í heild sinni hér. Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mál skólameistara Borgarholtsskóla Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent