Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Sindri Sverrisson skrifar 5. desember 2025 10:03 Jude Bellingham þurfti að spila í miklum hita á HM félagsliða í sumar. Búast má við svipuðum aðstæðum á HM landsliða næsta sumar. Getty/Jose Breton Það skýrist í dag hvernig riðlarnir munu líta út á HM karla í fótbolta næsta sumar. Óttast er að mikill hiti muni setja svip sinn á mótið sem fram fer í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada í júní og júlí. Englendingar bíða spenntir eftir því að vita hvernig leið þeirra að mögulegum heimsmeistaratitli kemur til með að líta út en dregið verður í riðla HM klukkan 17 í dag. Thomas Tuchel, hinn þýski þjálfari Englands, átti ekki í neinum vandræðum með að koma hinu sterka enska landsliði beint á HM en liðið vann alla átta leiki sína í undankeppninni og fékk ekki eitt einasta mark á sig. Á HM taka við meiri áskoranir og meðal annars hættan á að mikill hiti hafi áhrif á leikmenn. Á HM félagsliða síðasta sumar, í Bandaríkjunum, brugðu lið jafnvel á það ráð að láta varamenn bíða í loftkældum búningsklefum í stað þess að sitja úti á varamannabekk í leikjum. „Ef þetta er eitthvað sem gæti hjálpað okkur í leikjunum þá verðum við að skoða þennan möguleika,“ sagði Tuchel við BBC en þar segir að talið sé að mikil hætta sé á ofsahita á 10 af 16 leikvöngum HM. „Það vill þetta enginn [að varamenn bíði inni í klefa] því ég vil að leikmennirnir séu úti og finni orkuna, og gefi okkur orku af bekknum út á völlinn. En ég sá leikmenn gera þetta á HM félagsliða. Vonandi sleppum við við þetta. Það er alltaf betra ef menn geta verið úti,“ sagði Tuchel. Thomas Tuchel says he would consider having substitutes stay in the dressing room due to hot temperatures at the 2026 World Cup 👥🥵🌡️ pic.twitter.com/oggBAxiQVO— BBC Sport (@BBCSport) December 4, 2025 Leikmenn og þjálfarar kvörtuðu undan hitanum á HM félagsliða í fyrra og Tuchel segir ekki hægt að horfa framhjá því að hitinn hafi áhrif. „Þetta er vandamál fyrir fótbolta á hæsta stigi. Þetta dregur úr ákefðinni í leikjunum. Þetta fækkar áköfum hlaupum, bæði sóknarlega og varnarlega. Leikurinn aðlagast að þessu. Það er ekki hægt að spila fótbolta með sama hætti í 45 gráðum eins og í 21 gráðu,“ sagði Tuchel. HM 2026 í fótbolta Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Fleiri fréttir Enn tapa Albert og félagar Nottingham Forest - Manchester City | Mæta City-menn þungir til leiks? Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Sjá meira
Englendingar bíða spenntir eftir því að vita hvernig leið þeirra að mögulegum heimsmeistaratitli kemur til með að líta út en dregið verður í riðla HM klukkan 17 í dag. Thomas Tuchel, hinn þýski þjálfari Englands, átti ekki í neinum vandræðum með að koma hinu sterka enska landsliði beint á HM en liðið vann alla átta leiki sína í undankeppninni og fékk ekki eitt einasta mark á sig. Á HM taka við meiri áskoranir og meðal annars hættan á að mikill hiti hafi áhrif á leikmenn. Á HM félagsliða síðasta sumar, í Bandaríkjunum, brugðu lið jafnvel á það ráð að láta varamenn bíða í loftkældum búningsklefum í stað þess að sitja úti á varamannabekk í leikjum. „Ef þetta er eitthvað sem gæti hjálpað okkur í leikjunum þá verðum við að skoða þennan möguleika,“ sagði Tuchel við BBC en þar segir að talið sé að mikil hætta sé á ofsahita á 10 af 16 leikvöngum HM. „Það vill þetta enginn [að varamenn bíði inni í klefa] því ég vil að leikmennirnir séu úti og finni orkuna, og gefi okkur orku af bekknum út á völlinn. En ég sá leikmenn gera þetta á HM félagsliða. Vonandi sleppum við við þetta. Það er alltaf betra ef menn geta verið úti,“ sagði Tuchel. Thomas Tuchel says he would consider having substitutes stay in the dressing room due to hot temperatures at the 2026 World Cup 👥🥵🌡️ pic.twitter.com/oggBAxiQVO— BBC Sport (@BBCSport) December 4, 2025 Leikmenn og þjálfarar kvörtuðu undan hitanum á HM félagsliða í fyrra og Tuchel segir ekki hægt að horfa framhjá því að hitinn hafi áhrif. „Þetta er vandamál fyrir fótbolta á hæsta stigi. Þetta dregur úr ákefðinni í leikjunum. Þetta fækkar áköfum hlaupum, bæði sóknarlega og varnarlega. Leikurinn aðlagast að þessu. Það er ekki hægt að spila fótbolta með sama hætti í 45 gráðum eins og í 21 gráðu,“ sagði Tuchel.
HM 2026 í fótbolta Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Fleiri fréttir Enn tapa Albert og félagar Nottingham Forest - Manchester City | Mæta City-menn þungir til leiks? Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Sjá meira