„Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 5. desember 2025 20:30 Eyjólfur Ármannsson Innviðaráðherra. vísir/anton Þingmenn stjórnarandstöðu segja allar forsendur samgönguáætlunar brostnar þar sem innviðaráðherra las ekki skýrslu sem var birt til stuðnings breyttri forgangsröðun. Höfundur skýrslunnar segir hana ekki hygla Fjarðagöngum frekar en Fjarðarheiðargöngum en innviðaráðherra segist ekki vísa í umrædda skýrslu. Skýrsla Rannsóknarmiðstöðvar Háskólans á Akureyri um félagshagfræðilega greiningu á jarðgangakostum á Austurlandi var birt sem fylgiskjal með samgönguáætlun innviðaráðherra sem var kynnt á miðvikudaginn. Forgangsröðun jarðganga var breytt. Fjarðarheiðargöng voru tekin af listanum og Fljótagöng sett í fyrsta sæti en Fjarðagöng sett í annað til þriðja sæti. Það hefur mætt töluverðri gangrýni. Jón Þorvaldur Heiðarsson, einn höfunda skýrslunnar, segir að ekki sé hægt að líta svo á að skýrslan mæli frekar með Fjarðagöngum en Fjarðarheiðargöngum. „Mjóafjarðargöngin eru betri á einn mælikvarða af fjórum. Fjarðarheiðargöngin eru betri á einum mælikvarða af fjórum og svo eru þau jöfn á tveimur. Það er okkar niðurstaða. Það er bæði hægt að rökstyðja ákvörðun um að halda sig við Fjarðarheiðargöng með því sem stendur í skýrslunni. Það er líka hægt að rökstyðja það að fara í Mjófjarðargöng. „Mjóafjarðaröng eru betri hvað varðar ískalda arðsemi“ Hann hafi skilið kynningu innviðaráðherra á þann veg að vísað væri til skýrslunnar til stuðnings breyttri forgangsröðun. „Það sem okkur fannst slæmt var að það var eins og orð ráðherra væru túlkuð þannig. Þeir sem hlustuðu skynjuðu það þannig að það stæði í skýrslunni að Mjóafjarðargöngin væru betri en Fjarðarheiðargöngin. Það er eiginlega ekki niðurstaða skýrslunnar. Mjóafjarðargöng eru betri hvað varðar ískalda arðsemi. Fjarðarheiðargöngin eru betri á öðrum mælikvarða,“ segir hann og bætir við: „Þetta var svolítið óljóst þegar hann talaði um samfélagslegan ábata eins og kom fram á þessum fundi. Þá var maður ekki alveg viss hvað var verið að meina. Var verið að meina samfélagsáhrifin eða var verið að meina þennan hreina hagfræðilega ábata,“ segir hann og bætir við að vegurinn um Fjarðarheiði sé barn síns tíma og því komi Fjarðarheiðargöng betur út þegar umferðaröryggi er metið. Segir margar skýrslur undir í matinu Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra las ekki umrædda skýrslu í heild sinni áður en ákvörðunin var kynnt. „Þessi skýrsla kemur út 24. nóvember síðastliðinn og ég held blaðamannafundinn átta dögum seinna,“ segir hann. Sérðu eftir því að hafa ekki lesið þessa skýrslu? „Ég er búinn að segja það að ég fékk gífurlega góða kynningu frá sérfræðingum í ráðuneytinu, sérfræðingum til margra, margra ára. Ég las sjálfur samantektina og ég skora á þig líka að lesa samantektina. Þú getur lesið hana alla líka. Ég átti gífurlega góðan fund með skrifstofustjóra samgöngumála innan ráðuneytisins um þessa skýrslu og las samantektina sem eru nokkrar blaðsíður. Á blaðsíðu 55 og áfram, kafli sex.“ Jón Þorvaldur segir það auðvitað ráðherrans að meta hvaða þátt er litið til við forgangsröðun. „Maður veit það þegar maður skrifar svona skýrslu að sjaldnast eru þær lesnar alveg frá orði til orðs. Maður vonar bara að þær séu nýttar til þess að taka og hjálpi til við það að taka vandaðar ákvarðanir. Svo er það bara þeirra sem taka ákvarðanir að bera ábyrgð á því að kynna sér það sem þeir þurfa.“ Innviðaráðherra segist hafa litið til annarra gagna en umræddrar skýrslu til stuðnings því að meiri ábati væri af Fjarðargöngum en Fjarðarheiðargöngum. „Það er vísað til hennar í skjalinu og það er vísað til hennar á heimasíðu okkar. Þegar ég held blaðamannafund þá vísa ég til greininga. Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu. Bara svo það sé alveg á hreinu. Það eru margar skýrslur sem eru þarna undir.“ Inga les ekki öll gögn á sínu borði Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir ekkert athugavert við vinnubrögð ráðherra flokksin. „Ég til dæmis les ekki öll gögn sem eru á mínu borði. Ef þau eru mjög umfangsmikil og upp á þúsund blaðsíður þá getur maður ekki lesið þau á einum degi. Þrátt fyrir að vera ofurkona á margan hátt,“ segir hún og tekur fram að málið verði ekki til umræðu innan flokksins. Þingmenn stjórnarandstöðunnar fóru hörðum orðum um innviðaráðherra á þingi í dag og sögðu forsendur samgönguáætlunar brostnar vegna málsins. „Það sem er hins vegar að koma í ljós mjög skýrt núna er að allar forsendur fyrir þessu faglega mati eru brostnar,“ sagði Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknar. „Ég beini því til forseta að brýna það fyrir ráðherrum og ríkisstjórninni allri að við fáum hér réttar upplýsingar en ekki eitthvað froðusnakk til að láta hlutina líta vel út,“ sagði Þorgrímur Sigmundsson, þingmaður Miðflokksins í Norðausturkjördæmi. „Nú er búið að staðfesta að þetta er hrein og bein pólitík og hefur ekkert með fagleg vinnubrögð að gera. Eftir sitja Austfirðingar með sárt ennið,“ sagði Jens Garðar Helgason, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og oddviti flokksins í Norðausturkjördæmi. Samgöngur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Jarðgöng á Íslandi Tengdar fréttir Fljótagöng sett í forgang Fljótagöng, Fjarðagöng, Súðavíkurgöng og Miklidalur og Hálfdán verða sett í forgang í nýrri jarðgangaáætlun sem kynnt verður í dag á fundi innviðaráðherra þar sem hann kynnir samgönguáætlun fyrir 2026 til 2040. Undirbúningur við næstu jarðgöng hefst 2026 og verður byrjað að bora 2027. 3. desember 2025 10:30 Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný „Mjófirðingar og allir sem hafa einhverja tengingu við Mjóafjörð eru náttúrulega bara í skýjunum. Þetta breytir hreinlega öllu fyrir Mjóafjörð. Núna mun hann rísa úr ösku sinni og verða aftur að byggilegum stað innan fjórðungsins,“ segir Mjófirðingurinn Erlendur Magnús Jóhannsson eftir tilkynningu ríkisstjórnarinnar um breytta forgangsröðun jarðganga. 4. desember 2025 22:30 Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Núvirtur ábati Fjarðarheiðarganga milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar, sem ríkisstjórnin setti á ís í gær, er í greiningu Rannsóknamiðstöðvar Háskólans á Akureyri metinn neikvæður upp á 37 milljarða króna. Ábati vegna Fjarðaganga, sem í skýrslunni eru nefnd Mjóafjarðargöng, er metinn neikvæður um 23,5 milljarða króna, það er 13,5 milljörðum króna skárri. 4. desember 2025 15:20 Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Bæjarráð Hveragerðisbæjar bókaði í morgun yfirlýsingu um gríðarleg vonbrigði yfir nýkynntri samgönguáætlun, þar sem færslu þjóðvegarins, fyrir neðan Hveragerði frá Kömbum að Varmá, hafi verið frestað enn á ný. 4. desember 2025 13:22 Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Fleiri fréttir Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Sjá meira
Skýrsla Rannsóknarmiðstöðvar Háskólans á Akureyri um félagshagfræðilega greiningu á jarðgangakostum á Austurlandi var birt sem fylgiskjal með samgönguáætlun innviðaráðherra sem var kynnt á miðvikudaginn. Forgangsröðun jarðganga var breytt. Fjarðarheiðargöng voru tekin af listanum og Fljótagöng sett í fyrsta sæti en Fjarðagöng sett í annað til þriðja sæti. Það hefur mætt töluverðri gangrýni. Jón Þorvaldur Heiðarsson, einn höfunda skýrslunnar, segir að ekki sé hægt að líta svo á að skýrslan mæli frekar með Fjarðagöngum en Fjarðarheiðargöngum. „Mjóafjarðargöngin eru betri á einn mælikvarða af fjórum. Fjarðarheiðargöngin eru betri á einum mælikvarða af fjórum og svo eru þau jöfn á tveimur. Það er okkar niðurstaða. Það er bæði hægt að rökstyðja ákvörðun um að halda sig við Fjarðarheiðargöng með því sem stendur í skýrslunni. Það er líka hægt að rökstyðja það að fara í Mjófjarðargöng. „Mjóafjarðaröng eru betri hvað varðar ískalda arðsemi“ Hann hafi skilið kynningu innviðaráðherra á þann veg að vísað væri til skýrslunnar til stuðnings breyttri forgangsröðun. „Það sem okkur fannst slæmt var að það var eins og orð ráðherra væru túlkuð þannig. Þeir sem hlustuðu skynjuðu það þannig að það stæði í skýrslunni að Mjóafjarðargöngin væru betri en Fjarðarheiðargöngin. Það er eiginlega ekki niðurstaða skýrslunnar. Mjóafjarðargöng eru betri hvað varðar ískalda arðsemi. Fjarðarheiðargöngin eru betri á öðrum mælikvarða,“ segir hann og bætir við: „Þetta var svolítið óljóst þegar hann talaði um samfélagslegan ábata eins og kom fram á þessum fundi. Þá var maður ekki alveg viss hvað var verið að meina. Var verið að meina samfélagsáhrifin eða var verið að meina þennan hreina hagfræðilega ábata,“ segir hann og bætir við að vegurinn um Fjarðarheiði sé barn síns tíma og því komi Fjarðarheiðargöng betur út þegar umferðaröryggi er metið. Segir margar skýrslur undir í matinu Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra las ekki umrædda skýrslu í heild sinni áður en ákvörðunin var kynnt. „Þessi skýrsla kemur út 24. nóvember síðastliðinn og ég held blaðamannafundinn átta dögum seinna,“ segir hann. Sérðu eftir því að hafa ekki lesið þessa skýrslu? „Ég er búinn að segja það að ég fékk gífurlega góða kynningu frá sérfræðingum í ráðuneytinu, sérfræðingum til margra, margra ára. Ég las sjálfur samantektina og ég skora á þig líka að lesa samantektina. Þú getur lesið hana alla líka. Ég átti gífurlega góðan fund með skrifstofustjóra samgöngumála innan ráðuneytisins um þessa skýrslu og las samantektina sem eru nokkrar blaðsíður. Á blaðsíðu 55 og áfram, kafli sex.“ Jón Þorvaldur segir það auðvitað ráðherrans að meta hvaða þátt er litið til við forgangsröðun. „Maður veit það þegar maður skrifar svona skýrslu að sjaldnast eru þær lesnar alveg frá orði til orðs. Maður vonar bara að þær séu nýttar til þess að taka og hjálpi til við það að taka vandaðar ákvarðanir. Svo er það bara þeirra sem taka ákvarðanir að bera ábyrgð á því að kynna sér það sem þeir þurfa.“ Innviðaráðherra segist hafa litið til annarra gagna en umræddrar skýrslu til stuðnings því að meiri ábati væri af Fjarðargöngum en Fjarðarheiðargöngum. „Það er vísað til hennar í skjalinu og það er vísað til hennar á heimasíðu okkar. Þegar ég held blaðamannafund þá vísa ég til greininga. Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu. Bara svo það sé alveg á hreinu. Það eru margar skýrslur sem eru þarna undir.“ Inga les ekki öll gögn á sínu borði Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir ekkert athugavert við vinnubrögð ráðherra flokksin. „Ég til dæmis les ekki öll gögn sem eru á mínu borði. Ef þau eru mjög umfangsmikil og upp á þúsund blaðsíður þá getur maður ekki lesið þau á einum degi. Þrátt fyrir að vera ofurkona á margan hátt,“ segir hún og tekur fram að málið verði ekki til umræðu innan flokksins. Þingmenn stjórnarandstöðunnar fóru hörðum orðum um innviðaráðherra á þingi í dag og sögðu forsendur samgönguáætlunar brostnar vegna málsins. „Það sem er hins vegar að koma í ljós mjög skýrt núna er að allar forsendur fyrir þessu faglega mati eru brostnar,“ sagði Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknar. „Ég beini því til forseta að brýna það fyrir ráðherrum og ríkisstjórninni allri að við fáum hér réttar upplýsingar en ekki eitthvað froðusnakk til að láta hlutina líta vel út,“ sagði Þorgrímur Sigmundsson, þingmaður Miðflokksins í Norðausturkjördæmi. „Nú er búið að staðfesta að þetta er hrein og bein pólitík og hefur ekkert með fagleg vinnubrögð að gera. Eftir sitja Austfirðingar með sárt ennið,“ sagði Jens Garðar Helgason, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og oddviti flokksins í Norðausturkjördæmi.
Samgöngur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Jarðgöng á Íslandi Tengdar fréttir Fljótagöng sett í forgang Fljótagöng, Fjarðagöng, Súðavíkurgöng og Miklidalur og Hálfdán verða sett í forgang í nýrri jarðgangaáætlun sem kynnt verður í dag á fundi innviðaráðherra þar sem hann kynnir samgönguáætlun fyrir 2026 til 2040. Undirbúningur við næstu jarðgöng hefst 2026 og verður byrjað að bora 2027. 3. desember 2025 10:30 Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný „Mjófirðingar og allir sem hafa einhverja tengingu við Mjóafjörð eru náttúrulega bara í skýjunum. Þetta breytir hreinlega öllu fyrir Mjóafjörð. Núna mun hann rísa úr ösku sinni og verða aftur að byggilegum stað innan fjórðungsins,“ segir Mjófirðingurinn Erlendur Magnús Jóhannsson eftir tilkynningu ríkisstjórnarinnar um breytta forgangsröðun jarðganga. 4. desember 2025 22:30 Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Núvirtur ábati Fjarðarheiðarganga milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar, sem ríkisstjórnin setti á ís í gær, er í greiningu Rannsóknamiðstöðvar Háskólans á Akureyri metinn neikvæður upp á 37 milljarða króna. Ábati vegna Fjarðaganga, sem í skýrslunni eru nefnd Mjóafjarðargöng, er metinn neikvæður um 23,5 milljarða króna, það er 13,5 milljörðum króna skárri. 4. desember 2025 15:20 Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Bæjarráð Hveragerðisbæjar bókaði í morgun yfirlýsingu um gríðarleg vonbrigði yfir nýkynntri samgönguáætlun, þar sem færslu þjóðvegarins, fyrir neðan Hveragerði frá Kömbum að Varmá, hafi verið frestað enn á ný. 4. desember 2025 13:22 Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Fleiri fréttir Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Sjá meira
Fljótagöng sett í forgang Fljótagöng, Fjarðagöng, Súðavíkurgöng og Miklidalur og Hálfdán verða sett í forgang í nýrri jarðgangaáætlun sem kynnt verður í dag á fundi innviðaráðherra þar sem hann kynnir samgönguáætlun fyrir 2026 til 2040. Undirbúningur við næstu jarðgöng hefst 2026 og verður byrjað að bora 2027. 3. desember 2025 10:30
Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný „Mjófirðingar og allir sem hafa einhverja tengingu við Mjóafjörð eru náttúrulega bara í skýjunum. Þetta breytir hreinlega öllu fyrir Mjóafjörð. Núna mun hann rísa úr ösku sinni og verða aftur að byggilegum stað innan fjórðungsins,“ segir Mjófirðingurinn Erlendur Magnús Jóhannsson eftir tilkynningu ríkisstjórnarinnar um breytta forgangsröðun jarðganga. 4. desember 2025 22:30
Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Núvirtur ábati Fjarðarheiðarganga milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar, sem ríkisstjórnin setti á ís í gær, er í greiningu Rannsóknamiðstöðvar Háskólans á Akureyri metinn neikvæður upp á 37 milljarða króna. Ábati vegna Fjarðaganga, sem í skýrslunni eru nefnd Mjóafjarðargöng, er metinn neikvæður um 23,5 milljarða króna, það er 13,5 milljörðum króna skárri. 4. desember 2025 15:20
Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Bæjarráð Hveragerðisbæjar bókaði í morgun yfirlýsingu um gríðarleg vonbrigði yfir nýkynntri samgönguáætlun, þar sem færslu þjóðvegarins, fyrir neðan Hveragerði frá Kömbum að Varmá, hafi verið frestað enn á ný. 4. desember 2025 13:22