Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar 6. desember 2025 07:30 Ein af mörgum mikilvægum framkvæmdum í nýrri samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar sem kynnt var á dögunum, er lagning Sundabrautar. Þær framkvæmdir sem tilgreindar eru í áætluninni - ásamt því sem fram kemur í samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins, eiga eftir að stuðla að gríðarlegum samfélagslegum ávinningi fyrir bæði íbúa á höfuðborgarsvæðinu sem og á landinu öllu. „Ræsum vélarnar“ Það var vel við hæfi að ný samgönguáætlun hafi verið kynnt undir yfirskriftinni „Ræsum vélarnar“. Fram kemur m.a. í kynningu að framkvæmdir við Sundabraut munu hefjast á kjörtímabilinu. Umræður um lagningu Sundabrautar eiga sér langa sögu. Hugmyndin um Sundabraut var líklega sett fram árið 1975 og virðist hafa komist til umræðu varðandi aðalskipulag Reykjavíkur árið 1984. Vegna ósamkomulags mismunandi meirihluta í borgarstjórn undanfarna áratugi hefur verkefninu sífellt verið frestað. En hver framkvæmd á sér sinn tíma. Samkvæmt nýrri samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar - og samþykktum núverandi borgarstjórnar, er tími Sundabrautar að hefjast núna. Við í Flokki fólksins höfum ávallt verið þeirrar skoðunar að lagning Sundabrautar sé algjört lykilverkefni í samgöngumálum. Sú áhersla skilaði sér beint inn í meirihlutaviðræður borgarstjórnarflokkana fyrr á þessu ári. Eins og fram kom í umfangsmiklum kynningum á verkefninu í byrjun vetrar, mun Vegagerðin í samvinnu við Reykjavíkurborg hafa yfirumsjón með lagningu Sundabrautar milli Sæbrautar og Kjalarness. Þetta mikilvæga verkefni mun ekki aðeins bæta samgöngur - heldur einnig skapa grundvöll fyrir enn fleiri ný íbúðahverfi og hagstæðari borgarþróun til framtíðar. „Borgin við Sundin“ Tæplega 40% landsmanna búa í höfuðborginni, um 63% búa á höfuðborgarsvæðinu og tæplega 80% íbúa landsins eru í innan við klukkustundar fjarlægð frá Reykjavík. Tilkoma Sundabrautar mun þess vegna verða mikil samgöngubót fyrir stóran hluta landsmanna sem þurfa að sækja vinnu, þjónustu eða annað til höfuðborgarinnar. Efling samgangna í borginni er því styrkur fyrir landið sem heild. Á næstu árum mun Sundabraut skapa nýja möguleika í uppbyggingu hverfa í Reykjavík. Hægt verður að skipuleggja þróun byggðar alla leið frá Geldinganesi upp á Kjalarnes. Eftir áratuga uppbyggingu í borginni - bæði á þéttingarreitum og nýjum svæðum, mun í náinni framtíð verða til ný byggð meðfram sundum og yfir nes. Með því mun Reykjavík loksins með réttu, verða “Borgin við sundin”. Höfundur er fyrsti varaborgarfulltrúi Flokks fólksins og situr m.a. í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flokkur fólksins Skipulag Húsnæðismál Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Samgönguáætlun Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Ein af mörgum mikilvægum framkvæmdum í nýrri samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar sem kynnt var á dögunum, er lagning Sundabrautar. Þær framkvæmdir sem tilgreindar eru í áætluninni - ásamt því sem fram kemur í samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins, eiga eftir að stuðla að gríðarlegum samfélagslegum ávinningi fyrir bæði íbúa á höfuðborgarsvæðinu sem og á landinu öllu. „Ræsum vélarnar“ Það var vel við hæfi að ný samgönguáætlun hafi verið kynnt undir yfirskriftinni „Ræsum vélarnar“. Fram kemur m.a. í kynningu að framkvæmdir við Sundabraut munu hefjast á kjörtímabilinu. Umræður um lagningu Sundabrautar eiga sér langa sögu. Hugmyndin um Sundabraut var líklega sett fram árið 1975 og virðist hafa komist til umræðu varðandi aðalskipulag Reykjavíkur árið 1984. Vegna ósamkomulags mismunandi meirihluta í borgarstjórn undanfarna áratugi hefur verkefninu sífellt verið frestað. En hver framkvæmd á sér sinn tíma. Samkvæmt nýrri samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar - og samþykktum núverandi borgarstjórnar, er tími Sundabrautar að hefjast núna. Við í Flokki fólksins höfum ávallt verið þeirrar skoðunar að lagning Sundabrautar sé algjört lykilverkefni í samgöngumálum. Sú áhersla skilaði sér beint inn í meirihlutaviðræður borgarstjórnarflokkana fyrr á þessu ári. Eins og fram kom í umfangsmiklum kynningum á verkefninu í byrjun vetrar, mun Vegagerðin í samvinnu við Reykjavíkurborg hafa yfirumsjón með lagningu Sundabrautar milli Sæbrautar og Kjalarness. Þetta mikilvæga verkefni mun ekki aðeins bæta samgöngur - heldur einnig skapa grundvöll fyrir enn fleiri ný íbúðahverfi og hagstæðari borgarþróun til framtíðar. „Borgin við Sundin“ Tæplega 40% landsmanna búa í höfuðborginni, um 63% búa á höfuðborgarsvæðinu og tæplega 80% íbúa landsins eru í innan við klukkustundar fjarlægð frá Reykjavík. Tilkoma Sundabrautar mun þess vegna verða mikil samgöngubót fyrir stóran hluta landsmanna sem þurfa að sækja vinnu, þjónustu eða annað til höfuðborgarinnar. Efling samgangna í borginni er því styrkur fyrir landið sem heild. Á næstu árum mun Sundabraut skapa nýja möguleika í uppbyggingu hverfa í Reykjavík. Hægt verður að skipuleggja þróun byggðar alla leið frá Geldinganesi upp á Kjalarnes. Eftir áratuga uppbyggingu í borginni - bæði á þéttingarreitum og nýjum svæðum, mun í náinni framtíð verða til ný byggð meðfram sundum og yfir nes. Með því mun Reykjavík loksins með réttu, verða “Borgin við sundin”. Höfundur er fyrsti varaborgarfulltrúi Flokks fólksins og situr m.a. í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun