Fótbolti

Hildur á skotskónum í Barcelona

Valur Páll Eiríksson skrifar
Hildur Antonsdóttir setti mark sitt á leik dagsins.
Hildur Antonsdóttir setti mark sitt á leik dagsins. madrid cff

Landsliðskonan Hildur Antonsdóttir skoraði eitt marka Madrid CFF í 5-2 sigri á Espanyol í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Espanyol byrjaði leik dagsins í Barcelona betur og náði forystunni eftir aðeins tveggja mínútna leik. Madrídingar svöruðu með fjórum mörkum fyrir hlé.

Hildur kom liðinu 2-1 yfir á 40. mínútu og svo fylgdu tvö mörk í uppbótartíma fyrri hálfleiks.

Espanyol minnkaði muninn snemma í síðari hálfleik en mark gestanna í uppbótartíma veitti þeim þriggja marka sigur.

Madrid CFF vann leikinn 5-2 og er eftir sigurinn með 23 stig í sjötta sæti deildarinnar, þremur stigum frá Evrópusæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×